SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 9

SÍBS fréttir - 01.02.1985, Blaðsíða 9
Ályktunin var samþykkt af þingheimi og birtist hér á bls. 10. Á öðrum degi þingsins skiluðu nefndir áliti og bornar voru fram tillögur sem fyrst og fremst miðuðu að því að bæta og styrkja starf SÍBS. STARFSMAÐUR STJÓRNAR SÍBS, NÝ ÁBYRGÐARSTAÐA Samþykkt var tillaga um að fela stjórn SÍBS að ráða starfsmann m.a. til þess að annast fræðslu og útbreiðslustörf og til að annast erindrekstur í því skyni að efla starf hinna einstöku deilda sambandsins um land allt. Markmiðið er að styrkja samstöðu allra SÍBS-félaga um velferðar og hagsmunamál samtakanna. Þar eð SÍBS hefur boðið öllum brjóst- holssjúklingum aðild að samtökunum er hér mikið verk að vinna á mörgum sviðum og allra félaga þörf til að leggja hönd á plóginn. Ætlunin er að starfsmaður stjórnar SÍBS verði lifandi tengiliður allra hópanna innan samtakanna. Það er mikið starf og til þess þarf góðan mann. Þá voru bornar fram tillögur um kosn- ingu tveggja milliþinganefnda. VERKEFNI MILLIÞINGANEFNDA Önnur þessara milliþinganefnda átti að endurskoða skipulag SÍBS og alla starfsemi sambandsins með það í huga að bæta og breyta starfi og fyrirkomulagi vegna fjölg- unar sjúklingahópanna, en þeir eru auk gamalla og nýrra berklasjúklinga, lungna- þembusjúklingar, astma- og ofnæmissjúkl- ingar og hjartasjúklingar. Þessir sjúklinga- hópar hafa, auk sameiginlegra þarfa, sér- þarflr sem þarf að sinna. 1. SUNNUDAGUR f OKTÓBER FRÆÐSLUDAGUR Hin milliþinganefndin átti að gera tillögur um breytt fyrirkomulag SÍBS-dagsitis, sem er fyrsti sunnudagur í október ár hvert. Áhersla var lögð á að nýta bæri þennan dag til fræðslu og kynningar á starfsemi SÍBS með öllum tiltækum ráðum, þar með talin útgáfa Reykjalundar sem er, eins og þjóð veit, ársrit SÍBS. Að loknum umræðum um störf þessara milliþinganefnda var samþykkt að kjósa aðeins eina nefnd 7-9 manna og henni falið að fjalla um báða efnisþættina. Skyldi hún skila tillögum um breyting- arnar til stjórnar SÍBS innan ákveðins tíma, eða nógu snemma til þess að stjórnin og væntanlegir fulltrúar næsta þings SÍBS gætu kynnt sér þær það rækilega fyrir þingið 1986. En á því þingi yrði endanlega um tillögurnar fjallað og ákvarðanir teknar um endurbætur og breytingar á starfi sam- bandsins. KÖNNUN Á HÖGUM BRJÓST- HOLSSJÚKLINGA Fram kom tillaga um könnun á högum brjóstholssjúklinga, félagslegri stöðu þeirra, atvinnu- og húsnæðismálum o.fl. Tillagan um könnunina var samþykkt og stjórn SÍBS falið að annast framkvæmd hennar. Bætist þar með við enn eitt verkefni handa væntanlegum starfsmanni stjórnar- innar. GÖNGUDEILDAR- OG LÆKNIS- ÞJÓNUSTUGJÖLD Mikið var rætt um hækkun á göngudeild- arþjónustu, lyfjakostnaði og læknisþjónustu sem bitnar hart á sjúklingum með langvar- andi (króniska) sjúkdóma, öryrkjum, eldra fólki, barnmörgum fjölskyldum og þeim sem hafa orðið fyrir slysum. Samþykkt var ályktun um málið og birt- ist hún hér á bls. 11. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJA- LUNDI FJÖRUTÍU ÁRA í tilefni af 40 ára afmæli Vinnuheimilisins að Reykjalundi 1. febr. 1985 samþykkti 24. þing SÍBS ályktun þess efnis að fela skyldi SÍBSfréttir 9

x

SÍBS fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS fréttir
https://timarit.is/publication/1221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.