Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 2
Pilsaþytur Ritnefnd: Guðný Gerður Gunnarsdóttir, ábm., Valgerður Magnúsdóttir og HildaTorfadóttir. Útg.: Kvennalistinn Norðurlandi eystra, Brekkugötu 1, Akureyri, s. 96-11040. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf, Akureyri. Auglýsingar: Vilborg Traustadóttir. Útlit og hönnun: Ragna Finnsdóttir, Dröfn Friðfinnsdóttir. Kosningasj óður Kvennalistans s Avísanareikningur nr. 110 t Sparisjóði Akureyrar Ávarp Þegar Kvennalistinn kom fyrst fram á svið íslenskra stjórnmála fyrir rúmum 8 árum boð- uðum við að stjórnmálahugtðkin hægri og vinstri væru orðin úrelt. Nú væru það önnur sammannleg gildi sem höfuðmáli skiptu. Það sem öllu skipti nú, væri í fyrsta lagi það hvort við vildum sætta okkur við að veröldin yrði með degi hverjum mengaðri - og hvernig við ætluð- um að halda lífi í slíkri veröld, og í öðru lagi það hvort okkur gæti tekist að veita mannlegu gildunum, jafnrétti kynja og verndun hins veika og unga þann sess í hug okkar og viðhorfum sem nauðsynlegt er til þess að gera þennan heim friðvænlegan og byggilegan. Við Kvenna- listakonur boðuðum að maðurinn væri hlekkur í náttúrunnni en ekki herra hennar. Ef þjóðir heims ætluðu að rjúfa lifkeðjuna og raska lög- málum náttúrunnar með kjarnorku og eitur- vopnum þá væri tortíming vís. Við boðuðum það líka að viðhorf til jafnréttis kvenna og karla og mannlegra verðmæta yfirleitt yrðu að breyt- ast, ef mannkynið ætti að halda lífi á þessari jörð. Konur gefa líf og þeim er eiginlegt að vernda líf. Kvennalistakonur bentu á að hin mjúku gildi mannræktar og náttúruverndar skyldu sett öllu ofar. Hin gömlu vígorð, frelsi, jafnrétti, bræðralag, yrðu að fá nýjan hljóm og inntak. Þau yrðu að gilda jafnt fyrir konur og karla, unga og aldraða jafnt og þá sem eru á miðjum aldri og á hátindi valdaferils. Margir fögnuðu þessum boðskap þegar hann kom fram þótt ýmsum þætti hann kynlegur. Og smám saman hefur verið að koma á daginn, að við höfðum rétt fyrir okkur. Mörkin milli hægri og vinstri flokka í stjórnmálum verða sífellt ógleggri. Við sjáum það best í tilraunum flokkanna til að skipta um ímynd, breyta um nafn, merki og kjörorð, þótt hugarfarið sé enn hið sama og forgangsröðin. Kratar kalla sig nú Jafnaðarmannaflokk, Alþýðubandalagið bregður nú græna litnum kringum sólina rauðu í fánanum og hið nýja kjörorð landsfundar Sjálfstæðisflokksins, frelsi og mannúð, er með öðrum brag en áður. Allt á þetta að höfða til hinna sammannlegu mjúku gilda sem Kvenna- listakonur hafa frá því fyrsta lagt áherslu á að hefjatil vegs umfram annað. Þannig birtast áhrif Kvennalistans á málflutn- ing og yfirbragð annarra flokka nú eftir aðeins Cfc> flavviei 8 ár. Við boðuðum einnig að í samræmi við þessar kenningar myndum við á Alþingi vinna að bættum hag og réttindum kvenna og barna. Þar hefur nokkuð áunnist en enn er langt í land. Þótt okkur blöskri oft áhuga- og skilnings- leysi ráðamanna og fjárveitingavalds á sér- stökum málefnum kvenna þá er augljóst að málflutningur og barátta Kvennalistans hefur borið verulegan árangur. Á þessu ári er t.d. í fyrsta sinn sérstök fjárveiting til atvinnumála kvenna á landsbyggðinni en Kvennalistakonur hafa þrásinnis bent á atvinnuvanda þeirra og borið fram ýmsar tillögur til úrbóta. Þessi viður- kenning stjórnvalda sannar það best hvílíka nauðsyn ber til að auka enn áhrif kvenna á Alþingi og í Stjórnarráðinu. Konur fá litlu breytt meðan þær eru í svo algerum minnihluta á þeim vettvangi. En rétt er einnig að minna á það að ekki nægir að fjölga konum á þeim stöðum, og ég legg áherslu á það, að þær kon- ur sem veljast til slíkra starfa hafi það að mark- miði að bæta stöðu kvenna og barna en séu ekki hnepptar í viðjar flokka sem setja önnur markmið ofar. Vinnubrögð og hugsjónir Kvennalistans hafa þegar sett svip á íslensk stjórnmál, en áður en því marki er náð að reynsla og menning kvenna verði stefnumótandi afl í samfélaginu til jafns við reynslu og menningu karla er enn mikilla breytinga þörf. Slíkar breytingar eru best tryggðar með því að efla Kvennalistann til aukinna áhrifa á næsta kjörtímabili. Málmfríður Sigurðardóttir. Varðan opnar viðskiptavinum Landsbankans leið inn í bankaþjónustu framtíðarinnar. Hafóu samband viö Vöróu- þjónustufulltrúann á næsta afgreióslustaó bankans og fáóu nánari upplýsingar. Varðan er félagsskapur sem borgar sig aö eiga aöild að. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Varða er nafn á víðtækri fjármála- þjónustu Landsbankans sem er sérsniðin fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Með Vöróunni vill Landsbankinn efla sérstaklega tengslin vió þessa vióskiptavini sína, sem margir hverjir hafa skiptvió bankann áratugum saman, og veita þeim persónulegri bankaþjónustu sem er mun yfirgripsmeiri en áður hefur þekkst. í i fi Varðan er samsett úr mörgum þjónustu- þáttum. Þar á meóal er aó sjálfsögðu ávöxtun sparifjár, verðbréfaþjónusta, lánafyrirgreiðsla og greiðslukorta- viðskipti. En í Vörðunni er einnig veitt ráðgjöf og þjónusta á sviói trygginga- og skattamála, adstoóað vid gerd fjár- hagsáætlana og leiöbeint um útfyllingu ýmissa gagna og umsókna, s.s. til Trygg- • - ingastofnunar. Ennfremur er Vörðu- félögum veitt aðstoð vegna húsnæðis- skipta. % J x í i’í é 2

x

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra
https://timarit.is/publication/1248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.