Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 4

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 4
Fiskveiðistjórn þarf fyrirhyggju Fiskveiðar og fiskvinnsla eru heistu burðarásar f sameiginlegum búskap landsmanna. Afurðir hafsins hafa um langt skeið verið helstu útflutningsvörur okkar og gjöfulasta auðlind. Blómleg útgerð og arð- vænleg fiskvinnsla eru meðal þeirra atvinnugreina sem hlúa ber að í stað þess að leggja ofurkapp á rándýr og áhættusöm stóriðjuævintýri. En fiskurinn í sjónum er ekki nægur handa öllum sem vilja stunda veiðar. Þess vegna verður að nota réttlátustu og bestu aðferðir sem finnast til að skipta honum milli þeirra sem gera út. Fiskveiðistefna Kvennalistans Kvennalistinn hefur markað skýra stefnu í fisk- veiðimálum. Meginatriði þeirrar stefnu eru þau, að árlegur heildarafli sé eins og áður ákveðinn af sjávarútvegsráðherra að fengnum tillögum Hafrann- sóknarstofnunar. Þannig verði 80% skipt milli byggðarlaga með hliðsjón af lönduðum afla næstlið- inna ára, og þau ráðstafi honum eftir eigin reglum. Afgangurinn, 20% heildaraflans, renni hins vegar í sameiginlegan veiðileyfasjóð, sem skal vera til sölu, leigu eða sérstakrar ráðstöfunar til byggðarlaga. Tekjum hans skal varið til rannsókna og fræðslu í sjávarútvegi og jafnvel til verðlauna fyrir góða frammistöðu við meðferð og nýtingu afla eða fyrir lofsverðan aðbúnað starfsfólks. Með þessari stefnu vill Kvennalistinn draga úr miðstýringu og ofstjórn. Markmiðið er að rjúfa það óeðlilega samband sem nú er milli skips og veiði- heimilda, gera byggðarsjónarmiðum hærra undir höfði, stuðla að eflingu rannsókna og fræðslu í sjávarútvegi, hvetja til aukinnar nýtingar og bættrar meðferðar aflans og betri aðbúnaðar starfsfólks. Fiskveiðistefna ríkisstjórnarinnar Núverandi fiskveiðistefna og framkvæmd hennar er óviðunandi. Það á hvorki að líðast að hægt sé að versla með auðlind þjóðarinnar allrar né að út- gerðarfyrirtæki geti auðgast um milljónir á því að selja óveiddan fisk. í heildina skaðar þetta þjóðarbú- ið meira en menn almennt gera sér Ijóst. Það tíðkast að aflaheimildir séu gjaldfærðar þegar um einnota kvóta er að ræða, og þá fær útgerðin skattafrádrátt vegna kaupanna. Þannig greiða skattgreiðendur að hluta til kvótakaup útgerðarfyrirtækjanna. Þegar var- anlegar aflaheimildir eru keyptar eru þær eignfærð- ar. Hvernig er hægt að eignfæra hjá einstökum fyrir- tækjum sameign allrar þjóðarinnar? Fer Grímsey í eyði? Alvarlegt er hvernig einstök byggarlög hafa farið út úr skertum aflaheimildum. Grímsey er gott dæmi um byggðarlag sem líklegt er að fari í eyði vegna skerðinga á veiðiheimildum sem nýlega tóku gildi. Skynsemi þarf að ráða fiskveiðistjórnun, og það er fráleitt að skammta mönnum kvóta sem ekki er hægt að lifa af. Það er eins og stefnt sé að þvf að útrýma smábátum, þrátt fyrir það að allt að 90% nýting fáist úr afla þeirra og flestir séu sammála um að enginn fiskur stendur bátafiski á sporði í gæðum. Kröfur kaupenda hafa breyst mikið á undanförnum árum, og það er nauðsynlegt að fiskurinn sé sem allra ferskastur þegar hann er unninn. Hugmyndir Kvennalistans byggja meðal annars á því að til að fiskur sé góður þá þurfi hann að vera nýr. Þess vegna er eðlilegt að bátar og skip leggi upp á heima- slóð sem styst frá miðunum, og því eru varla aðrir staðir betur til þess fallnir að vera útgerðarstaðir en eyja á miðjum fiskimiðum. Grímseyingar mótmæltu kröftulega þegar smá- bátakvótanum var úthlutað og ekki að ástæðulausu, því að með honum eru settar verulegar hömlur á möguleika þeirra til að að lifa á fiskveiðum, en á þvi byggir afkoma þeirra. Mótmæli Grímseyinga voru ekki tekin til greina og engin leiðrétting hefur fengist. Ein þeirra sem lét til sín heyra var Hólmfríður Har- aldsdóttir, sem skipar 11. sæti Kvennalistans á Norðurlandi eystra. Hún og maður hennar keyptu bát í september 1989 og hafa gert út síðan. Á þeim tíma byggðust smábátaveiðarnar á svokölluðu banndagakerfi, og meðan það fyrirkomulag ríkti veiddu þau rúmlega 300 tonn á ári. Nú hefur þeim verið úthlutaður 80 tonna árskvóti, en þann afla gætu þau veitt á 2 mánuðum. Því lék okkur forvitni á að heyra álit Hólmfríðar á því hvað biði Grfmsey- inga. „Nú eru 35 heimili í Grímsey, sem öll byggja af- komu sína algerlega á fiskveiðum og fiskvinnslu. Með núverandi aflaheimildum verður afkoma okkar afar knöpp, því með minni veiðum og þar með minni tekjum, verður erfitt að endurnýja báta og viðhalda fasteignum eyjarskeggja. Nú þegar hefur fólk áhyggjur og enginn þorir að fara út í húsbyggingar eða aðrar framkvæmdir. Við Grímseyingar höfum hingað til afiað þjóðarbúinu tekna sem eru yfir lands- meðaltali, og við viljum vinna í fiskvinnu þótt hún sé erfið, enda er aðra atvinnu ekki að hafa hér. Lífið byggir á sjávarútvegi, ef undanskilin er örlítil ferða- þjónusta í 2-3 mánuði á ári, og enginn sjálfstæður atvinnurekstur er í eynni sem ekki tengist sjávar- útvegnum beint eða þjónustu við fólkið sem vinnur við hann. Ég sé fyrir mér að eyjan fari í eyði á 20-40 árum, ef ekkert verður að gert.“ Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundatatkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 20. apríl 1991 hófst 20. þ.m. Kosið er á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, 3. hæð, alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 9,30 til ki. 12,00 og kl. 13,00 til kl. 15,30 og svo kl. 17,00 til 19,00 og kl. 20,00 til kl. 22,00, laugardaga og sunnudaga kl. 13,00 til kl. 16,00. Á skrifstofu embættisins í Ráðhúsinu Dalvík er kosið kl. 16,00-18,00 alla virka daga svo og kl. 11,00-12,00 á laugardögum svo og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Gíslínu Gísladóttur, fulltrúa á Dalvík. Kosið er hjá hreppstjórum eftir samkomulagi við þá. Kjósendur er sérstaklega hvattir til að nota tímann utan hins venjulega skrif- stofutíma, því þá má vænta skjótari þjónustu. Akureyri, 27. mars 1991. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Byggöastofnun Hlutverk Byggðastofnunar er lögum samkvæmt að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri þróun byggðar í landinu. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. í gagnabrunni Byggðastofnunar eru jafnan til reiðu nýjar upplýsingar um einstök sveitarfélög. í gagna- brunninum eru upplýsingar um íbúafjölda, ársverk, aldursskiptingu, búferlaflutninga, atvinnuleysi og fleira. Stofnunin hefur nýlega gefið út eftirtalin rit og eru þau til sölu hjá stofnuninni: Frá styrkjakerfi til heilbrigðs rekstrarumhverfis. Fjármál s veitarfélaga. Nýting villigróðurs, leiðbeiningar um söfnun, verkun og sölu. Átaksverkefni á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Mýrdalshreppur, atvinnulíf og byggðaþróun. Suðurfirðir Austfjarða, byggð og atvinnulíf. Evrópska efnahagssvæðið og byggðaþróun. Byggðastofnun Rauðarárstíg 25,105 Reykjavik. Pósthólf 5410,125 Reykjavík. Sími (91 )-605400. Grænt númer 99-6600. Myndriti (919-605499. Byggðastofnun Geislagötu 6,600 Akureyrl. Sími (96)-21210. Myndriti (96)-27569. Byggðastofnun Hafnarstræti 1,400 ísafirði. Sími (94)-4633. Myndriti (94)-4622. Glerárgata 20, sími 26690 Opið alla daga kl. 11.30-23.00 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-01.00 4

x

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra
https://timarit.is/publication/1248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.