Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 3
FORSÍÐA: Hönnun blaðhauss: Anna M. Híöðversdóttir hjfr. Uppsetning: Prentsmiðjan Hólar hf. Merkin gefin út af Schwarz-lndus- triedesign, V.-Þýskalandi, sem er samstarfshópur hönnuða og arki- tekta. 1. tölublað - Mars 1978 54. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622. RITSTJÓRN: ANNA MARÍA ANDRÉSDÓTTIR, SÍMI 75940. INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, SÍMI 72705. SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, SÍMI 26033. AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Sl'MI 15316 OG 41622. SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 15316 OG 21177. BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. PRENTUN: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. EFNISYFIRLIT Fulltrúafundur HFÍ....................... 2 Úrskurður kjaranefndar .................. 4 Formannaráðstefna BSRB 8 Greinargerð um menntunarmál 10 Mannfræði - Heilbrigðisþjónusta 13 Kaffibolli - og lokaðar dyr 15 Ofurseldir kerfinu ..................... 18 Réttur sjúklings ....................... 20 Að eldast með reisn .................... 21 Hafnarbúðir - Arnarholt..................23 Raddir hjúkrunarnema ................... 26 Sjónarmið .............................. 28 KRAFTA-auglýsingar 29 Brautskráning frá NHS 30 Fréttir og tilkynningar o. fl........... 31 Efnisyfirlit 1976 og 1977 36 hjúkrun -ANÖSBGKA 3 Ritstjórnarspjall Ritstjórnin væntir þess að ný forsíða blaðsins hafi komið lesendum skemmtilega á óvart. Það er a. m. k. álit okkar í ritstjórn að vel hafi til tekist með þessa breytingu. Við erum stöðugt með timaritið í endur- skoðun og markmið okkar er, að sjálfsögðu, að gera það sem hest úr garði. Að undanförnu höfum við lagt áherslu á útlit þess og á hvern hátt við gætum komið betur lil móts við félagsmenn varðandi upp- lýsingar um félagsmál. Þetta nýja heiti á tímaritinu „Hjúkrun“ er e. t. v. ekki mjög frumlegt, en segir það sem máli skiptir, er hæfilegt að lengd til þess að fara vel á forsíðu o. s. frv. Ritstjórn lagði hugmynd þessa fyrir stjórn fé- lagsins í janúar sl. og hlaut hún samþykki. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem heiti blaðsins er breytt. I upphafi hét það „Tímarit Fjelags ís- lenskra hjúkrunarkvenna“ og bar það nafn til árs- ins 1935 eða í 10 ár. Þá var heitinu breytt í „Hjúkr- unarkvennablaðið og árið 1960 i „Tímarit Hjúkr- unarfélags Islands". Við höfum ennfremur ákveðið að taka upp ]>á nýbreytni að hressa upp á forsíðuna með myndskreytingu og munum á næstunni kynna nokkur hinna alþjóðlegu sjúkrahúsatákna, sem enn eru lítið notuð hér á landi þrátt fyrir augljóst nota- gildi. Þá er ætlunin að hver árgangur hafi sérstakan lit, eins og verið hefur fram að þessu og líkað vel. Ein af þeim nýjungum, sem við viljum taka upp að þessu sinni, er fastur dálkur með upplýsingum um nöfn stjórnarmanna félagsins, formanna svæðis- og sérgreinadeilda, form. Kjararáðs, form. Trúnað- arráðs, aðsetur skrifstofu HFt og Lífeyrissjóðsins. Efnisyfirlit verður flutt af forsíðu á þessa síðu. Þær breytingar, sem hér hefur verið lýst, eru í raun afar auðveldar fyrir ritstjórnina, enda hefur hún þær sjálf í hendi sér. Það sem aftur á móti er örðugra er sjálf efnisöflunin. Það er afar mikil vinna sem liggur á bak við hvert tölublað, t. d. fer mikill tími í það að viða að efni, þýða greinar, taka viðtöl og vinna úr því öllu. Ákjósanlegt væri auð- vitað að fá fleiri til starfa við blaðið, en í því sam- bandi verður að sjálfsögðu að taka mið af fjárhag félagsins. Við hvetjum því hjúkrunarfræðinga ein- dregið til að taka virkari þátt i mótun og eflingu tímaritsins. AFN i n i mnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.