Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1998, Blaðsíða 45
'Jv'AW.pÓlíH á krukkubotninn Umfjöllun um nýtt launakerfi í febrúarhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga vakti athygli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, hjúkrunarfræðings, og varð henni tilefni til að skrifa söguna sem hér fylgir. Anna Sigrún dvelur viö nám og störf í Svíþjóð og þurfti að breyta hugsunarhætti sínum þegar hún fór að semja um laun við tilvonandi vinnuveitendur að hætti þarlendra. í Svíþjóð er töluvert af einkareknum stofnunum sem hafa bolmagn til að bjóða betri laun en ríkisreknu stofnanirnar. Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að rekast á markaðslög- málið um framboð og eftirspurn í félagshyggjuríkinu Svíþjóð. Hún gekk á milli vinnustaða og fékk stöðugt betri launatilboð. Hún skrifar: „Það er sjálfsmyndinni ákaflega hollt að taka þátt í þessum darraðardansi en mér finnst þó ótrúlegt hve gamla launaflokkakerfið situr pikkfast í mér. Það var tölu- vert átak að segja ekki bara já takk strax við hverju boði heldur bíða og meta stöðuna upp á nýtt í hvert sinn. Það minnir mig á dæmisöguna um flærnar sem settar voru í krukku og lokið skrúfað á. Flærnar hoppuðu að venju en lentu nú alltaf á lokinu. Þessu hélt áfram í nokkurn tíma, þangað til að lokið var skrúfað af. Flærnar héldu áfram að hoppa en stukku nú aldrei hærra en sem nam hæðinni sem lokið var í áður. Mig grunar að mörgum hjúkrunar- fræðingum sé eins farið og mér (þrátt fyrir lágan starfs- aldur) að vera bundnir í hlekki gamla launakerfisins og meta krafta sína þannig ekki að verðleikum. Við hjúkrunar- fræðingar þurfum að fá okkur trampolin á krukkubotninn!" Þrenns konar tímar eru í boði: A B C A-tími fyrir byrjendur og þá sem hafa ekki hreyft sig mikið síðustu árin. í A-tímum verður stefnt að því að vinna upp þol og styrk auk þess að teygja. B-tími meðalþungur tími fyrir þá sem eru komnir af stað og/eða hafa eitthvað stundað heyfingu. í B-tímum verður stefnt að því að auka þol og styrk og teygja. C-tími fyrir fólk sem er vant að hreyfa sig og/eða hefur verið í kraftgöngu áður. í C-tímum er stefnt að því að auka og viðhalda þoli og styrk og teygja. Tímatafla: Mánudag og fimmtudag kl. 18.00 - 19.00 C Laugardag kl. 10.00 - 11.00 C Þriðjudag og fimmtudag kl. 17.00 - 18.00 A Laugardag kl. 11.00 - 12.00 A-B Þriðjudag og fimmtudag kl. 18.00 - 19.00 B Upplýsingar veita Árný Helgadóttir s: 561-8199 og Unnur Jónsdóttir s: 562-3778 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 74. árg. 1998 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.