Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Síða 18
sjúklingsins. Æskilegt er að sjúklingurinn sé á rólegri stofu, með lágu rúmi þar sem ljós er látið loga eftir myrkur. Fylgjast þarf náið með honum og sé hann órólegur þarf að hafa fasta vakt hjá honum. Allt sem gæti skaðað hann eða aðra er fjarlægt, svo sem egghvassir hlutir, lyf og sjúkrahússpritt. Mikilvægt er að vinna traust hans og hvetja til samvinnu. Nauðsynlegt er að útskýra allt það sem er að gerast, á skýru og einföldu máli. Sjúklingnum eru gefin lyf samkvæmt fyrirmælum eftir þörfum. Fylgst er vel með lífsmörkum því að það getur þurft að breyta lyfjaskömmtum ef þau breytast. Mikilvægt er að meta sjúklinginn með tillili til hugsanlegs sjálfsvígs þar sem allt að 84% allra sjálfsvígstilrauna eru tengdar neyslu áfengis (Anderson, 1990). Afengis- eða vímuefnaneytendur með slæma verki eru hræddir og óöruggir. Eí sjúklingurinn hefur einnig ofskynjanir kemur oft í ljós varnaratferli sem einkennist af pirringi og óþolinmæði. Það er ástand sem sjúklingurinn hvorki þekkir né ræður við og er því ógnandi fyrir hann og umhverfi hans. Þessi hegðun getur verið undanfari alvarlegra fráhvarfseinkenna (Jack, 1990; Anderson, 1990). 4. Hœtta á sýkingu þegar húð er rofin, t.d. við skurðaðgerð, vegna minnkaðs mótstöðuafls í tengslum við lélega nœringu og neyslu áfengis. Skammtímamarkmið er að aðstoða sjúklinginn við almennt hreinlæti og að skurðsárið sé laust við sýkingu á 3. degi. Langtímaáætlun er að hann þekki mikilvægi hreinlætis og góðrar næringar og að skurðsár sé hreint þegar hann útskrifast. Nota skal dauðhreinsaðar umbúðir við umhirðu sárs og vanda til handþvotta. Fylgjast skal með rannsóknaniðurstöðum, lífsmörkum sjúklingsins, vökvajafnvægi og næringarástandi. Sjúklingi er gefið verkjastillandi lyf ca. 30 mínútum fyrir fótaferð auk þess sem hann er hvattur til að hreyfa sig í rúminu eins mikið og hægt er. Aðstoð er fengin hjá sjúkraþjálfara og næringarfræðingi ef þörf krefur. Crown heldur því fram að 35% allra sjúkrahússýkinga eigi upptök sín í æðaleggjum (Anderson, 1990). Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með einkennum sýkingar við stungustaði þeirra. Sjúklingur með skert ónæmiskerfi getur fengið blóðeitrun án verulegrar hitahækkunar (Anderson, 1990). Sjúklinga, sem hafa notað vímuefni í æð, er mikilvægt að fræða um sýkingarhættu sem því fylgir og um sýkingavarnir. Undirstrika þarf mikilvægi mótefnamælinga og ástundun öruggs kynlífs. Tóbaksnotkun eykur hættu á alvarlegum lungnasjúkdómum, sýkingum og krabhameini. 5. Þörf fyrir frœðslu Áfengissjúklingur sem „uppgötvast“ á sjúkrahúsi hefur mikla þörf fyrir fræðslu. Skammtímamarkmið er að á 3-4 degi eftir innlögn þekki sjúklingurinn afneitun sem varnarþátt og geti fallist á að neyslan hafi slæm áhrif á heilsu hans og líðan. Langtímamarkmið er að fyrir heimferð viti sjúklingurinn hvar honum býðst áfengismeðferð. Algengt er að sjúklingar beiti sterkum vörnum. Þeir sjúklingar, sem ekki hafa reynslu af slæmu áfengis- eða lyfjafráhvarfí, afneita oft vandanum og leita sér því ekki meðferðar (Wing og Hammer-Higgins, 1993). Duphome (1992) leggur til að heilbrigðisstarfsfólk bendi sjúklingnum á hlutlægar staðreyndir sem komið hafa fram í rannsóknaniðurstöðum (Anderson, 1990). Tilgangurinn er að fá sjúklinginn til að breyta hegðun sinni og þiggja meðferð. Mikilvægt er að miðla þessum upplýsingum til sjúklingsins án þess að dómur sé lagður á atferli hans. Þekking sjúklingsins á áfengissýki skal metin hverju sinni og honum veittar þær upplýsingar sem hann skilur og hefur þörf fyrir í rólegu og þægilegu umhverfi. Fræðsla um sjúkdóminn þarf að vera þannig að sjúklingurinn taki sjálfur virkan þátt í henni til að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og sæst við staðreyndir. Gott er að styðjast við myndir, línurit og skriflegar upplýsingar. Markmið kennslunnar er að kynna sjúklingnum fyrsta sporið í bataferlinu, líf án áfengis og að hann átti sig á vanhæfni sinni við að stjórna áfengisneyslu sinni (Anderson, 1990). Umfjöllun Erfitt getur reynst að bera kennsl á sjúkling sem háður er áfengi og/eða öðrum vímuefnum. Oft ber innlögn brátt að. Sjúklingnum er hraðað í gegnum rannsóknarferlið og lítill tími gefst til að gera nákvæmt líkamsmat. Að auki hefur áfengis- og vímuefnaneysla verið feimnismál sem lítið hefur verið fjallað um á bráðasjúkrahúsum. Það er því ákveðin þversögn að hjúkrunarfræðingar, sem litla reynslu hafa á þessu sviði, eigi að finna áfengis- og vímuefnasjúklinga sem eru lagðir inn út af öðrum sjúkdómi. Þó er það eftirtekt og nákvæmt líkamsmat þessara sömu hjúkrunarfræðinga sem getur komið í veg fyrir fráhvarfseinkenni og beint sjúklingnum í viðeigandi áfengismeðferð. Mikilvægi hlutlægra rannsókna skal ekki vanmetið en jafnframt er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar fylgist með öðrum einkennum sem geta gefið vísbendingu um áfengissýki eins og sagt er frá í kailanum hér á undan. Hefði það verið gert í tilviki sjúklingsins í sjúkrasögunni hér að framan er ólíklegt að lífshættuleg fráhvörf hefðu komið til. Hjúkrun þessara sjúklinga er skammt á veg komin. Það er ein ástæða þess að hjúkrunarmeðferð og hjúkrunarúrræði eru fá. Þær fimm hjúkrunargreiningar sem getið er um varða atriði sem líklegt er að komi fyrir á bráðadeild. Að sjálfsögðu eru engir tveir sjúklingar eins og til að mæta þörfum sem flestra þarf að vinna að frekari hjúkrunargreiningum, markmiðum og hjúkrunaraðgerðum. í þessari grein hefur verið leitast við að kynna það helsta varðandi áfengis- og vímuefnaneyslu sem mikilvægt er að hafa í huga og fylgjast með þegar sjúklingar leggjast inn á bráðadeild. Ef það á við hér á landi, sem kemur fram í bandarískum rannsóknum, að 30% - 60% allra innlagna á bráðadeild tengist neyslu áfengis og/eða vímuefna tel ég tímabært að á faglegan og markvissan hátt sé tekið á þessum vanda. 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.