Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Blaðsíða 5
Lrfið á Langanesi Bjarney Súsanna Hermundardóttir er bóndi í Tunguseli, Sauðaneshreppi á Langanesi. Þar hefur hún búið síðan 1967 og börnin tvö eru uppkomin. Eiginmaður hennar er alinn upp í Tunguseli og reka þau búið ásamt bróður hans, en öll stunda þau einnig að einhverju leyti aðra vinnu. Bústofn þeirra er 650 fjár og 10 hestar. Jörðin er í 12 km fjarlægð frá Þórshöfn, en þó er aðeins fært þangað á fólksbíl 2-3 mánuði á ári, því vegurinn er eins og stórgrýtis- urð. Bjarney Súsanna gekk til liðs við Kvennalistann fyrir síðustu Alþingiskosningar. Þá var hún í 13. sæti listans í Norðurlandskjördæmi eystra, en nú skipar hún 4. sætið. Við höfðum samband við Bjarneyju Súsönnu, sem var hress að vanda, og inntum hana frétta. „Eftir eina helgi í Reykjavík og svo allar voða- fregnirnar sem þaðan berast undanfarið finn ég bet- ur hversu gott við eigum sem búum hér norður í landi. Meira að segja veturinn hefur verið okkur til yndisauka það sem af er, með blíðviðri og litlum snjó.“ Atvinnulífið ,,En samt er ekki allt sem sýnist", segir Bjarney Súsanna. „Hér er atvinnulífið mjög fábrotið. Land- búnaður sem er í óþökk stjórnvalda, sjómenn sem helst ekki mega veiða fisk og vegna takmarkana á fiskveiðum hefur fólkið sem vinnur í fiski í landi ekki trausta vinnu, heldur þarf það að lifa af atvinnu- leysisbótum þegar dauðir tímar koma. Fólk sem stendur í húsnæðiskaupum hikar við að setjast hér að þegar vinna er ekki traustari en þetta því atvinnu- leysisbætur eru aldrei hærri en sem svarar 8 klukku- stunda dagvinnu sem er engan veginn nóg til fram- færslu. Þess vegna þarf fleiri og tryggari störf. Það er mikill kostnaður samfara því að stofna ný fyrirtæki en það væri hægt að byggja upp fleiri atvinnugreinar ef byggðalögin héldu eftir meiru af því fjármagni sem þau skapa. Ég held að bæði vilji og geta sé fyrir hendi en peningana vantar. Kvenna- listinn hefur á stefnuskrá sinni að fjármagnið nýtist betur í héraði og ég vona að við komumst í ríkis- stjórn eftir kosningar til að fylgja þessu brýna máli eftir.“ Næst barst talið að því hvernig bændum fyrir aust- an gangi að lifa af búskapnum. „Það gengur frekar erfiðlega hjá sauðfjárbændum. Vísitölubú bera bara eitt ársverk en það þarf tvo til þrjá til að vinna verkin. Búskapurinn er bindandi og ekki er hægt að vera í föstu starfi með. Sumir karlmenn hafa stundað grá- sleppuveiðar á vorin og fengið aðra til að gefa fyrir sig. Svo er annatími á sumrin, á veturna vill ófærð hamla því að fólk geti sótt aðra vinnu, og svo eru vegir ekki góðir og vegalengdir töluverðar. Fjölbreytnin verður að vera meiri, til þess að konur eigi eitthvert val, hvort sem þær þurfa aðalatvinnu eða aukavinnu. Einhæf fiskvinnan er einnig erfið fyrir fullorðnar konur sem ekki þola lengur kulda og trekk, þær þurfa að geta létt við sig vinnu. Mér list til dæmis vel á hugmynd Kvennalistans um sérstaka Kvenna- deild við Byggðastofnun, sem myndi styðja konur til að fá hugmyndir að nýsköpun í atvinnumálum sín- um og aðstoða þær við að hrinda þeim i framkvæmd." Bjarney Súsanna sagðist aðspurð hafa komið sér upp aukastörfum sem henni líka vel og hún hefur menntað sig til að sinna. Hún hefur nú í 4 vetur stundað ullarmat í vetrarrúningi i félagi við annan bónda. Einnig heldur hún byrjendanámskeið í hesta- mennsku í samvinnu við hestamannafélagið Snæ- faxa fyrir 8 ára og eldri, sem hún leiðbeinir i gerði og fer með í útreiðartúra. Konur og börn mæta vel og stundum fær hún sömu þátttakendur aftur og aftur. „Það er líklega til marks um að mér hefur lítið tekist að kenna þeim“, segir hún og skellihlær, en viðmælandanum þykja aðrar skýringar mun senni- legri, enda tókst henni ekki að hætta námskeiða- haldinu sl. sumar eins og henni hafði þó dottið í hug. Skólamálin og unga fólkið „Við höfum hér ágætis grunnskóla, fyrirtaks skólastjóra og góða kennara og leiðbeinendur. En börnin þurfa að fara í burtu til að halda áfram námi, hópurinn tvístrast og þau koma ekki aftur. Hér er ekki að neinu að hverfa fyrir þau. Það er stórt vanda- mál að atvinnulífið er allt of einhæft fyrir ungt fólk, ekkert nema stopul fiskvinnan." Heilbrigðisþjónustan Það þyngist tónninn í Bjarneyju Súsönnu þegar talið berst að heilbrigðismálum. „Við höfum áreiðan- lega haft 150 lækna á Þórshöfn á þessu kjörtíma- bili“, segir hún. „Ef ég fer til læknis á fimmtudegi og er sagt að koma aftur á mánudag, þá er venju- lega kominn nýr læknir. Þetta er óþolandi ástand. Það hefur þó heyrst að hilli undir breytingar, það muni koma hingað kona sem hyggst vera í heilt ár.“ SKREPPA I LEIKHUS BORÐA GÓÐAN MAT DANSA OG SKEMMTA SÉR x ^ FARKORT URVALS HOTEL SKÍNANDI SKEMMTI- OG VEITINGASTAÐIR HELGARFERÐIR A HAGSTÆÐU VERÐI Krist|an Kristiansson FLUGLEIDIR ®Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. Ráðhústorgi 3 ■ 600 Akureyri Sími 96-25000 ■ Fax 96-27833 Launamálin og Kvennalistinn „Það verður að vera hægt að bjóða þeim sem vinna hefðbundin kvennastörf mannsæmandi laun, svo sem fóstrum, kennurum og konum sem vinna við heilbrigðisþjónustu.“ Að lokum beinir Bjarney Súsanna máli sínu til allra kvenna: „Mér er spurn hvort þið séuð ánægðar með launin ykkar og skattana? Eruð þið ánægðar með að fá 60.000 krónur á mánuði á meðan karlmaðurinn sem vinnur við hlið ykkar hefur 100.000 krónur? Þær ykk- ar sem eru ánægðar með þetta ástand geta ótrauðar haldið áfram að kjósa gömlu flokkana, en ef þið eruð ekki sáttar við þetta þá er tilvalið fyrir ykkur að kynna ykkur stefnuskrá Kvennalistans. Við berjumst fyrir málum sem koma konum og börnum vel og einnig þjóðfélaginu í heild. Við verðum að trúa því sjálfar að við getum haft áhrif til góðs á þjóðmálin. Að því stefnum við í Kvennalistanum og bjóðum ykkur vel- komnar." Heilsuræktin Nudd - Leikfimi - Gigtarlampar ALDÍS LÁRUSDÓTTIR MUNKAPVERÁRSTRÆTI 35 - SÍMI 23317 Kjósum konur KV 5

x

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra
https://timarit.is/publication/1248

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.