SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 27

SÍBS blaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 27
Sjúklingar á Reykjalundi leggja af stað í gönguferð. hæfingar sé að yngjast. Skýringin gæti verið sú að almenningur og heilbrigðisstarfsfólk sé að vakna til vitundar um skaðsemi tóbaks og möguleikana á því að íyrirbyggja afleiðingar þess. Önnur tilgáta er sú, að þar sem við sem vinnum við lungnaendurhæfingu séum að eldast þá finnist okkur skjólstæðingar okkar vera að yngjast. sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa fær sjúklingurinn stundaskrá. Stundaskráin er í stöðugri endur- skoðun á þessum 6 vikum og getur sjúkling- urinn sjálfur haft sín áhrif á það. I miðju viðtali er farið yfir hjúkrunargreiningar og íhugað hvort sjúklingurinn er ánægður með framvindu mála í endurhæfingunni og hvort breytinga sé þörf að einhverju leyti. Sex vikna æfingadvöl - innihald Hvaða læknir sem er getur sent inn beiöni um lungnaendurhæfingu fyrir skjólstæðinga sina, þó flestar beiðnir komi frá lungnasérfræð- ingum. Hin venjubundna sex vikna endurhæfingar- dvöl nýtist til 5 vikna þjálfunar og viðtala og lífeðlisfræðilegra rannsókna í upphafi og í lok dvalar. Þolpróf eru gerð hjá flestum við komu og brottför vegna þess að þol er hægt að bæta með þjálfun. Öndunarmæling er gerö hjá öllum við komu og einnig við brottför hjá þeim sem eru að hætta reykingum, því ekki er hægt að bæta árangur á öndunarmælingu nema með reykingastoppi eða lyíjum. Sá hjúkrunarfræðingur sem tekur á móti sjúkl- ingi er hans „umsjónarhjúkrunarfræðingur" þann tíma sem hann dvelst á Reykjalundi. Hann tekur viðtal við sjúklinginn við komu, um miðbik dvalar og við útskrift. Ut frá komu- viðtali eru gerðar hjúkrunargreiningar, mark- mið og hjúkrunaráætlun í samráöi við sjúkl- inginn. Einnig er þá gert komu- og markmiðs- mat sem kynnt er fýrir öðrum aðilum innan lungnateymisins. Fyrsta mánudagskvöld eftir komu heldur hjúkrunarfræðingur fund með nýkomnum sjúklingum og kynnir íýrir þeim hlutverk sjúklingsins sjálfs í endurhæfingu. Stundaskráin í stööugri endurskoðun Að loknum fýrstu rannsóknum, skoöun og viötölum hjá hjúkrunarfræðingi, lækni, Áframhald að lokinni útskrift Þá er Iíka farið að huga að útskrift því ef þörf er á að sækja um aðstoð heima, hjálpar- tæki eða annað slíkt er nauðsynlegt að hafa góðan fýrirvara á því. Fjölskyldufundur stendur öllum til boða fyrir útskrift og er hann oftast á dagskrá þegar fer að síga á seinni hluta endurhæfingardvalar. Fyrir útskrift er markvisst unnið að því að aðstoða einstaklinginn við að skipuleggja áframhald- andi líkamsþjálfun, þar sem oft er um að ræða allsherjar breytingu á lifsstíl viðkom- andi. A Reykjalundi eru margar fagstéttir sem koma að endurhæfingu sjúklinga. I lungnateyminu eru hjúkrunarfræðingur, læknir, iöjuþjálfi, sjúkraþjálfari og rannsóknarfólk. Aðrir, sem oft er leitað til eru félagsráðgjafi, geölæknir og næringarfræðingur. Við, sem vinnum við lungnaendurhæfingu, segjum oft að þó þaö sé mikilsvert að lungnaendurhæfmg bæti árum við líf lungnasjúklinga, þá er þó ef til vill meira viröi að hún bætir lífi í árin sem eftir eru. Heimildir: Lungnaendurhæfing á Reykjalundi, þriðja endurskoðun, apríl 1997.; Öndum léttar: Fræðsla um lungnasjúkdóma, orsakir þeirra, meðferð, orkusparnað, úthaldsþjálfun, ferðalög og fleira. Björn Magnússon o.fl. Útg. Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð 1992. 27 Lunqnasiúkdómar

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.