Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 29
24 Fréttir Vikublað 8.–10. september 2015 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is » Segja bæinn leigja út heilsuspillandi íbúðir n Leigjendur segja myglusvepp orsök tíðra veikinda n Umsjónarmaður segir íbúðirnar í toppstandi M aðurinn minn, sem er lungnasjúklingur, féll um 20 prósent í lungnagetu og sjálfur var ég meira og minna veikur meðan við bjuggum þarna,“ segir Hlöðver Páls- son, sem grunar að hann og sam- býlismaður hans hafi leigt myglu- sveppasýkta íbúð af Fasteignum Ísafjarðarbæjar um tíu mánaða skeið. Hann stendur nú í ströngu við sveitarfélagið þar sem hann neitar að greiða eftirstöðvar leiguskuldar fyrr en úr því fæst skorið hvort íbúð- in hafi verið íbúðarhæf eður ei. Umsjónarmaður Fasteigna Ísa- fjarðarbæjar segir ekkert benda til að myglusvepp sé að finna í íbúðinni sem sé yfirfarin af iðnaðarmönnum fyrir hverja útleigu. Tveggja barna móðir sem einnig leigði íbúð í sama húsi segir að hún og börnin hafi alltaf verið veik í þá átta mánuði sem þau bjuggu þar. Hún segir próf sem hún tók staðfesta tilvist myglusvepps. Skýring á veikindum Forsaga málsins er að Hlöðver og sambýlismaður hans þurftu að flytja inn í leiguhúsnæði á vegum sveitar- félagsins í fjölbýlishúsi við Dalbraut í Hnífsdal með skömmum fyrir- vara í október 2013, eftir eldsvoða í íbúð þeirra. Þeir bjuggu í leiguhús- næðinu þar til í ágúst 2014. Hlöðver hafði óskað eftir því að eftirstöðvum ógreiddrar leigu á tímabilinu yrði dreift í raðgreiðslur. Eftir að þeir fluttu út kveðst Hlöðver hins vegar hafa komist að því að grunur léki á að skaðlegan myglusvepp væri að finna í húsinu og hefði greinst í annarri íbúð í húsinu. „Þá fór maður að leggja saman tvo og tvo. Hannes, maðurinn minn, er lungnasjúklingur og á þeim tíu mánuðum sem við bjuggum á Dal- braut féll hann um rúmlega 20 pró- sent í lungnagetu og var í kjölfar- ið lagður inn á Reykjalund,“ segir Hlöðver. Sjálfur kveðst hann hafa ver- ið töluvert slappur sömuleiðis en á þeim tíma alltaf tengt tíð veikindi við áfallið sem fylgdi brunanum. „Ég var meira að tengja það við hið sálræna því maður var nýbúinn að missa allt.“ Eftir að hann flutti út hafi hann fengið vitneskju um að íbúðir blokk- arinnar væru hugsanlega myglaðar af svepp. Fyrrverandi nágranni hans hafi tekið sveppapróf með sýni sem reyndist jákvætt. Vill að málið sé skoðað „Ég sendi Ísafjarðarbæ erindi þegar ég komst að þessu og sagði að ég vildi að skuldin yrði felld niður eða í það minnsta fryst þar til niðurstaða væri komin í málið og kannað yrði hvort gamla íbúðin mín hafi verið eins og hinar, sýkt af myglusvepp. Ég fékk engin svör frá þeim fyrr en núna í síðustu viku. Leigjendur hafa aðeins tiltek- inn tíma til að kvarta yfir göllum á íbúð eftir að þeir taka við henni. „Sá frestur er auðvitað löngu liðinn hjá mér en þeir ætla ekki að koma til móts við mig og ætla að setja mig á vanskilaskrá ef ég borga ekki.“ Í erindi Hlöðvers til sveitarfélags- ins segir hann að í ljósi alvarleika málsins neiti hann að greiða áfram af skuld sinni við Fasteignir Ísafjarðar- bæjar fyrr en tekinn verði af allur vafi um að íbúðin sem hann leigði sé ekki sýkt af heilsuspillandi sveppum. „Og að téð heilsutjón á maka mínum sé ekki afleiðing skeytingarleysis starfs- manna Fasteigna Ísafjarðarbæjar á mjög svo raunverulegu vandamáli.“ Segir hann að hann muni glað- ur greiða sína skuld ef grunur hans um að íbúðin sé sýkt reynist rang- ur. Hann fer í bréfinu fram á það að sveitarfélagið taki málið föstum tök- um, hrindi í framkvæmd aðgerða- áætlun um málið og upplýsi íbúa blokkarinnar um stöðuna og þær heilsufarshættur sem kunni að stafa af búsetu í húsnæðinu. Hlöðver segir að íbúðin sem hann leigði hafi staðið tóm um skeið eftir að hann og Hannes fluttu út, en eftir að hann sendi erindi sitt hafi íbúð- in einfaldlega verið máluð og leigð út aftur til barnafjölskyldu. Það telji hann ámælisvert. Þvertekur fyrir myglusvepp Marzellíus Sveinbjörnsson, um- sjónarmaður Fasteigna Ísafjarðar- bæjar, segir að ekkert bendi til að myglusveppur sé í umræddri íbúð eða umræddu húsi. „Ég get bara sagt að ég hef aldrei fengið kvörtun frá þeim, meðan þeir voru inni í húsinu, um að það væri myglusveppur í húsinu.“ Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ósáttur Hlöðver Pálsson neitar að greiða af leiguskuld sinni við Fasteignir Ísafjarða- bæjar fyrr en hann fær á hreint hvort heilsuspillandi myglusveppur hafi verið í íbúðinni sem hann leigði. Sambýlismaður hans varð fyrir heilsutjóni. Mynd AðSend Framhald á næstu opnu  Tvennar sögur Tveir leigjendur segjast hafa fundið fyrir verulegum óþægindum og tíðum veikindum eftir að hafa búið í íbúð á vegum Fasteigna Ísafjarðar- bæjar að Dalbraut í Hnífsdal. Umsjónar- maður segir íbúðirnar í góðu ástandi. Mynd Já.iS „Ég var meira að tengja það við hið sálræna því maður var nýbúinn að missa allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.