Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Lilja Þormar Sjálfstæð meðferðarform: Lilja Þormar hefur meistarapróf í hjúkrun og starfaði um árabil við hjúkrun og kennslu í Bandaríkjunum og hér heima. Nú rekur hún pólunar og nuddstofu. Hér greinir hún frá því hvers vegna hún breytti um starfsvettvang. Aö undanförnu hefur verið talsverð umræða í þjóðfélaginu um sjálfstæð meðferðarform eða svokallaðar „óhefðbundnar lækningar", enda hafa margskonar meðferðartilboð með ýmsum framandi nöfnum stungið upp kollinum. Það er því skiljanlegt að margir, ekki síst þeir sem vinna að heil- brigðismálum, vilji kynna sér hvað hér er á ferðinni. Fræðslunefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur stóð fyrir málþingi í febrúar sl. í þeim tilgangi að opna umræðu meðal hjúkrun- arfræðinga um sjálfstæð meðferðarform. Málþingið var vel sótt og umræður fjörugar sem sýnir best hve margir hafa áhuga á málefninu. Með opinni umræðu og fræðslu á þessu sviði er smátt og smátt hægt að mynda sér skoðanir byggðar á þekkingu og íhuga hvernig hægt sé að nýta sjálfstæð meðferðarform til að auka og bæta hjúkrun og sjálfsumönnun. Þó mikillar víðsýni gæti innan hjúkrunar- stéttarinnar, sem oft og tíðum hefur verið í fararbroddi með nýjungar á heilbrigðissviðinu, þá vitum við að almennt gætir talsverðra fordóma þegar þessi málefni eru rædd. Orðið skottulækningar er þá gjarnan notað sern eins konar samnefnari um „óhefðbundin" eða sjálfstæð meðferðar- form. Að sjálfsögðu ber að ræða „nýjungar" með gagnrýnu hugarfari en eins og Dalai Lama komst að orði í fyrstu heimsókn sinni til Vesturlanda: „Gagnrýnið hugarfar er jákvætt þegar það leiðir til frekari þekkingarieitar en lokar ekki á það sem er framandi". Rétt er að benda á skort á góðum orðum. Talað er um „hefðbundna meðferð" þegar átt er við ríkjandi meðferðar- form, sem eru viðurkennd af stjórnkerfi landsins, en „óhefð- bundin meðferð" vísar til þeirra meðferðarforma sem ekki eru viðurkennd. Eins og við vitum er það sem er hefð á einum stað í heiminum óhefðbundið annars staðar. Óhefð- bundar aðferðir eiga sér samt allt að 6 þúsund ára sögu eða hefð, s.s. Ayurveda og kínverskar lækningar, ilmkjarna- olíumeðferð og fl. í hinum enskumælandi heimi eru orðin „alternative“ eða „complementary" notuð yfir óhefðbundin meðferðarform sem á íslensku mætti nefna kjör- eða val- meðferð. Ég sting því upp á að við ákveðum sem fyrst hvaða orð við viljum nota í framtíðinni þegar umræðan snýst um sjálfstæð meðferðarform, val- eða kjörmeðferðir. Sjálf hef ég ekki gert upp hug minn og leyfi mér hér að nota þessi orð jöfnum höndum. Fyrstu formlegu kynni mín af valmeðferð voru á sjö- unda áratugnum þegar ég var að Ijúka hjúkrunarnámi við Rutgers rlkisháskóla New Jersey fylkis í Bandaríkjunum. Á hjúkrunarbraut skólans ríkti mikil víðsýni og framsýni sem kom m.a. fram í því að talsverðum tíma var varið til að kynna ýmsa möguleika í valmeðferð og hugmyndafræðileg líkön sem þeir byggja á. Lögð var áhersla á þá hugmynd að „þeim mun meira sem við vitum þeim mun betur vitum við hversu lítið við vitum“. Þetta reyndist gott veganesti og áhugi og forvitni á því ókannaða efldist. Skömmu seinna kynntist ég hópi hjúkrunarfræðinga við New York háskólann og voru þeir fyrrverandi nemendur dr. Dolores Krieger og dr. Martha Rogers. Þessi ágæti hópur sem kallaði sig „Nurse Healers and Rrofessional Asso- ciates" hittist reglulega til að ræða saman og halda fyrir- lestra um valmeðferð og hvernig bæri að nálgast slíka meðferð með rannsóknir í huga. Er mér sérstaklega minnisstæður fyrirlestur um sjón- eða hugsköpun sem þá var að ryðja sér til rúms sem meðferðarform. Á svipuðum tíma var byrjað að nota snertimeðferð (Therapeutic Touch) kennda við dr. Krieger á New York spítalanum sem hefur verið þó nokkuð rannsökuð. Á þessum tímum virtist vera talsverð gróska á sviði valmeðferðar í New York og áhugi meðal fagfólks úr heil- brigðisstéttum. Mér er minnisstætt þegar stofnun sem nefndist „Center for Holistic Medicine" eða miðstöð heild- rænna lækninga var opnuð, en þar kynntist ég fyrst þeirri valmeðferð sem er mitt aðalstarf í dag þ.e.a.s. pólun. Nokkuð mörg ár liðu þar til mér bauðst tækifæri til að læra þetta meðferðarform sem ég síðan gerði samhliða nudd- námi fyrir ekki svo ýkja löngu. Það sem heillaði mig í náminu var sú sjálfsvinna sem krafist var. Námið var ekki eingöngu hugarleikfimi heldur var leitast við að finna Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.