Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 8
 Íyf.í Hl'l f Launa og kjaramál Kvennalistinn vill að launakjör kvennastétta verði stórbætt, t.d. með því að óheimilt verði að greiða laun undir ákveðnum framfærslumörkum. að fram fari gagngert endurmat á störfum kvenna þar sem uppeldis-, þjónustu- og umönnunarþættir hefðbundinna kvennastarfa verði metnir til jafns við aðra þætti sem vega þungt f starfsmati. að konum sem haft hafa heimilisstörf að aðalatvinnu verði tryggður aðgangur að lífeyrissjóði. lengja fæðingarorlof í 9 mánuði. Byggðamál Kvennalistinn vill jöfnuð milli landshluta, atvinnustétta og kynja og sjá til þess að allir íbúar landsins hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. að komið verði á fót kvennadeild við Byggðastofnun. að landið verði eitt gjaldsvæði Pósts og síma. jafna raforkuverð um land allt. að ríkisstofnanir bæti þjónustu við landsbyggðina, t.d. með útibúum. Atvinnumál Kvennalistinn vill atvinnustefnu sem byggist á fjölbreytni, tekur mið af þörfum framtíðar jafnt sem nútíðar og er náttúr- unni vinsamleg. atvinnustefnu sem setur velferð fólks í öndvegi og tekur fullt tillit til fjölskyldunnar. auka áhrif kvenna við mótun og stjórnun allra greina atvinnulífsins. fjölbreyttari atvinnu fyrir konur, einkum á lands- byggðinni og auka stuðning við frumkvæði og fyrir- tæki kvenna. V v Laugardagur 20. apríl Kosningakaffi í Dynheimum, Akureyri Kosningakaffi í Víkurhomi, Húsavík Stöðvum kvennaflóttarm af landsbyggðinni Munið kosningahappdrættið ■sMf ’ : \ . . - Æ . ; Konur í kosningaham Fimmtudag 11. apríl Fundur í sjónvarpssal. Föstudag 12. apríl Kvennalistakonur með kaffi og fleira í göngugötunni. Laugardag 13. apríl Kosningaskrifstofa á Húsavík opnuð kl. 10,30 í Víkurhorni. Sunnudag 14. apríl Sameiginlegirfundirframbjóðenda á Þórshöfn og Raufarhöfn. Mánudag 15. apríl Sameiginlegur fundur frambjóðenda á Húsavík Þriðjudag 16. apríl Malla og Bogga á rölti um Reykjadal. MiSvikudag 17. apríl Opið hús að Brekkugötu 1. Fimmtudag 18. apríl Eldhúsdagur. Undirbúningur fyrir kosningakaffi. Föstudag 19. apríl Göngugötukaffi a la Kvennalistinn. Laugardag 20. apríl Kosningakaffi í Dynheimum, Akureyri Kosningakaffi í Víkurhorni, Húsavík. Kosningaskrifstofur Kvennalistans Á Húsavík í Víkurhomi Opin virka daga 20,30-22 Sími: 42215 Á Akureyri að Brekkugötu 1 Opin virka daga 13-18 Sími 11040 Sjálfboðaliðar óskast á kjördag. Hafið samband við kosningaskrifstofur Föstudagur 12. og 19. apríl Kvennalistakonur með kaffi og fl. í Göngugötunni Akureyri

x

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra
https://timarit.is/publication/1248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.