SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 5

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 5
leggist í kör. Grálegt er t.d. að vita til þess að einstaklingar selji íbúðir sínar of snemma bara til að losna við að ganga 1-2 stiga. Stigagöngur geta nefnilega verið ágætis þjálfun fyrir hjarta og æðakerfi og þannig viðhaldið þreki og úthaldi. Þrekleysi fer því vaxandi og vöðvarnir rýrna. (Sjá mynd). Lyfjameðferð sjúklinganna er flókin og nauðsynlegt er að þeir kunni nokkur skil á til hvers lyfin eru ætluð og hvernig á að taka þau. Rétt notkun lyfjanna getur án efa oft komið í veg fyrir dýrar og óþægilegar spít- alavistir. Þá má nefna að sumir sjúklinganna þurfa súrefnis með annað hvort að næturlagi eða allan sólarhringinn. Rétt notkun súrefnis getur bætt líðan sjúklinganna verulega og aukið þrek þeirra og úthald. Jafnvel eru dæmi þess að menn geta stundað vinnu sína þrátt fyrir súrefnisnotkun. Samt er þekking- arleysi og fáfræði um súrefni og notkun þess mjög algengt. Hversu mörg ykkar hafa t.d. séð mann með súrefniskút í eftirdragi á götum úti? Ég býst við að menn yrðu ekki minna forviða við þá sjón en t.d. að mæta geimfara í fullum herklæðum. Tugir manna hérlendis nota súrefni að staðaldri og í Bandaríkjunum má nefna að yfir Vi milljón manna eru meira eða minna háðir súrefnis- notkun. Eftirfarandi setningar eru úr ritgerð eftir bandaríska konu sem notar súrefni að stað- aldri: ...„lengi var ég hikandi við að sýna mig úti við með súrefnisslönguna í nefinu dragandi kútinn á eftir mér. Fatlaðir t.d. í hjólastól eða með hækju vekja litla sem enga athygli en með plastslöngu í nefi og súrefn- iskút í eftirdragi fannst mér hins vegar að ég væri vart af þessum heimi, svo mikið var horft og pískrað. Nú héf ég yfirstigið þessa erfiðlcika og súrefnisslangan er jafn sjálf- sagður hluti af sjálfri mér og yfirhöfnin — mér finnst ég varla vera klædd án hennar." Vonleysi, kvíði, þunglyndi og einangrun eru eðlilega meðal þeirra vandamála sem SÍBSfréttir 5

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.