Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1996, Blaðsíða 20
heimsóknina til Noregs. Hún neitaði að fara upp í Bláfjöll en samþykkti að vinna áfram að öryggismálum á skíðum staðsett í bænum. „Nú átti ég að halda fyrirlestra fyrir grunnskólabörn áður en þau færu í skíðaferðalög og fræða þau um öryggismál á skíðum. I fyrirlestrunum ætlaði ég tala um mikilvægi góðs skíðabúnaðar og skófatnaðar, skíðareglur og það helsta sem hefði áhrif á tíðni slysa í skíðbrekkum. Ég undirbjó fyrirlestrana, tókst að halda einn ... og svo fóru kennarar í verkfall. Þar með var sá draumur búinn,“ segir hún kankvís og hristir höfuðið. Fyrst ekki varð af fræðslunni í skólum var Ragnheiður beðin um að halda skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk sundlauga og gerði það. Stöðugt var verið að reyna að að semja við hana um að halda áfram í Bláfjöllum. Hún ákvað loks að bíta á jaxlinn og ljúka vetrinum. Henni er hins vegar enn ekki kunnugt um hvernig þessum málum verður háttað í vetur. Ragnheiður er samt ekki af baki dottin og hefur ekki hugsað sér að gefast upp. „Ég er aldeilis ekki búin að segja skilið við skíðin og hef verið að reyna fyrir mér sjálfstætt. Ég gerði handrit að sjónvarpsmynd um öryggismál á skíðasvæðum í samvinnu við kvikmyndafélagið Nýja bfó. Hún verður sýnd í sjónvarpi og dreift í grunnskóla. Tökur eru búnar en eftir er að klippa og talsetja. í bili erum við uppiskroppa með peninga en vonandi rætist úr því von bráðar. Ég sendi í haust öllum skíðafélögum bréf og bauðst til að halda námskeið fyrir skfðaþjálfara þeirra. Mér finnst mikilvægt að allir skíða- þjálfarar kunni skyndihjálp. Breiðablik er enn sem komið er eina félagið sem hefur þegið boðið og ég er búin að halda námskeið þar. I tengslum við átak Slysavamafélagsins undir kjörorðinu „Betri borg fyrir börn“ á að gera úttekt á öryggi á ýmsum stöðum, t.d. skíðasvæðum. Ég frétti af átakinu, lét vita af mér og mun taka þátt í því. Æðsti draumurinn er að stofnuð verði nefnd sem samræmi öryggismál allra skíðasvæða landsins eins og gert er t.d. í Noregi. Ég vildi gjarnan taka slíkt starf að mér. Það er náttúrlega dýrt og ekki Ijóst liver vill borga en það getur líka verið dýrt að aðhafast ekki neitt. Þ.R. Skíðaslys í Bláfjöllum 1993 - 1995 Nokkrar upplýsingar úr skýrslu Ragnheiðar Þór Guðmundsdóttur, Slys I Bláfjöllum frá I. janúar - 30. aprll 1995, sem hún vann fyrir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Árin 1993 og 1994 voru 41 - 43% þeirra sem slösuð- ust unglingar í skíðaferðalögum á vegum griuinskól- anna. Hugsanleg skýring á fækkun skíðaslysa niilli ára 1994 - 1995 í BláfjöIIuni er að 1995 voru kennarar í verkfalli. Tíðni áverka árið 1995 Heldur fleiri karlar en konur slösuðust eða 40 karlar á móti 38 konunt. Beinbrot voru frekar algeng eða um 21% áverka. Þau voru helmingi algengari meðal karla en kvenna. Alvarlegir áverkar voru algengari lijá körlum. Tíðni alvarlegra áverka var töluvert meiri veturinn 1995 en 1993. Þeir sem slösuðust vom að meirihluta til byrjendur til miðlungs góðir. Af þeim sem urðu fyrir óhappi á svigskíðum höfðu 36% ekki farið í skíðakennslu. Helstu orsakir skíðaslysanna Erfitt skíðafæri s.s. harðfenni, þungur snjór og misfellur. Skíðareglur ekki virtar: Hægt var að rekja 21% óhappa árið 1995 til þess að viðkomandi var í bruni og réði ekki við það. Margir skíðaiðkendur völdu sér of erfiðar brekkur miðað við skíðakunnáttu. Góðir skíðamenn skíða gjarnan hratt og kröftuglega og hljóta alvarlegri skaða ef þeim hlekkist á. Vanstilltur skíðaútbúnaður: Fyrir veturinn 1995 höfðu 33% þeirra sem slösuðust ekki látið athuga skfðabindingamar, 46,3% losnuðu ekki úr skíðabindingunum við fall og 21% losnuðu aðeins úr annarri bindingunni. Hjálnianotkun í lágmarki: Með almennri notkun hjálma má ætla að höfuðhögg verði færri og síður alvarleg. Helstu áverkar árið 1995 Beinbrot: 18 Upphandleggsbrot. framhand- leggsbrot, fingurbrot, handarbrot, viðbeinsbrot, rifbeinsbrot, fótleggsbrot, brotin hnéskel. Liðblaup: 6 Axlarliðhlaup og liðhlaup á þumalfingri. Liðbandaslit: 7 Hné og þumall. Innvortis áverkar: 1 Blæðing í kviðarhol. Ilöfuðáverkar: 12 Höfuðhögg/heilahristingur. Skurðsár: 7 Skurðir, bólga, sár í andliti. Tognanir: 16 Liðbandatognanir í hné, þumli, ökkla og öxl. Aðrar tognanir á vöðva, úlnlið, olnboga og baki. Annað: 12 Rifinn vöðvi, blæðing inn á olnbogalið, hálshnykkur, mar o.fl. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆDINGA 1. tbl. 72. drg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.