SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 25

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 25
Sj_ELS±d a ð i ð Gildi forvarna Einstæð ætti reynsla okkar í berklavörnum á fyrri að vera okkur hvatning til forvarna í hluta 20. aidar framtíðinni Sveinn Indriða son með því að Guðmundur Björnsson landlæknir gekkst fyrir stofnun Heilsuhælisfélags til byggingar berkla- hælis. Framkvæmdin tókst svo vel að berklahælið tók til starfa á Vífils- stööum 1910. Áfram var haldið baráttunni og hjúkrunarfélagið Líkn kom á fót berklavarna- stöð 1919. Kvenfélagið Hringurinn hóf byggingu Kópavogshælis 1926 og árið 1927 tók Kristneshæli til starfa, en það var reist fyrir forgöngu heilsuhælisfélags þar nyrðra. í þessu viðtali rifj'aði Helgi það upp að hann eignaðist gegnlýsingartæki skömmu eftir 1930 og gegnlýsti í því þúsundir manna á stofu í Reykjavík. Þetta bar þann árangur að hann fann allt að sjötíu manns berklaveika á ári og kom þeim á sjúkrahús, áður en þeir næðu að smita meira umhverfið. Fyrir forgöngu sjúklinga tók svo Reykjalundur til starfa 1945 og þá átti sú stofnun engan í viðtali sem Jónas Jónasson endur- flutti í þætti sínum „Kæri þú“ í útvarpinu nýlega talaði hann við Helga Ingvarsson, fýrrverandi yfir- lækni á Vífilsstöðum, skömmu eftir að hann lét af störfum. í þessu viðtali fór Helgi yfir þróum berklaveiki hérlendis. Baráttan hófst Churchill sagöi eitt sirm eitthvað á þessa leiö: „Því lengra sem þú litur aftur því framsýnni verður þú.“ sinn líka í víðri veröld. Þess ber að geta að Oddur Olafsson yfirlæknir á Reykjalundi og Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum höfðu báðir veikst af berklum á námsárunum og þekktu því vandann frá öllum hliðum. Þessar forvarnir skiluðu þeim árangri að dauðsföllum af völdum berkla fækkaði úr 200 af 100 þúsund íbúum 1925-1930 í um það bil 50 af 100 þúsund um það leyti sem berklalyfin Streptomycin 1947 og Isonaizid 1952 komu til sögunnar. Þá og alla tíð síðan hafa íslendingar verið fremstir meðal þjóða í berklavörnum og telja verður vafasamt að annað eins forvarnar- starf hafi veriö unnið hérlendis. Það er full ástæða til að rifja þetta upp til að minna á fortíðina. Churchill sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið: „Því lengra sem þú lítur aftur því framsýnni verður þú.“ Á gigtarþingi í París fýrir næstum 20 árum hlustaði ég á erindi heilbrigðishagfræðings. Hann hélt því fram að hinar svonefndu þróuðu þjóðir mundu ekki sætta sig við að láta stærri sneið af þjóðarkökunni til heilbrigðismála en þá var raunin. Þetta hefur að mestu gengið eftir. Nú er svo komið víða um lönd að rætt er um forgangsröðun, einkavæðingu, niðurskurð og jafnvel að hætta við dýrar lækningar við vissan aldur. Þarna ættu forvarnir að geta gert gagn. Það er þekktur góður árangur forvarna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og einnig krabba- meinum. Einn af hverjum fimm landsmönnum fær gigt á lífsleiðinni. Þar hefur náðst árangur, en þar má vafalaust gera betur. Nýjustu fréttir frá sjúkraþjálfurum eru af músargigt. Hún kemur af því að börn og unglingar sitja löngum við tölvur og hreyfa ekkert nema hendina á músinni, fá síðan gigt og þurfa þjálfun. Baráttu gegn reykingum og ofdrykkju þekkja allir, en þar má endalaust gera betur. Á sama tíma og menn hérlendis tala sig hása um aukið frelsi og fleiri vínútsölustaði er stærsta heilsuvandamál Frakka biluð líffæri vegna sídrykkju vína. Líffærin hafa ekki undan að vinna úr þeim eðalvínum sem þeir láta í sig. Stærsta heilbrigðisvandamál þessara svo- nefndu menningarþjóða er reyndar ofneysla. Einn ijórði íbúanna er alltof feitur, og meðal þeirra vanþróuðu eru þeir sem hafa náð sér i góðæri hreinlega að éta sig í hel. Ofdrykkja gosdrykkja er þar stór þáttur og þessu fylgir svo að hreyfa sig ekki eða geta ekki hreyft sig. Til forvarna gegn þessum ósköpum ætti að byrja að kenna börnum á ungum aldri skaðsemi hverskonar ofneyslu og fylgja því svo eftir til fullorðinsára. I öllum forvörnum ætti Reykjalundur að geta gegnt stóru hlutverki. Þar er meira en hálfrar aldar reynsla í forvörnum og endurhæfingu og vel menntað starfsfólk. Mannauður okkar íslendinga á heilbrigðissviði er nefnilega ótrúlega mikill. í læknatali frá 1984 eru skráðir læknar 1193. Við lauslega athugun hafa 90 af hverjum 100 þeirra lært erlendis um lengri eða skemmri tíma og venjulega á bestu háskólum eða sjúkrahúsum. Svipað er vafalaust að segja um aðrar heilbrigðisstéttir. Þetta fólk eigum við að virkja til forvarna og ná þeim árangri, eins og í berklavörnum, að verða fremstir meðal þjóða. Máltækið segir: „Betra er heilt en vel gróið.“ Nýtt kjörorð Reykjalundar gæti þá hljóðað þannig: „Styðjum fríska til forvarna." Sveinn Indriðason ^5 Lunanasiúkdómar

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.