Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 56
og sú varö einnig raunin um áhrifavald hennar. Hún fékk á sig einhvers konar kraftaverkablæ og því virtusf engin tak- mörk sett hvað hún var beðin um að skipuleggja, gera áætlanir um eða byggja upp. Sennilega hefur það ekki gerst fyrr í samanlagðri ver- aldarsögunni að hermálaráðuneyti og allur herinn með for- ingjana í broddi fylkingar leiti til veikburða, nær rúmliggj- andi konu eftir ráðleggingum, en það var einmitt það sem skeði. Hún var spurð um allt, smátt og stórt. Öðru hverju gat þetta orðið hálfbroslegt, til dæmis einu sinni þegar reisa átti ný hesthús handa fararskjótum riddaraliðsins. Engin áræddi að gera það án þess að ráðfæra sig fyrst við Florence! Ég svaraði samkvæmt bestu vitund að ég hefði aidrei vitað hest sem ekki vildi sjá út. Sem sagt hesthúsin ættu að vera með gluggum! Ekki var þetta auðvelt við að eiga og hinn konunglegi hirðarkitekt skrifaði aftur mjög kurteislega: „Okkur hefur tek- ist að koma nokkrum gluggum fyrir svo ungfrú Nightingale geti verið ánægð. Reyndar verða hestarnir að standa á afturfót- unum til að sjá út en þá gera þeir það bara sér til ánægju.” Ég gat ekki varist hlátri þegar ég fékk þetta svar. Mér var Ijóst að ég hafði gengið lengra en góðu hófi gegndi! Þegar þrælastríðið (1861-1865) braust út í Bandaríkj- um Norður-Ameríku sneru báðir stríðsaðilar sér til Florence til að fá ráðleggingar hennar varðandi heilbrigðismál herj- anna. Þegar England skömmu síðar rambaði á barmi styrj- aldar við Norðurríkin var Florence kölluð til skrafs og ráða- gerða. Hún var þrábeðin af kóngum og keisurum um að- stoð og ráðgjöf í fransk-þýska ófriðnum um 1870. Daglega óskaði háttstandandi fólk eftir áheyrn. Hollands- drottning, prinsessan af Rrússlandi, ráðherrar, sendiherrar, hershöfðingjar, hinn ungi Aga Kahn og Garibaldi, frelsis- hetja ítala. Hann var einn af sárafáum sem hún veitti móttöku. Mér var ógleymanleg barátta ítala fyrir frelsi sfnu sem ég hafði komist í návígi við þegar ég var ung. Alls konar félagasamtök og stofnanir báðu um stuðning hennar. Meðal þeirra var „Hreyfing kvenna fyrir kosninga- rétti”. Þær vonuðust auðvitað eftir stuðningi frá Florence. Enginn gæti verið sannfærðari en ég um að konum bæri kosningaréttur. En samt sem áður eru tvenn rök fyrir því að ég vísaði málinu á bug. Annað var að ég vildi alls ekki vera félagi í samtökum þar sem ég gæti ekki látið til mfn taka eða verið virk í starfi, en til þess hafði ég ekki tíma vegna annarra verkefna. Að hinu leytinu taldi ég að konurnar yrðu fyrst að koma auga á og skilja samfélags- lega ábyrgð sína, læra til starfa og horfa víðar en innan eigin veggja. Það minnsta sem þær gætu lagt á sig væri að vita nöfn þeirra sem skipuðu ríkisstjórnina hverju sinni! Kvennasamtökum þar sem eingöngu var masað hafði ég engan áhuga á. Kosningaréttur var ekki það sem mestu skipti þegar mál stóðu svo. Við urðum að leggja áherslu á löggjöf sem tryggði kon- um fjárhagslegt sjálfstæði og sjálfsforræði. Án laga sem 56 tryggðu séreign í hjúskap gæti hvorki þrifist réttlæti eða ást. Fátæku konurnar hefðu nóg með að berjast gegn neyðinni. Þeim yrði ýtt til hliðar eins og ævinlega er hlut- skipti þeirra sem eru minnimáttar, hvort sem þeira hafa kosningarétt eða ekki. Þrátt fyrir þetta fór þó svo að hún gekk í kosningarétt- arsamtökin og studdi þau fjárhagslega í fjölda ára. Á þessu tímabili var hún í miklum tengslum við heimspeking og stjórnmálamann sem af alhug studdi konurnar í baráttu þeirra, John Stuart Mill. Honum var Ijós hógværð Florence og hversu frábitin hún var að halda á loft verkum sínum. „Þetta er dæmigert fyrir konur”, segir hann. „Þær eiga að stíga fram og láta vita hverju þær hafa komið í kring með snilli sinni og næmleik.” Ég spurði hann hvort ég ætti þá að skrifa grein í „Times" íhvert sinn sem lög væru samþykkt íbreska þing- inu og ég hefði átt hugmyndina að eða tilskipun, er ég hefði lagt til um málefni Indlands, gengi í gildi. Já, svaraði John Stuart Mill, það var nákvæmlega þetta sem hann átti við. Alþjóðlegi Rauði krossinn er lýsandi dæmi um málefni þar sem hún kom við sögu. Svissneski læknirinn Henri Dunant er talinn höfundur þeirra samtaka. Sjálfur hefur hann sagt: „Ég er kunnur sem stofnandi Rauða krossins og upphafsmaður að Genfarsáttmálanum. En heiðurinn af þessu á ensk kona, Florence Nightingale. Frá henni kom innblásturinn.” Með sanni má segja að Florence hafi víða markað spor og hugsjónir hennar og hugmyndir farið langt fram úr samtíðinni, miklu meira en hún sjálf gat hrint í framkvæmd. Ég hefði svo gjarnan viljað gera eitthvað til þess að venjulegir verkamenn gætu fengið þó ekki væri nema smá- skika af landi og eigið húsnæði. Mér fannst að peninga- stofnanir í landinu ættu að veita lán til þess. En þetta var svo byltingarkennt og byggt á hugsun fólki framandi. Ég varð að hverfa frá því að koma þessu í kring, baráttan hefði tekið það sem eftir var ævinnar og ég hafði ekkert þrek til þess. Hér snertir Florence við grunnhugmynd að kerfi láns- og leiguviðskipta sem síðar varð ríkjandi í húsnæðismálum almennings víða á Vesturlöndum; þykir ekki lengur tiltökumál og er liður í almennri velferð fólks. * Florence Nightingale var í reynd opinber persóna með mikið áhrifavaid. Stjórnsöm og vandfýsin, erfitt að gera henni til hæfis, oft einmana og bitur, stundum yfirspennt og haldin sjálfsmeðaumkun. En ævinlega brennandi í andanum við að betrumbæta og endurskipuleggja. Hún var róttæk í þess orðs fyllstu merkingu: Hún rakti hvert mál til róta og lét sér aldrei nægja að reyta illgresi eða fegra umgerð hlutanna - af nákvæmni leitaði hún orsakanna og upprætti það sem meinsemd olli. Tímarit Hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.