Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Ármúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali Páll Vilhjálmsson bendir á að ávef BBC sé „spurt hvort Evr- ópusambandið sé á síðasta snún- ingi. Einn þekktasti sagnfræðingur Bretlands, Niall Ferguson, sem var andstæðingur brotthvarfs Bret- lands úr ESB, segir núna að hann hafi haft rangt fyrir sér og styður út- göngu Bret- lands. Evrópusam- bandið er misheppnað segir Fergu- son og telur að Brexit sé bæði rök- rétt og skynsamleg ákvörðun.“    Páll bætir við að„hér heima ræði fimm smá- flokkar með ríkisstjórnarþrá að endurvekja ESB-umsókn Samfylk- ingar frá 16. júlí 2009, segi og skrifa 2009. Íslenskum ESB-sinnum er ekki sjálfrátt.    Og Heimsýn vekur athygli á að„andstæðingar Brexit vonuðu sumir að breska þingið myndi stöðva útgönguferli Breta - og lögðu því fram kæru til dómstóla. Undirréttur úrskurðaði að breska þingið yrði að taka málið fyrir. Hæstiréttur ætlar að taka málið fyrir. Nú hefur breska þingið sam- þykkt með 461 atkvæði gegn 89 að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verði að hefja útgöngu Breta.    Með þessu hefur Theresa May,forsætisráðherra Breta, sigr- að andstæðinga Brexit á tæknilegu rothöggi.“    Þótt þessi afgreiðsla sé í formiþingsályktunar er líklegt að Hæstiréttur Breta muni horfa til þess í dómi sínum að þjóðarvilji og yfirgnæfandi þingvilji fari saman.    Og BBC efast. Hvað segir RÚV? Tvær fínar fréttir STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.12., kl. 18.00 Reykjavík 6 súld Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 2 rigning Nuuk 1 rigning Þórshöfn 9 skúrir Ósló 7 alskýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 6 léttskýjað Helsinki 1 þoka Lúxemborg 0 þoka Brussel 7 léttskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 10 skýjað London 12 þoka París 8 heiðskírt Amsterdam 8 skúrir Hamborg 7 súld Berlín 8 heiðskírt Vín -1 þoka Moskva -6 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 skýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 14 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -10 snjókoma Montreal 0 snjóél New York 3 alskýjað Chicago -7 snjókoma Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:07 15:35 ÍSAFJÖRÐUR 11:49 15:03 SIGLUFJÖRÐUR 11:33 14:44 DJÚPIVOGUR 10:45 14:56 Hæstiréttur hefur staðfest dóm hér- aðsdóms þar sem hafnað er kröfu Ómars Ragnarssonar sjónvarps- manns og átta annarra um bætur úr ríkissjóði vegna handtöku þeirra í vegstæði nýs Álftanesvegar í októ- ber 2013. Þeim var í staðinn gert að greiða íslenska ríkinu 100 þúsund kr. í málskostnað. Hvert hinna handteknu krafðist 2 milljóna króna í bætur vegna ólög- mætrar handtöku í Gálgahrauni þar sem þau reyndu að hindra vinnu við lagningu umdeilds vegar um hraun- ið. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að fólkið sinnti ekki ítrekuðum fyrir- mælum lögreglu um að víkja af vinnusvæðinu. Lögreglu hefði því verið heimilt að handtaka þau og færa á lögreglustöð til að halda uppi lögum og reglu. Hæstiréttur vísar einnig í dóma frá síðasta ári þar sem níu manns voru sakfelldir fyrir brot gegn lög- reglulögum með því að neita að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lög- reglu um að flytja sig um set á vinnusvæðinu í Gálgahrauni. Þar hafi því verið slegið föstu að vega- framkvæmdirnar hafi átt sér laga- stoð þegar í þær var ráðist. Kröfu um bætur var hafnað  Handtaka í Gálga- hrauni lögmæt Þrjú sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu; Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður, hækka gjaldskrár sínar að jafnaði um hærra hlutfall en Reykjavíkurborg. Seltjarnarnesbær hyggst ekki breyta sínum gjald- skrám um áramótin og Mosfellsbær gerir slíkt hið sama, að því undan- skildu að sorphirðugjöld hækka þar um 1.000 krónur. Garðabær og Hafnarfjörður hækka sínar gjaldskrár almennt um 3,9%. Útsvarið í Garðabæ helst óbreytt, 13,7%, en Hafnfirðingar lækka sitt útsvar í 14,48% og verða í fyrsta sinn frá árinu 1998 ekki með hámarksútsvar. Þá verða leik- skólagjöld í Hafnarfirði óbreytt. Kópavogur hækkar sínar gjald- skrár að jafnaði um 4%, en 2% hækkun verður á leikskólagjöldum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stóð til að hækka gjaldskrár um áramótin um 3,9%, til samræmis við verðlagsþróun og -spá, en hætt var við það þegar ný Þjóðhagsspá Hagstofunnar leit dagsins ljós í byrjun nóvember sl. Þar hafði verðbólguspáin lækkað frá fyrri spá. Borgin tók mið af þessu og dró úr gjaldskrárhækkunum í 2,4%, sem er til jafns við verðbólguspá Hagstofunnar fyrir árið 2017. Svo virðist sem stærstu sveitarfélögin þar á eftir hafi ekki fylgt fordæmi borgarinnar. bjb@mbl.is Hækka gjaldskrár meira en borgin  Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hækka gjaldskrár um 3,9-4% Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarnes Engar hækkanir þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.