Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 Ostakakan okkar með blönduðum skógarberjum er dásemd á diski og himnesk í munni – Fáðu þér bragð af jólunum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 6 -2 3 7 6 Alls voru 612 milljónir lagðar á skattskyld fyrirtæki í útvarpsgjald á þessu ári, 41 milljón minna en í fyrra. Gjaldið var lagt á 37.331 lög- aðila, 1.336 fleiri en í fyrra, en fé- lög í gjaldþrotameðferð þurfa ekki að greiða gjaldið. Þetta kemur fram í grein í blaðinu Tíund. Áður hefur komið fram að ein- staklingar greiddu rúma 3,2 millj- arða í útvarpsgjald við álagningu í sumar. Lækkaði upphæðin um 233 milljónir milli ára. Fyrirtæki og einstaklingar greiða því samtals rúma 3,8 millj- arða króna í útvarpsgjald. Alls greiddu 195.316 einstakl- ingar útvarpsgjaldið og var fjölg- unin 3,2% milli ára. Útvarpsgjaldið er ekki innheimt af unglingum og fólki sem var fætt árið 1946 og fyrr. Útvarpsgjaldið var nú 16.400 krónur en var 17.800 kr. í fyrra. Út- varpsgjaldið hefur lækkað á undan- förnum árum, en það var 19.400 kr. í álagningu árið 2014. Gjaldið renn- ur til fjármögnunar á starfsemi Ríkisútvarpsins. sisi@mbl.is 3,2 millj- arðar til RÚV  Fyrirtæki greiddu 612 milljónir króna Morgunblaðið/Eggert „Það er skömm að þjóð sem á svo mikið undir sjó- sókn geti ekki lagt fram nægt fé til reksturs Land- helgisgæslu Ís- lands sem sjó- menn og aðrir landsmenn treysta á þegar neyðin er stærst,“ segir í ályktun sjómanna. „Allar áætlanir um niðurskurð á rekstrarfé til Landhelgisgæslunnar koma ekki til greina að mati hags- munasamtaka íslenskra sjómanna, sem beina því til Alþingis að bæta verulega í það fjármagn sem Land- helgisgæslan fær á fjárlögum næsta árs.“ Undir þetta rita FFSÍ, Félag skipstjórnarmanna, Matvís, Sjó- mannafélag Íslands, Sjómanna- samband Íslands og VM. Landhelgis- gæslan fái nægt fé LHG Varðskip við bryggju. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur sæmt Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur- borgar (ÍTR), og Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra gullmerki ÍSÍ. Það var gert í tengslum við uppskeruhátíð smá- þjóðaleikanna 2015 sem haldin var í gær- kvöldi. Minnast smáþjóðaleika Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir að lengi hafi staðið til að minnast smáþjóða- leikanna en það dregist þar til nú. Fulltrúar sérsambandanna, framkvæmdastjórn ÍSÍ og aðrir sem komu að undirbúningi og fram- kvæmd leikanna hafi komið saman, nokkrir tugir manna, að sögn Lárusar. Afhentar voru minningargjafir í hófinu. Smáþjóðaleikarnir voru haldnir hér í byrj- un júní 2015. Íslensku keppendurnir voru efstir á verðlaunatöflunni í lok leikanna. Lárus segir að ríkið og Reykjavíkurborg séu öflugustu samstarfsmenn ÍSÍ í sam- bandi við smáþjóðaleikana. Ákveðið hafi ver- ið að heiðra þessa tvo sómamenn við þetta tækifæri. Illugi er ráðherra íþróttamála og Ómar hefur lengi unnið með íþróttahreyf- ingunni í starfi sínu hjá ÍTR. helgi@mbl.is Athöfn Illugi Gunnarsson, Lárus Blöndal, Ómar Einarsson og Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, við afhendingu gullmerkja ÍSÍ á uppskeruhátíð smáþjóðaleikanna í gær. Illugi og Ómar sæmdir gullmerki ÍSÍ í hófi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.