Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 12
sjúkdóni. Má þar nefna streitu, en þrátt fyrir að 86,6% þátttakenda teldu sig haldna streitu, höfðu einungis 12,1% fengið upplýsingar um streitu. Benda má á að 42,9% þálttakenda fá líkamleg einkenni (mæði, brjóstverk) við andlegt álag og 60,9% töldu sig verða kvíðnari á biðtíma. Á síðari árum hafa niðurstöður erlendra rannsóknir sýnt fram á jákvæð áhrif af beitingu hugrænna aðferða (cognitive llierapy) og slökunaræfinga við streitu og kvíða hjá sjúklingum sem fengið hafa kransæðastíflu (Nelson, Baer, Cleveland, Revel og Montero, 1994; Ornish og íl., 1990). Minni hjartsláttaróregla, minni tíðni brjóstverkja, aukin virkni og meiri ánægja með kynlíf eru meðal þeirra jákvæðu breytinga sem fram hafa komið. Takmarkanir flestra þessara rannsókna eru lítið úrtak, skorlur á samanburðarhópi og áhrif ytri breyta. Enn fremur eru neikvæð áhrif langvarandi streitu og kvíða á hjarta- og æðakerfi, sem og ónæmiskerfi manna, þekkt (Ader, Cohen og Felten, 1995; Nelson, Baer, Cleveland, Revel og Montero, 1994; Ornish o.fl., 1990). Því má draga þá ályktun að kennsla í streitustjórnun og slökun geti verið áhrifank meðferð til að draga úr líkamlegri og ainllegri vanlíðan fyrir ákveðna einstaklinga með hjartasjúkdóm. Kennsla og fræðsla varðandi kvíða og streitustjómun fyrir sjúka og heilbrigða getur verið hvom tveggja í senn, fyrirbyggjandi aðgerð og árangursrík. Rúmur helmingur þátttakenda vissi ekki eða var ekki ömggur um hvað hann mátti reyna mikið á sig og hreyfa sig. Liklegt er að slíkt óöryggi liafí enn Irekar dregið úr getu þeina til að viðhalda hreyfifærni og þoli og hafi átt þátt í verri líðan. Jafnframt getur slíkt óöryggi haft óbein áhrif á atvinnuþátttöku eftir aðgerð eins og áður hefur verið vikið að. Niðurstöður benda einnig til þess að mikilvægt sé að veita sjúklingum stuðning og fræðslu við að hætta að reykja meðan þeir bíða aðgerðar, í ljósi þess að líkur eru á að reykingar séu einn af áhættuþáttum fyrir ótímabærum dauðsföllum meðan á bið stendur (Suttorp o.fh, 1992). Af þátttakendum í þessari könnun reyktu 12,5% á meðan þeir biðu aðgerðar. I símtölunum kom fram að margir virtust eiga erfitt með að hafa sig í að spyrjast fyrir um innlögn sína eða ræða vandamál sín og leita eftir upplýsingum þrátt fyrir að ýmislegt lægi þeim á hjarta. Raunar taldi um helmingur þátttakenda að hjúkrunar- fræðingar og læknar gætu lítið gert til að gera líðan þeirra bærilegri. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðast sjúklingar gera litlar kröfur til upplýsinga og stuðnings frá hjúkrunarfræðingum og læknum og eiga erfitt með að hafa frumkvæði að slíkum samskiptum. Ætla má að hjálparleysi og framtaksleysi sjúklinga á biðtíma geti verið til komið vegna skorts á upplýsingum og stuðningi. Skortur á upplýsingum og fákunnátta gerir einstaklinginn óvirkan og hamlar því að hann greini þarfir sínar, setji fram óskir og gangi eftir þeim. Af framansögðu er ljóst að hjúkrunarfræðingar og læknar þurfa að efla leiðbeiningar, fræðslu og stuðning til sjúklinga á biðtíma sem og til maka þeirra. Einstaklingur með kransæðasjúkdóm hefur ýmsa möguleika sjálfur til að styrkja og bæta andlega og líkamlega líðan sína meðan á bið stendur, sem og eftir aðgerð, en til þess þarf hann fræðslu, ráðgjöf og hvatningu frá fagaðilum. Athyglisvert væri að skoða aðlögun og líðan einstaklinga eftir hjartaaðgerð. Má þar nefna fylgni á milli lfkamlegra og andlegra einkenna fyrir og eftir aðgerð, hvort árangur aðgerðar varðandi andleg og líkamleg einkenni er kynbundinn og hvort munur er á þörf fyrir stuðning og fræðslu hjá körlum og konum. Enn fremur væri athyglisvert að rannsaka hvort búseta (þéttbýli/ dreifbýli) hefur áhrif á þá fræðslu og stuðning sem sjúklingar fá og hvort skipulegur stuðningur og fræðsla og kennsla í streitustjórnun bætir líðan hjartaskurðsjúklinga fyrir og eftir aðgerð. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að líðan sjúklinga, sem bíða hjartaaðgerðar, hérlendis er slæm auk þess sem atvinnu- þátttaka er verulega skert. Biðin er enn fremur bæði andlega og lfkamlega erfið aðstandendum og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra. Sjúklingar og fjölskyldur þeirra megna ekki að fara fram á aðstoð og stuðning frá heilbrigðiskerfinu meðan þetta ástand varir. Líklegt er að erfitt muni reynast að stytta biðtfmann eftir hjartaskurðaðgerð. Heilbrigðisþjónustan og það sjúkrahús, sem sjúklingur er skráður hjá, hefur skyldur við sjúkling á biðlista. Strax og ljóst er að viðkomandi þarf að gangast undir hjartaaðgerð er mikilvægt að starfsfólk sjúkrahússins, þar sem viðkomandi sjúklingur er skráður á biðlista, hafi frumkvæði að formlegum stuðningi og fræðslu fyrir sjúkling og nánustu aðstandendur og að sú þjónusta sé veitt allan biðtímann. Þakkir fú Grétar Olafsson, yfirlœknir, Bjarni Torfason, yfirlœknir, Lilja Þorsteinsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, Steinunn Ingvarsdótlir, hjúkrunardeildarstjóri, fyrir aðstoó við rannsóknina. Rannsóknin var styrkt af Landssaintökuin hjartasjúklinga og Landspítalanuin. Abstract (Reviewed article) Authors: Lovísa Baldursdóttir, RN, MSc., nurse manager at Landspítalinn, The University Hospital of Iceland. Helga Jónsdóttir, RN, Ph.D., assistant professorat University of Iceland, Department of Nursing. Arnór Guðmundsson, sociologist, Ph.D., head of section at The Ministry of Education in Iceland. The experience of Icelandic people waiting for coronary arlery hypass graft (CABG) Since the heginning of coronary artery bypass graft (CABG) surgery in Iceland in 1986 a long waiting list has been a problem. A descriptive study was conducted to systematically describe the experience of Icelandic people waiting for CABG surgery with the purpose of gaining information about what kind of nursing service these people need. The survey, based on a mailed questionnaire developed by the autliors, was conducted twice after pilot testing. The target population consisted of people awaiting coronary artery bypass graft surgery at the National University Hospital in Iceland, at two predetermined days with a 10 month interval. The return rate is 81.8% (N=72). Results show that at the time of the study the mean lime on the waiting list was 5-6 months. The disease had negative effects on the work and daily life of the majority of the participants and they were dissatisfied with their health status. Prominent symptoms were fatigue, shortness of breath, chest pain, stress, anxiety and depression. Most patients (86.6%) experienced stress of whom 28.4% reported serious stress. About half of the participants were not working and a similar number considered their disease to have negative effecls on their fmarwes. Three fourtlis were worried about fmancial stalus, thereof were 22.3% very worried. The majority reported considerable negative influences of their illness on their spouse and family, particularly on their emotional condition. The conclusion drawn is tliat Icelandic people awaiting CABG surgery experience a ivide range of dijflculties that are disruptive to their lives. Preoperative nursing interventions focusing on stress, anxiety and coping skills are necessary in the care of these patients. TÍMARIT HJÚKRUNARKRÆÐINGA 1. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.