Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1995, Qupperneq 22
Hjúkrunarfræðingar og vímuefni Það var eins og ég væri að koma af öðru filverusviði Hún er yfirveguð, snyrtileg og hraustleg kona, með hlýjan svip. Um 13 ára skeið var hún háð neyslu áfengis og róandi efna. Þó að það sé löngu liðin tíð man hún vel hvernig það byrjaði. - Ég smakkaði fyrst áfengi á 17. júní þegar ég var 23 ára. Ég hafði kynnst tilvonandi eiginmanni mínum sem drakk mikið. Hann hélt ekki að mér víni en ásókn hans í það vakti forvitni mína og ég ákvað að prófa það þennan dag. Mér fannst það sannarlega eiga vel við mig og ánetjaðist eiginlega strax. Fram að þessu hafði allt gengið vel hjá mér. Ég var f hjúkrunamámi og lífið blasti við mér. Upp frá þessu fór allt að síga á verri veg. Á innan við tveimur ámm hætti ég að hafa stjórn á neyslunni og ég fór íljótlega að fá „black out“ . Hún segir að lífið hafi farið að snúast um dfengisneyslu um helgar þegar hún dttifrí. Hún byrjaði helgina á að þrífa hdtt og lágt heima hjd sér og fékk sér svo í glas. Hún gat farið vel með þetta framan af gekk kannski virðulega lieim af balli en mundi ekkert daginn eftir af því sem gerst liafði. í byrjun neytti hún áfengis eitt kvöld ( einu en smám saman fór liún að drekka oftar. Hún fór að mœta timbruð til vinnu, kom of seint og þurfti að leggja sig þegar hún kom heim. - Ég byrjaði aldrei að drekka fyrr en eftir vinnu, svona milli 4 og 5 á daginn, en þá fékk ég mér gjarnan sérrí eða bianco í glas en einnig oft sterkara. Mér leið alltaf best af fyrsta glasinu og í raun allra best af allra fyrsta glasinu sem ég drakk á ævinni. í fyrstu sást ekki endilega mikið á mér þó að ég væri kannski mjög dmkkin en persónulega breyttist ég. Að eðlisfari er ég mjög róleg manneskja. Það voru meiri læti í mér dmkkinni. Það fóm af mér allar hömlur og ég varð allt önnur manneskja. Hún giftisl heitmanni sínum eins og til stóð þrátt fyrir viðvaranir sem hún hafði fengið. Hann var þekktur fyrir áfengishneigð s(na og hélst illa ívinnu. Hann var ekki ofbeldishneigður en vildi sitja og þjóra, ekki alltaf (góðum félagsskap. - Ég bara skildi ekki það sem verið var að reyna að segja mér, segir hún og hristir höfuðið. Hún segir að vegna neyslunnar hafi hún einnig látið bjóða sér ýmislegt sem hún hefði ekki samþykkt annars, t.d. búskaparaðstœður. - Við vorum síflytjandi og bjuggum stundum í óvistlegu og köldu húsnæði. Sjálfvirðing mfn minnkaði og loks fór ég að drekka ein. Samt vissi ég að ég drakk of mikið. Mér fannst ég vera þunglynd vegna erfiðleika í hjónabandi og leitaði til læknis vegna þess. Hjá honum fékk ég tilvísun á Valíum. Ég fór að taka það, fannst það hjálpa mér og smám saman fór ég að bæta við skammtana úr lyfjaskápnum á vinnustað. Hún segist aldrei liafa tekið lyfn vi'munnar vegna heldur aðeins til að þrauka, til að komast ígegnum daginn. Fyrstu árin fékk hún tilvísun hjá lœkni en si'ðan hœtti hún að biðja um það og fór heldur i' lyfaskápinn ( vinnunni og safnaði lyfum. — Ég var svo háð lyfjunum að mér fannst þau vera mér lífsnauðsyn, segir hún alvarleg. Mér fannst ég ekki komast í gegnum daginn án þeirra og ég komst ekki Laugaveginn á enda nema með því að setjast inn á kaffihús og fá mér pillu með kaffi og sígarettu. Hún segir að það hafi verið reynt að tala við hana d vinnustað en að hún hafi ekki botnað íþeim tilburðum. — Einu sinni kom félagsráðgjafi til mín með AA bækling. Ég skildi ekki til hvers hann var að því. Margir vildu hjálpa mér en ég gat ekki opnað augun. Spumingum og greiningarprófum fyrir alkóhólista hagræddi ég mér í hag. Vinum mínum sinnti ég ekki, þeir þekktu mig ekki eins og ég var orðin og gáfust upp á mér. Hún eignaðist tvö börn en skildi við manninn eftir nokkurra ára hjónaband. — Mér fannst hann drekka svo mikið og ekki sinna heimilinu, segir hún og brosir kankvís. Hann hefur tvisvar farið í áfengismeðferð og er marggiftur. Nokkrum áruin eftir skilnaðinn höfðu þau töluvert samband vegna barnanna og þd segist hún fyrst hafa unnið úr skilnaðinum. Hún segist seinna hafa dttað sig á að hann var kannski ekki eins og fólk er flest tilfinningalega. — Einu sinni talaði hann um að liann þyrfti að koma sér í sambúð eins og það væri eitthvað sem maður bara færi og fengi sér formálalaust. I kjölfar þess sótti hann konu til Tælands og giftisl henni. Hún skildi svo við hann eftir fáein ár en nú býr hann með annarri tælenskri konu. Hún segist alltaf hafa reynt sitt besta við uppeldi bárnanna og hafi mikið hafl hugann við þau. — Þau bám samt með sér að eitthvað mikið var að. Enda var ég lengi vel stöðugt með barnavemdamefnd á hælunum. Ég var ekki fær um að hugsa almennilega um þau. Þau fengu að borða og sváfu vel en vom illa til fara. Eftir nokkur dr hœtti hún að geta unnið. Þá hafði hún verið aðstoðardeildarstjóri og síðan deildarstjóri um hríð. Svo átti að fara að fœra hana á milli deilda og hún fann að það var vegna þess að ekki var allt með felldu. Henni fannst hún hundelt, Henni var sagt að hún œtti að starfa á langlegudeild en þvíþverneitaði hún. Að endingu sagði hún sjálfupp vinnunni þv( að þarna voru, að hennar mati, eintómir „vondir“ yfirmenn. Á meðan á þessu stóð var hún lögð inn á geðdeild vegna þunglyndis og sjálfsvi'gshótana. 128 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 71. árg. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.