Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 01.06.1995, Blaðsíða 6
KVENNALISTINN HITTIMIG BEINT í MARK Salóme Guðmundsdóttir bóndi á Gilsárteigi II er í fyrsta sæti Kvennalistans á Austurlandi. Hún er 34 ára göraul. Salóme lauk gagnfræðaprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1977 og útskrifaðist frá Húsmæðraskólanum á Hallormsstað vorið 1978. Að loknu námi giftist hún Sigurblrni Snæþórssyni frá Gilsárteigi og hellti se'r út í búskapinn auk þess sem hún stundaði skrifstofustörf og var aðstoðarstúlka í eldhúsi Alþýðuskólans áEiðum eftir að fe' var skorið végna riðu. Salóme er formaður atvinnumálanefndar Eiðaþinghár og starfar með kvenfélaginu, kirkjukórnum og Samtökum austfirskra kvenna. Þau Sigurbjörn eiga tvö börn, Sigurbjörgu 14 ára og Kolbein 9 ára. Kvennalistinn býður nú fram íþriðja sinn d Austurtandi, hvers vegna finnst þér þörf á sérstökum Kvennalista í kjördaminu? - Kona hefur aldrei náð kjöri á þing fyrir Austurland og það sýnir sig í þeim áherslum sem eru í stjórnmálaumræðunni hér. Það fer ekki mikið fyrir „mjúku málunum" og vantar alla umræðu um launamál kvenna og atvinnumálin sem brenna á konum. Þessu vlljum við kvennalistakonur breyta og gera konur sýnilegri í atvinnu- og kjaramálum. Vlð viljum meiri nálægð við þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju slnni og viljum skoða hvaða áhrif einstakar ákvarðanir hafa á fjölskylduna og líðan fólks. Nú ert þú bóndi, hefur þú aðrar skoðanir á landbúnaðarmálum en mótframbjóðendur þtnir? • Konur eru svo til ósýnilegar í umfjöllun um landbúnað og lítið virkar í búnaðarfélögunum þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er mjög óheppilegt því konur hafa oft aðra sýn á landbúnað en karlarnir. Mér finnst vanta að taka meira tillit til umhverfismála í landbúnaðar- umræðunni. Tökum rúllubaggana sem dæmi. Plastið og böndin eru dýr og enda sem óæskilegt sorp. Við gjöf úr böggunum þarf að nota vélar sem menga loftið í útíhúsunum. Auk þess eru baggarnir lýti á umhverfinu, Á þetta hafa konur bent. Við verðum að skoða vel hvaða afleiðingar ýmsar nýjungar við bústörfin geta haft áður en við tlleinkum okkur þær. Það er spurning hvort gömlu súrheysgryfjurnar hafi þegar allt kemur til alls ýmsa kosti umfram rúllubaggana. Geta konur alls staðar á Austurlandi sameinast um baráttumál Kvennalistans, bœndurnir, konurnar í fiskvinnslunni á fjörðunum, konurnar á Egilsstöðum..,? - Já, konurnar hér á Austurlandi geta sameinast í öllum sínum margbreytileika því kvenfrelsissjónarmið eiga við hvar í stétt sem konur standa og á hvaða aldri sem þær eru. Það eru sömu mál sem brenna á öllum þessum konum, kjaramálin, atvinnumálin, málefni fjölskyldunnar og skólamálin. Hvaða kosningamál þarf Kvennalistinn á Austurlandi sérstaklega að huga að? - Aðalbaráttumál kvennalistakvenna eru þau sömu um allt land, mannréttindabarátta fyrir bættum launum og betri hag kvenna og barna. En hér á Austurlandi brenna samgöngumálin mjög heitt á konum, skólamálin einnig og launamál I fiskvlnnslu eru sérstakt áhugaefni okkar hér, Við viljum líka sjá bætta landbúnaðarstefnu og sjávarútvegsstefnu sem bygglr á hugmyndum okkar kvennalistakvenna um byggðakvóta. Það er út af fyrir sig ánægjulegt að aðrir eru farnir að apa þær hugmyndir eftir okkur, enda eru allir sammála um að núverandi kvótakerfi dugi ekki. Við erum hins vegar alltaf að þróa okkar hugmyndir áfram og vitum að ekki verður breytt frá núverandi kerfi í einu vetfangi. Við viljum skipta miðunum upp í grunnsjávarmið og djúpsj ávarmið í samvinnu fiskifræðinga, sjómanna og alls þess fólks sem vinnur við veiðar og vinnslu. Þá verða allir ábyrgari fyrir heimamiðunum og það leiðir áreiðanlega til bættrar umgengni við miðin og betri nýtingar á aflanum. Hvernig atvikaðist það að þúfórst að starfa með Kvennalistanum? - Ég fylgdist með Kvennarútunni sem fór um allt land árið 1984 og varð uppnumin. Þá voru aðstæður mínar þannig að ég komst ekki á fundina sem haldnir voru í tengslum við ferðina en ég fylgdist áfram með öllu sem Kvennalistinn var að gera og það hitti mig beint í mark. Þegar Kvennalistinn bauð fram á Austurlandi í fyrstá sinn, 1987, í stormaði ég upp á kosningaskrifstofu og vildi ólm leggja lið. Og nú ertu í annað sinn í efsta sœti listans. - Já, mér fannst það í fyrstu alveg út í hött að ég, venjuleg manneskja, væri í fyrsta sæti Kvennalistans, og þannig hugsa margar konur. En eftir eindregnar óskir og þrýsting lét ég til leiðast og sé ekki eftir því. Ég hellti mér út í baráttuna og var eins og Rauðhetta sem vonaði að úlfarnir gleyptu hana ekki. Þetta hefur verið skemmtileg reynsla og ég hef kynnst mörgu góðu fólki vítt og breytt um kjördæmið og fengið dýrmæta innsýn í málefni þess. Niðurstaða mín er sú að það sé felöngu kominn tími til að við komumst að hér á Austurlandi sem annars staðar. Kvennalistinn þarf að komast til valda, við höfum alltaf viljað axla ábyrgð og ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk trúir því að við höfupi ekki viljað fara fstjðrn. En við erum engar puntudúkkur og förum ekki í stjórn nema til þess að hafa áhrif. ■■ JÖFNUN HEJSHITUNARKOSTNAÐAR Húshitunarkostnaður hér á fslandi er miklu hærri á „köldu svæðunum" (t.d. á Austfjörðum og Vestfjörðum) en á „heitu svæðunum“ þar sem varmi er í jörðu. Mig langar að segja litla sögu sem vakti áhuga minn á þessu máli. Ung hjón í Reykjavík bjuggu í 200 fermetra íbúð og borguðu tæpar 6000 kr. í hitaveitu á mánuðl, sem er ekki hátt verð, Síðan fluttu þau norður I land vegna vinnu sinnar í 130 fermetra raðhús. Þar borguðu þau tæpar 7000 kr. á mánuði f hitaveitu. Það fannst þeim frekar dýrt en þau urðu að sætta sig vlð verðlð vegna þess að þarna höfðu þau þó atvinnu. Árl síðar ákváðu þau að láta drauminn rætast og fluttu í sveit. Þau fundu jörð á Austfjörðum, þar sem þau gátu líka stundað atvinnu utan búsins, Þegar þau voru búin að búa í húsinu í u.þ.b. 2 mánuði fengu þau reikning frá RARIK. Þeim krossbrá. Þau höfðu gert sér í hugarlund að rafhitun væri dýr, en rúmlega 20 þúsund á mánuði fannst þeim einum of mikið. En þetta urðu þau að sætta sig við vegna þess að þau ákváðu sjálf að flytja á þetta svæði. Eða hvað? Á það hvar maður býr að ráða hvað maður borgar í húshitun? Eru orkulindirnar ekki sameign allra landsmanna? Hvers vegna þurfa sumir þá að borga miklu meira en aðrir í húshitun? Kvennalistinn vill að orkukostnaður sé sá sami um allt land, Surair gætu þá spurt: Hvar á að taka penlngana? Ég spyr á móti: Er það sanngjarnt að við séum að borga upp mistök Landsvirkjunar, sem offjárfesti í stórvirkjunum á borð við Blönduvirkjun, á meðan stóriðjumar fá niðurgreitt rafmagn? Nei, það er ekki sanngjarnt, Ef okkur finnst á annað borð að fólk ætti að geta búið hvar sem er á landinu, en ekki einungis á suðvesturhorninu, ætti það að vera réttlætismál að jafna húshitunarkostnaðinn um allt land. Þeba Björt Karlsdóttir

x

Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995
https://timarit.is/publication/1232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.