Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2015, Page 15
Fréttir 15 Foreldrar „lúffa“ til að skapa ekki leiðindi Að hennar mati er enn erfiðara að réttlæta heimsóknir leikskóla­ barna í kirkju á aðventunni. „Í aðalnámskrá leikskóla er form­ leg fræðsla um trúarbrögð ekki eins skýr og í aðalnámskrá grunn­ skóla og háð öðrum þáttum í námi ungra barna. Því tel ég að aðventu­ heimsóknirnar ættu að leggjast af þar þó að leikskólar eigi að halda áfram að heimsækja stofnanir í sínu nærumhverfi. Umgjörðin og tilefnið skiptir því máli og það þarf að skoða,“ segir Líf. Í reglum Reykjavíkur­ borgar er skýrt tekið fram að eftir fremsta megni skuli forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa gera grein fyrir lífsskoðunum sín­ um og að mati Lífar setja kirkju­ heimsóknir á aðventunni börnin einmitt í slíka stöðu. „Það er bæði erfitt fyrir börn og foreldra þeirra, sem eru trúlausir eða annarrar trú­ ar en þjóðkirkjan boðar, að vera í þessum aðstæðum. Stundum lúffa foreldrar því þeir vilja ekki skapa „leiðindi“ og senda þá barnið gegn sínum vilja í þessar ferðir. Stund­ um verða börnin eftir í skólun­ um og finnst sárt að vera skilin út­ undan því oft er ekki sambærilegt í boði fyrir þau. Nám og félags­ líf í stofnunum borgarinnar á að vera fyrir öll börn og skólar eiga að virða trúfrelsi nemenda sinna og sleppa því að hafa milligöngu um slíkt í sínu starfi eða setja börn í þessar aðstæður. Það væri farsæl­ ast fyrir alla,“ segir Líf. Gídeonfélagið stundar ekki trúboð Gídeonfélagið á Íslandi hefur gefið grunnskólanemendum eintak af Nýja testamentinu frá árinu 1954. Síðustu ár hefur hins vegar verulega þrengt að félaginu varðandi þessar gjafir til skóla­ barna og nú er svo komið að fé­ lagið er hætt að heimsækja grunnskóla höfuðborgarinnar. „Það eru engin sveitarfélög sem beinlínis loka á okk­ ur. Við funduðum með Degi B. Eggertssyni, borg­ arstjóra Reykjavíkur, síðastliðinn vetur varð­ andi túlk­ un regln­ anna. Að hans sögn var ekk­ ert sem að úti­ lokar að við meg­ um fara inn í skólana en hins vegar væri það á valdi skólastjóranna með hvaða hætti það væri,“ segir Böðvar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Gíd­ eonfélagsins á Íslandi. „Sumir vilja ekki heim­ sóknir en í flestum skól­ um er okkur velkomið að koma í lífsleiknitíma og segja frá félaginu en Nýja testamentið þurfum við að gefa börnum utan skólatíma,“ segir Böðvar. Það hefur aftur á móti reynst svo mikil aukavinna að fé­ lagið hefur gripið til þess ráðs að heimsækja frekar fermingarbekki hjá hinum ýmsu söfnuðum. „Það hafa allir þegið, ef undan er skilin Siðmennt,“ segir Böðvar. Að hans sögn hafa heimsóknir Gídeonfélagsins í öðrum sveitarfé­ lögum víðast hvar verið vandræða­ lausar og yfirleitt er félagsmönnum tekið opnum örmum. „Það er að­ eins farið að aukast að skólar vilji ekki heimsóknir en það heyrir þó til undantekninga,“ segir Böðvar og fullyrðir að félagið stundi ekki trú­ boð. „Við bönnum okkar fulltrúum að ástunda nokkuð sem gætir flokkast sem trúboð eða tilbeiðsla. Þar sem við megum kynna Nýja testamentið í tímum þá bönnum við til dæmis að Faðir vorið sé lesið upp,“ segir Böðvar. Hann segir að félagsmenn séu við öllu búnir varðandi framhaldið. „Þetta er ákveðin þróun, ekki já­ kvæð að mínu mati [hlær] en þró­ un engu að síður. Við vonum það besta,“ segir Böðvar að lokum. n Helgarblað 4.–7. desember 2015 KirKjuheimsóKnir sKólabarna bannaðar í reyKjavíK n Tólf helstu sveitarfélög landsins með ólíkar reglur og áherslur Samanburður á reglum Hafnarfjarðar og Reykjavíkurborgar a) Hlutverk skóla er að fræða nemendur um ólík trúarbrögð og lífs- skoðanir samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni. Viðbót Reykjavíkur: Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og for- eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. b) Trúar- og lífsskoðunar-félög stunda ekki starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins á skólatíma Viðbót Reykjavíkur: né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við allar heimsóknir í lífsskoðun- ar- og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem partur af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna. Um almenna kynningu gagnvart foreldrum og börnum á viðurkenndu barna- og æsku- lýðsstarfi trú- og lífsskoðunarfélaga skal fara líkt og með kynningu á hliðstæðum frístundatilboðum frjálsra félagasamtaka í skólastarfi. c) Skólastjórnendur grunn-skóla geta boðið fulltrúum trúar- eða lífsskoðunarfélaga að heimsækja kennslustundir í trúarbragðafræði/ lífsleikni sem lið í fræðslu um trú og lífs- skoðanir samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni, og fer þá heimsóknin fram undir handleiðslu kennara Viðbót Reykjavíkur: og vera innan ramma námsefnisins. d) Heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðal- námskrá. Þar sem ekki er sérstaklega getið um vettvangsheimsóknir leikskólabarna á helgi- og samkomustaði trúar- og lífs- skoðunarfélaga sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir í aðalnámskrá leikskóla er eðlilegt að miða slíkrar heimsóknir við það sem fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla til að gæta samræmis milli skólastiga. e) Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gam- algrónum hátíðum og frídögum þjóðar- innar halda sessi sínum í árstíðabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla. Jólasálmar og helgileikir tengdir jólum falla hér undir. Viðbót Hafnarfjarðar: og heimsóknir í trúar- og lífsskoðunarfélög tengd hátíðum. Viðbót Reykjavíkur: Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttak- endur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni. f) Skólayfirvöld beini því til trúar- og lífsskoðunarfélaga að þau skipuleggi fermingarfræðslu og barnastarf með það að leiðarljósi að það hvorki trufli lögbundið skólastarf um skemmri eða lengri tíma. g) Hafnarfjörður: Ef áfall verður í leik- og grunnskólum er unnið samkvæmt samþykktri áfallaáætlun við- komandi skóla. Trúarlegar guðsþjónustur sem tengjast viðbrögðum við áfalli fara að öllu jöfnu fram utan skólatíma. Reykjavíkurborg: Þær stofnanir borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð tryggi að samráð verði haft við foreldra/forráðamenn þeirra sem áfallið snertir áður en fagaðilar eru fengnir til stuðnings. Í nærsamfélagi leik- og grunnskóla getur verið um að ræða sér- fræðinga, fulltrúa trúar- eða lífsskoðunar- félaga eða aðra fagaðila. Helgistundir sem tengjast viðbrögðum við áfalli skulu að öllu jöfnu fara fram utan skólatíma. Tillögur menntamála- ráðuneytis 1 Leggja ber áherslu á mikilvægi vandaðrar trúar- bragðafræðslu í fjölmenningarsamfé- lagi. Þættir í slíkri fræðslu geta verið vettvangsheimsóknir til trúfélaga og að fulltrúum þeirra sé boðið í kennslustund til að fræða um trú sína og trúfélag. - Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir séu gerðar á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. - Vettvangsheimsóknir til trúfélaga og heimsóknir fulltrúa þeirra í skóla skulu taka mið af ofangreindu og vera innan ramma aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla. 2 Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar teljast hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. - Gæta þarf þess að foreldrar og skólaráð séu upplýst tímanlega um námstilhögun, námsefni og vett- vangsferðir. Sama gildir um leik- og framhaldsskóla þar sem það á við. 3 Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og for- eldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Um almenna kynningu eða auglýsinga á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu annarra félagasamtaka. Engar reglur: Akureyri Tillögur menntamála- ráðuneytisins: Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes, Mosfellsbær. Tillögur menntamála- ráðuneytisins: Árborg Tillögur menntamála- ráðuneytisins: Fljótsdalshérað Ítarlegar reglur Reykjavík Ítarlegar reglur Hafnarfjörður „Það er bæði erfitt fyrir börn og for- eldra þeirra, sem eru trú- lausir eða annarrar trúar en þjóðkirkjan boðar, að vera í þessum aðstæðum. Líf Magneudóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.