Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 9
Marga Thome Ph.D., hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir, dósent við Háskóla Islands Mæður óværra ungbarna; Hvaða heílbrigðisþjónustu fá þær vegna j^anAÍ^iAÁimiAktniAA oa {ove.Ur^-tY'dtu?'1* * Lykilorð: Þuriglyndiseinkenni eftir barnsburð, streita foreldra, óværð ungbarna, heilbrigðisþjónusta HEILBRIGÐI vomtc Útdráttur / þessari rannsókn er leitast við að afla upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu og aðstoð sem íslenskar mæður óværra ungbarna fengu á meðan þær fundu fyrir tíðum og langvarandi þunglyndiseinkennum og mikilli streitu og álagi eftir barnsburð. Efniviður og aðferðir: Árið 1993 var líðan mæðra óværra ungbarna athuguð tveimur til þremur mánuðum eftir barnsburð í landskönnun með þversniði. í úrtak völd- ust allar íslenskar konur sem höfðu alið barn á einum ársfjórðungi 1992 og barnið var lifandi tveimur mánuðum síðar (N=1054). Þýðið var íslenskar konur sem fæddu barn árið 1992 (N=4591). Konur, sem leið illa og áttu óvær ungbörn (metið á óværðarkvarða), voru valdar samkvæmt fyrirfram settum gildum á tveimur kvörðum sem mæla vanlíðan. Annar þeirra mælir tíðni þunglyndiseinkenna eftir fæðingu (Edinborgar-þunglyndiskvarði (EPDS), og hinn mælir streitu sem fólk finnur í foreldrahlutverkinu (Streitu- próf fyrir foreldra (PSI/SF). Þegar litið var nánar á þann hóp kvenna, sem leið illa samkvæmt ofannefndum kvörð- um, kom óvænt í Ijós hópur sem leið mjög illa. Þær voru settar í undirúrtak kvenna með mikla vanlfðan og var þeim fylgt eftir með hálfstöðluðu símaviðtali. Niðurstöður: Þrjátíu og sjö konum eða 5 prósentum úrtaks leið mjög illa. Þær staðfestu í símaviðtölum að þeim hefði liðið mjög illa stuttu eftir barnsburðinn. Helmingur þeirra taldi sig hafa hlotið nokkurn eða töluverðan bata tæpum tveimur mánuðum seinna, en hinn helmingurinn taldi að sér liði enn þá illa eða enn verr. Einungis fjórða hverkona sagðist hafa fengið aðstoð frá einhverjum aðila úr heilbrigðisstéttum. Konurnar leituðu í fáum tilvikum til starfsfólks heilsugæslu- stöðva vegna vanlíðanar. Þeir sem ekki leituðu eftir þessari þjónustu nefndu fjölmargar ástæður fyrir því. Ályktað er að íslenskar heilbrigðisstéttir greini og með- höndli sjaldan mikla vanlíðan íslenskra kvenna eftir barns- burð og konurnar sýni litla viðleitni í þvf að leita til þeirra. Inngangur Vanlíðan kvenna eftir barnsburð er algeng og birtist á margvíslegan hátt (Thome, 1996; Romito, 1990). Hún er hins vegar sjaldan greind og meðhöndluð að frumkvæði heilbrigðisstétta samkvæmt niðurstöðum erlendra rann- sókna (Mclntosh, 1993; Lloyd og Redman, 1992). Van- líðan er samnefnari fyrir sértækari hugtök og meðal van- líðanarþátta hefur streita í foreldrahlutverki og þunglyndis- einkenni eftir fæðingu verið rannsökuð hérlendis og erlendis (Thome, 1998; Hall og Farel, 1988; Hall og fl., 1991). Hugtökin „streita foreldra" og „þunglyndiseinkenni" vísa til þess að vanlíðan er misjöfn eftir eðli og ástæðum. Mæling hugtakanna sýnir að vanlíðan er mismikil milli einstaklinga og hjá sama einstaklingi geta mælst tíðni- sveiflur á löngum tíma. Sýnt hefur verið fram á samband milli þunglyndis og streitu í foreldrahlutverki og óværðar ungbarna (Thome, 1998; Beck 1996; Milgrom og McCloud, 1996). Það eru einkum mjög tíð og langvarandi Dr. Marga Thome er hjúkrunarfræðingur og Ijósmóðir. Hún lauk doktorsprófi frá Queen Margaret College í Edinborg og í samstarfi við Opna háskólann í Bretlandi árið 1996. Hún er dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. 1 Rannsókn þessi er hluti af doktorsritgerð höfundar: „Distress in mothers with difficult infants in the community: an intervention study". Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla íslands. * Ritrýnd grein Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.