Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Nú stendur í Berg Contemporary við Klapparstíg sýningin Leiðsla með nýjum verkum Haraldar Jónssonar. Sýningunni lýkur á morgun. Þegar komið er inn í sýningarsal- inn blasir við myndbandsverk sem varpað er á vegg, en það er skrásetn- ing á gjörningi sem Haraldur framdi á opnuninni. Til hliðar eru teikningar, en Haraldur hefur ekki sýnt mikið af slíkum verkum, þó teikningar af svip- uðum meiði hafi verið á sýningu hans í Týsgalleríi fyrir hálfu öðru ári. „Teikningin er grunnurinn að öllu, rétt eins og ljóð í bókmenntum,“ segir Haraldur. „Hún er fingrafarið og genalykillinn. Sýningin í Týsgalleríi var sömuleiðis innsetning þar sem ég skipti rýminu upp með tjaldi og teikn- ingar og lágmyndir mynduðu samtal milli líkamans, arkitektúrsins og til- finninganna sem hrærast stöðugt þar á milli. Verkin mín þræða sig og snú- ast ávallt um skynjun hvers og eins. Þau eru nálgun og rannsókn á því hvernig við upplifum kringumstæður í ýmsum lögum. Ég tefli saman verk- um sem skarast á mismunandi skyn- sviðum líkamans. Þessi nálgun og nærvera birtist meðal annars í hand- verkinu og hvernig það fléttast sam- an við ákveðnar grunneigindir í öðr- um verkum hérna í Bergi.“ - Þú ert að vinna með rými og skynjun og það er mjög sterkt í myndbandsverkinu sem tekið var af gjörningnum við opnun sýning- arinnar og varð síðan að verki á henni, en eitt af því sem er merkilegt við það, finnst mér, er að í verkinu stígur listamaðurinn út úr rýminu. „Einn af þeim þáttum sem ég er að fást við er einstaklingsbundinn þáttur skynjunarinnar og með því að stíga út rýminu stækka ég það og býð um leið upp á margbrotnari tengingar. Eitt af því sem mér hefur alltaf þótt merkilegt við sýningaropnanir er að fólk kemur til að sjá verkin, en sér síðan bara annað fólk og sýningin hverfur samtímis. Mér finnst mjög áhugaverður sá skúlptúr sem verður til við þetta tilefni og það hefur lengi verið draumur minn að búa til verk úr honum. Svona samfélagslegan skúlp- túr af mannamótum þar sem þau sem koma á sýningaropnunina verða sam- stundis að verki á henni. Opnunin sem gjörningur, aðgerð og athöfn.“ Stærsta verkið á sýningunni er innsetningin „Dimmur“ sem samsett er úr svörtum landakortum og er staðsett í innsta sal gallerísins. Landakortunum er raðað upp á til- tekinn hátt og mynda þannig eins konar landslag eða þrívítt líkan. „Fólk upplifir verkið á jafn ólíkan hátt og það er margt. Sumir sjá víð- áttur, aðrir djúp, einn sá hina föllnu borg og önnur kom auga á stöðuvatn- ið svarta. Það er ekki mitt að segja. Grunnþáttur verksins eru þessi svörtu landakort sem kallast raunar á við verkið „Hvítur“, sem eru auð nafnspjöld og ég framleiddi fyrir nokkrum misserum. Mér finnst eitt- hvað heillandi við blindu og myrkur og endalausa skynjunina sem gerjast þar. Þetta verk fæddist með einu svörtu landakorti sem margfaldaðist og mótaðist af staðháttum sýning- arsalarins sem skilyrða umfang þess. Ósjálfrátt myndast mörk milli þess og áhorfandans en líka leið í kringum það. Í „Dimmum“ sem og öðrum verkum á sýningunni sameinast margir þeir þættir sem ég hef verið að fást við allt frá upphafi sem er könnun á möguleikum rýmisins og skynjun líkamans, allra tilfinninga hans og tenginga. „Dimmur“ er auð- vitað líka hljóðskúlptúr, þagn- arskúlptúr, sem við könnumst til dæmis við úr byggingum þar sem form eru sett í loft sala til að brjóta niður hljóð, búa til þögn. Þetta er skúlptúr af logni.“ Eins og fram kemur lýkur sýning- unni á morgun, en hún hófst 28. októ- ber síðastliðinn, daginn fyrir kjördag. Haraldur segir það enga tilviljun að ekki hafi tekist að mynda stjórn á meðan sýningin hefur verið uppi, en það muni takast eftir laugardaginn þegar henni lýkur, enda bendir hann á að kortin hafi verið búin til á sama tíma í prentsmiðjunni sem prentaði kjörseðla vegna kosninganna. Morgunblaðið/Ófeigur Handverk Haraldur Jónsson glímir við form og skynjun á sýningu sinni í Bergi. Einstaklingsbundinn þáttur skynjunarinnar  Haraldur Jónsson veltir fyrir sér rými og skynjun á sýningu í Bergi  Opnunin varð að verki á sýningunni Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Heiðdís Hanna Sigurðardóttir held- ur stutta hádegistónleika í Salnum í dag klukkan 12. Hún flytur nokkur lög ásamt Helgu Bryndísi Magnús- dóttur píanóleikara. „Þetta verður blanda úr því sem ég hef verið að gera héðan og þaðan og svo verður smá jólablær á þessu líka,“ segir Heiðdís Hanna. Tilefni tónleikanna er að Heiðdís Hanna mun fá afhenta viðurkenn- ingu úr styrktarsjóði Önnu K. Nor- dal. Er þetta í sextánda sinn sem viðurkenning er veitt úr sjóðnum, en honum ber að styrkja efnilega tón- listarnema í söng og fíólínspili. „Þetta er rosalega gaman og ótrú- lega mikil viðurkenning og heiður. Sérstaklega þegar þetta kemur manni svona á óvart og maður er ekki búinn að sækja um sjálfur,“ segir Heiðdís, en styrkurinn nemur um 500.000 krónum. Heiðdís Hanna er fædd árið 1990 og hóf söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur. Hún stundaði bakkalár- nám í söng við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi hjá Angelu Nick prófessor og er nú í meistara- námi við Listaháskóla Íslands hjá Þóru Einarsdóttur og Kristni Sig- mundssyni. Heiðdís fær viðurkenningu  Syngur á há- degistónleikum í Salnum í dag Heiðruð Söngkonan Heiðdís Hanna. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 9/12 kl. 20:00 130. s Sun 18/12 kl. 20:00 136. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 10/12 kl. 20:00 131. s Mán 26/12 kl. 20:00 137. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 11/12 kl. 20:00 132. s Fös 6/1 kl. 20:00 138. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fim 15/12 kl. 20:00 133. s Sun 8/1 kl. 20:00 139. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Fös 16/12 kl. 20:00 134. s Fim 12/1 kl. 20:00 140. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Lau 17/12 kl. 20:00 135. s Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Janúarsýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 10/12 kl. 13:00 20.s Mán 26/12 kl. 13:00 24.s. Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Sun 11/12 kl. 13:00 21.s Sun 8/1 kl. 13:00 25.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 17/12 kl. 13:00 22.s Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 18/12 kl. 13:00 23.s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Lau 7/1 kl. 20:00 Síðasta s. Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðasta sýning. Jólaflækja (Litli salur) Lau 10/12 kl. 13:00 5. sýn Lau 17/12 kl. 13:00 Aukas. Mán 26/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 11/12 kl. 13:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 13:00 Aukas. Bráðfyndin jólasýning fyrir börn Jesús litli (Litli salur) Fös 9/12 kl. 20:00 5. sýn Fim 15/12 kl. 20:00 7. sýn Mán 26/12 kl. 20:00 aukas. Lau 10/12 kl. 20:00 aukas. Lau 17/12 kl. 20:00 8. sýn Sun 11/12 kl. 20:00 6. sýn Sun 18/12 kl. 20:00 9. sýn Margverðlaunuð jólasýning Salka Valka (Stóra svið) Fös 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Fim 5/1 kl. 20:00 2. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross Mávurinn (Stóra svið) Mið 4/1 kl. 20:00 Aðeins þessi eina sýning Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 10/12 kl. 19:30 30.sýn Sun 8/1 kl. 19:30 33.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Fös 30/12 kl. 19:30 32.sýn Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 10/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Sun 11/12 kl. 19:30 33.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 37.sýn Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Sun 11/12 kl. 19:30 aukasýn Sýningum lýkur í desember Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 14:30 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 14:30 Sun 18/12 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 14:30 Lau 17/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 14:30 Sívinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins 12 árið í röð Gott fólk (Kassinn) Fös 6/1 kl. 19:30 Frums Fim 12/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 7/1 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Fim 29/12 kl. 17:00 Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.