Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2016 KRÓKHÁLSI 4 SÍÐUMÚLA 8 vÖðLuPaKkAr í mIkLu úRvAlI ÁkOnUr, kAlLa oG vEiÐi KrAkKa CrOsSwaTeR VöÐlUr oG sKóR sAmA n 29.995kR. PaLiX VöÐlUr oG sKóR sAmA n 36.995kR. WiLlOw RiV eR KvEnVöÐl Ur VöÐlUr oG sKóR sAm An 39.995kR. CrOsSwaTeR YoUtH VöÐlUr oG sKóR sAmAn 25.995kR. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst til- lögu að breytingu á deiliskipulagi Byko-reits í Vesturbænum, en reit- urinn afmarkast af Hringbraut, Framnesvegi og Sólvallagötu. Um- ræddur reitur er gegnt JL-húsinu. Umhverfis- og skipulagsráð og borgarráð höfðu áður samþykkt að auglýsa tillöguna. Samkvæmt deiliskipulagstillög- unni verður heildarbyggingamagn 15.700 fermetrar. Þar af verða íbúðir 70 talsins á 3.250 fermetrum, 2-4 hæðir. Gististaður er tilgreindur 4.300 fermetrar, 1-5 hæðir, og versl- un og þjónusta 450 fermetrar. Svalir og þakgarðar verða 3.450 fermetrar. Þá er gert ráð fyrir bílakjallara. Á norðurhluta Byko-reitsins standa stórar verslunarbyggingar á einni hæð með mikilli lofthæð. Þar eru bílastæði með aðkomu frá Hringbraut og götustæði/kantstæði meðfram húshlið á Sólvallagötu. Byggingar við Framnesveg standa utan skipulagssvæðisins. Fram kemur í lýsingu að markmið með deiliskipulaginu sé að móta ramma um byggð sem styrki heildarmynd borgarhlutans, fylli í hálfkláraðar götumyndir og verði eftirsóknarverð til íbúðar. Áhersla sé lögð á að nýbyggingar aðlagi sig eldri byggð og staðháttum. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykja- víkur 2010-2030 er gert ráð fyrir þéttingu íbúðarbyggðar á Byko- reitnum. Enn fremur er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi við Hringbraut og Ánanaust. Hér er einkum um að ræða starfsemi sem fellur undir flokkana verslun og þjónusta og samfélagsþjónusta. Samfélagsþjónusta er heimiluð í skilgreindum kjarna við Sól- vallagötu, þar sem rúmast getur studd búseta fyrir fatlaða. Á lóðinni verður heimilt nýtingar- hlutfall allt að 2,0. Aðkoma bíla verð- ur frá Hringbraut en útkeyrsla við Sólvallagötu. Inngangar verða með- fram gangstéttum. Aðkoma að hóteli skal vera frá Hringbraut og ekki verður heimilt að nota Sólvallagötu sem aðkomuleið að hóteli, segir í skipulagstillögunni. Byggingarnar mega vera 1-5 hæða. Tvær hæðir syðst á lóðinni að húsaþyrpingu við Framnesveg og að gangstéttarbrún meðfram Sólvalla- götu. Allt að fimm hæðir við Hring- braut en lækki sig að hornum beggja vegna, niður í eina hæð við Sól- vallagötu en tvær í átt að Framnes- vegi. Fyrra deiliskipulag frá 2006 Í desember 2006 samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir reitinn. Þar var gert ráð fyrir að 70 íbúðir yrðu byggðar á lóðinni. Ekkert varð úr að byggt yrði á reitnum sam- kvæmt skipulaginu frá 2006, sem nú á að breyta. Í deiluskipulaginu frá 2006 hét umrædd lóð Steindórslóð við Hring- braut. Í nýja skipulaginu er hins vegar talað um Byko-reit. Er hér væntanlega vísað til þess að í versl- unarhúsinu á lóðinni var Byko um árabil með verslun. Hægt er að kynna sér hina nýju deiliskipulagstillögu á vef Reykja- víkurborgar. Hún liggur einnig frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14. At- hugasemdafrestur er til 23. janúar 2017. Teikning/Plúsarkitektar Byko-reiturinn Myndin sýnir umfang hinnar nýju byggðar. Hæstu húsin verða næst Hringbrautinni. Til hægri má sjá staðsetningu Byko-reitsins í Vesturbænum, nálægt Ánanaustum. Hótel og íbúðir á Byko-reitnum  Reykjavíkurborg auglýsir nýtt deiliskipulag  Heimilt verður að reisa 15.700 fermetra byggingar á reitnum  70 nýjar íbúðir  Áhersla lögð á að nýbyggingar aðlagi sig eldri byggð og staðháttum Breytingar á skipulagi » Mörk deiliskipulags eru breytt og byggingar við Fram- nesveg standa því utan skipu- lagssvæðis. » Fjöldi íbúða endurskil- greindur í samræmi við Aðal- skipulag 2010-30. » Landnotkun endurskilgreind í samræmi við stefnu Aðal- skipulags 2010-30 um starf- semi við aðalgötur. » Hæð bygginga aukin með tilliti til aukinna krafna um salarhæðir og hljóðdeyfingu. » Fallið er frá bundinni bygg- ingarlínu við Hringbraut. „Ekki er gerð krafa um varðveislu neins húss á skipulagsreitnum,“ segir í deiliskipulagstillögunni. Samþykkt tillögunnar mun þó ekki þýða að niðurrif húsa sé heimilað. Ákvörðun um slíkt yrði tekin á seinni stigum. Á lóðinni, nánar tiltekið á Sólvallagötu 79, stendur versl- unarhús sem margir kannast við, alls 1.483 fermetrar að stærð. Húsið reisti Steindór Einarsson undir starfsemi sína. Hann rak Bif- reiðastöð Steindórs, sem var þekkt fyrirtæki á sinni tíð. Á jólaföstu árið 1939 stóð Tón- listafélagið í Reykjavík fyrir mikl- um menningarviðburði í húsinu. Flutt var „Sköpunin“ eftir Joseph Haydn og stjórnandi var Páll Ísólfs- son. Var þetta fyrsta óratórían sem flutt var hér á landi. Ekkert annað hús í bænum rúmaði bæði kór og hljómsveit, sem voru um 100 manns. Utan á húsinu er skjöldur til minningar um þennan viðburð. Byko rak um árabil verslun í hús- inu. Nú er þar verslunin Víðir auk þess sem Pósturinn er þar með starfsemi. Morgunblaðið/Ómar Byko-reiturinn Steindór Einarsson reisti húsið að Sólvallagötu 79. Ekki er gerð krafa um varðveislu húsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.