Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1999, Blaðsíða 74
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Ásdís B. Þórbjarnardóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Arndísi Jónsdóttur sem tekur hér upp þráðinn. Arndís Jónsdóttir Fyrir stuttu var ég á ferðinni í einni af bókabúðum bæjarins og rakst þar á bók sem vakti áhuga minn. Þetta er bókin „THE TIBETAN BOOK ON LIVING AND DYING" eftir Sogyal Rinpoche. Höfundur talar um að kennsluefni hafi vantað um andleg málefni og bókinni sé ætlað að mæta þeirri þörf, einnig megi nota hana sem handbók. Bókin, sem er skrifuð á heimspekilegan hátt, byggir á lífssýn Tíbeta og segir höfundur hana vera fyrir lesendur af öllum trúarbrögðum og einnig fyrir þá sem aðhyllast engin trúarbrögð. Sogyal Rinpoche ólst upp meðal djúpviturra og mjög andlega sinnaðra búddamunka í Tíbet. Þar var grunnurinn lagður að lífsstarfi hans sem kennara og læriföður í tíbeskum fræðum. Þangað sótti hann svo innblásturinn að skrifum bókarinnar. Of langt mál yrði að rekja innihald bókarinnar en formálann skrifar Dalai Lama sem segir höfund leiða athygli lesandans að því að skilja ,,sannan tilgang lífsins", að ná sátt við dauðann og hvernig megi hjálpa hinum deyjandi. Hann segir að þar sem dauðinn sé eðlilegur hluti lífsins sem við fyrr eða síðar verðum að horfast í augu við, séu okkur tveir kostir búnir, annaðhvort að afneita honum eða viðurkenna hann og þá staðreynd að við deyjum öll og reyna að draga úr sársauka sem fylgir honum. Og þar sem flest okkar óski eftir að öðlast friðsælan dauðdaga sé okkur nauðsynlegt að stuðla að friði í huga okkar og lífsháttum. Umönnun dauðvona fólks hefur ætíð verið ríkur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga. Þetta er umönnun sem gerir miklar kröfur til okkar sem fagmanna en einnig sem mannvera. Við umönnunina vakna margvíslegar spurn- ingar, s.s um tilgang lífsins, réttlæti, gildismat og tilveruna almennt. Svör við þessum spurningum finnum við aðeins að hluta hjá okkur sjálfum. Ekki sakar þá að komast yfir 286 lesefni sem getur veitt okkur stuðning, víkkað sjóndeildar- hringinn, vakið okkur til umhugsunar og jafnvel haft áhrif á gildismat. Bókin er mjög áhugaverð fyrir margra hluta sakir, ekki síst þar sem hún tekur á mörgum þáttum lífs og dauða. Lesturinn er í senn krefjandi og gefandi því þar er margt sem vekur lesandann til umhugsunar um margvíslega þætti lífsins. Þar sem hjúkrunarfræðingar eru í afar nánum tengslum við líf og dauða, gleði og sorgir skjólstæðinga sinna tel ég það bæði mikilvægt og gagnlegt fyrir þá að velta þessum hlutum fyrir sér. Kennsla í ,,spiritual care“ hefur ekki verið mikil í hjúkrunarnáminu og ætti því öll viðbót á góðu lesefni um efnið að vera vel þegin. Ég skora á Hrund Helgadóttur, hjúkrunarfræðing, að skrifa næsta Þankastrik. Þakkir Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu hjúkrunarfræðinga sem sendu mér góðar óskir, kveðjur og blóm er ég var kjörin á Alþingi s.l. vor og við þau tímamót er ég lét af störfum sem formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Jafnframt þakka ég hjúkrunarfræð- ingum samstarfið á síðastliðnum árum og hlakka til samstarfs við þá á nýjum vettvangi. Ásta Möller, alþingismaður. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 75. árg. 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.