SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 11

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 11
Stjórn SÍBS Kjartan Guðnason var kosinn formaður og meðstjórnendur þau Rannveig Löve, Garðar P. Jónsson (og hann er varaformaður), Guðmundur Guðmundarson og Davíð Gíslason til tveggja ára. Fyrir í stjórninni voru þeir Hjörtþór Ágústsson og Björn Ólafur Hallgrímsson. í varastjórn voru kosin Ingibjörg Friðriksdóttir, Þorvaldur Jónsson, Hafsteinn Stefáns- son og Skúli Jensson. Oddur Ólafsson gafekki kost á sér til endurkjörs í stjórn SÍBS og voru honum þökkuð farsæl störf í þágu sambandsins. Ályktun Allsherjarnefndar 24. þings SÍBS vegna hækkunar á göngudeildar- þjónustu, lyQakostnaði og læknisþjón- ustu: Á undanförnum áratugum hefur markvisst verið unnið að því hér á landi að tryggja öllum sem á þurfa að halda sem besta læknis- hjálp án tillits til efnahags. Jafnframt hefur verið unnið að því að tryggja þeim þolanlega afkomu sem standa höllum fæti vegna sjúk- dóma eða aldurs. Á svipstundu hefur þessu verið hrundið. Við höfum færst áratugi aftur í tímann og efnalítið fólk þarf nú að hugsa sig um tvisvar áður en það leitar læknis. Kostnaðarhluti sjúklinga í læknishjálp og lyfjakostnaði hefur þre- til fjórfaldast á sama tíma og grunnlíf- eyrir örorku- og ellilífeyrisþega hefur hækkað um 14%. Eins og áður greiða elli- og örorkulífeyris- þegar hálft gjald fyrir þessa þjónustu. Einn er þó sá hópur öryrkja sem ekki fær neina lækkun. Það eru börn (eða foreldrar fyrir þeirra hönd). Sú regla er óbreytt að því aðeins fái börn lækkun að bæði foreldrar séu öryrkjar! Þeir sem oftast þurfa á læknishjálp að halda eru sjúklingar með langvarandi sjúkdóma. Öryrkjar, eldra fólk, barnmargar fjölskyldur og þeir sem verða fyrir slysum. Þetta fólk greiðir í dag fyrir bráðnauðsynlega læknis- hjálp fjórfalda og jafnvel fimmfalda þá upp- hæð sem það greiddi í maí s.l. Þessi sérskattlagning sjúklinga sem átti að vera til sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni hlýtur að verka öfugt. Þegar svo er komið að það er efnalitlu fólki fjárhagslega um megn að greiða læknishjálp og á stofum og göngu- deildum hlýtur innlögnum að fjölga á sjúkra- hús. Sparnaður ríkissjóðs af þessum reglu- gerðarbreytingum er því hæpinn. Hér verður því að verða breyting á, sam- viska þjóðarinnar krefst þess að allir geti án tillits til efnahags fengið þá læknishjálp sem þeir þurfa. SÍBSfréttir 11

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.