Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 7
GUÐRÚN AMMENDRUP Guðrún Ainmen(lrii|) lauk prófi f'ní lljúkriinarskúla íslainls 1982 ««; sériiáini í gjörga\sliilijiikriiii frá Nýja lijúkrunarskólaniiiii 1988. lliin er níi í sérski|uil()gdu B.Se. iiámi í lijiikriinarfrædi og starfar vió Sjtikraluis Keykjavíkur. Samanburður á eymahitamælingum og öðrum hitamælingum T 7ið sjúkdómsgreiningu er leitað að ýmsum einkennum, sem saman gefa r vísbendingar um ákveðna sjúkdóma. Meðal þeirra einkenna semfyrst er spurt um er líkamshiti. Hitamœling er framkvœmd til að staðfesta hita og til að fylgjast með sjúkdómi sem orsakar óeðlilegar hitabreytingar í líkamanum (Erickson og Meyer, 1994). Efhitinn er ekki innan eðlilegra marka er það vísbending um sjúklegt ástand líkamans. Til eru ýmsar aðferðir til að ákvarða líkamshita, sumar einfaldar íframkvœmd, aðrar flóknari og sumar krefjast meiriháttar inngrips í líkamann. Þá eru hita- mœUngarnar misóþœgilegar og vandrœðalegar fyrir fólk. Aðferð til að mœla hita, þar sem beitt er innrauðum geisla í eyra, er að ryðja sér til rúms inni á sjúkrastofnunum. Aðferðin er aðlaðandi fyrir sjúklinga, þœgileg, fljótleg og hreinleg. I þessu verkefni œtla ég að gera samanburð á rannsóknum sem hafa verið gerðar um mismunandi að- ferðir til hitamœlinga, með tilliti til þess hvort hitamœlingar í eyra séu jafn áreiðanlegar og mœlingar um munn og endaþarm, með hliðsjón af hitamœUngu í lungnaslagœð. Likamshiti manna Eðlilegur líkamshiti, kjarnahiti, getur verið á bihnu 36,5 °C - 37,7°C en líkamshiti er breytilegur eftir dægursveiflum (Patton, Fuchs, Hille, Scher og Stein- er, 1989; Ganong, 1995). Þættir, sem liafa áhrif, eru tímabil sólarhringsins, hvort einstaklingurinn er í hvíld eða áreynslu og svo umhverfishitinn (Emslie- Smith, Paterson, Scratcerd og Read, 1988). Areiðanleiki mæhnga er mismikill, mestur í lungnaslagæð og í véhnda en þær mæhngar mæla hita blóðsins við bjartað, þar sein kjarnahiti líkamans er (Erickson og Meyer, 1994). Mikilvægt er að hitamælingar séu áreiðanlegar m.t.t. meðferðar og hagsmuna sjúklingsins. Æskileg- ast er að mæhngin endurspegli kjarnahita nákvæm- lega, sé óþæginda- og vandræðalaus fyrir einstakling- inn, íljótleg og auðveld í framkvæmd (Chamberlain o. fl., 1994). Líkamshiti fólks, fylgir jafnvæginu á milh þess hita sem er framleiddur í líkamanum og þess hita sem tapast til uinhverfisins. Hitastigið getur sveiflast um 0,7°C - 1,5°C yfir sólarhringinn eftir álagi (Patton o.fl., 1989). Hiti er framleiddur í líkamanum við vinnu vöðva, við niðurbrot á fæðuefnum og við innri vinnu frumna. Hiti er losaður úr líkamanum með útgeislun, leiðni, svita og við öndun. Hjá einstakhngi í hvíld fer aðalhitaframleiðslan fram í hfur, hjarta, nýrum og í heila (Emshe-Smith o.fl., 1988). Hraði efnaskipta líkamans er breytilegur eftir líkamshita. Efnahvatar (ensým) verka best á mjög þröngu bih hitastigs um 37°C. Því veltur eðhleg líkamstarfsemi á að stýring hitastigs sé sem næst kjörhita efnahvatanna (Ganong, 1995). I undirstúku heilans er yfirstjórnun á hitastigi hk- amans. Þaðan berast boð um að halda hitastiginu stöðugu þrátt fyrir að umhverfishiti sé breytilegur. Líkaminn ræður við að leiðrétta hitastig sitt sjálfur, án utanaðkomandi aðgerða á bilinu frá 36°C - 41°C. Við 42°C eru varanlegar skemmdir farnar að segja til sín, þar á ineðal heilaskemmdir. Við mjög lágan hita, undir 30°C, eru öndun og hjartsláttur hæg og blóð- þrýstingur mjög lágur, en hægt er að hita einstakling- inn upp í eðlilegan líkamshita án þess að vefja- skemmdir þurfi að verða. (Ganong, 1995; Patton o.fl., 1989). Hiti er líklega bæði elsta og þekktasta einkenni um sjúkdóma í heiminum. Þegar líkamshiti hækkar stillir hitastýringin í undirstúku líkamshit- ann á nýtt hitastig, hærra en eðlilegur líkamshiti er, J).e. hærra en 37°C. Síðan berast boð til hitanema í TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 7B.ÁRG. 1997 143

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.