Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2000, Blaðsíða 41
áætlun um aö byggja nýtt háskólasjúkrahús í landi Land- spítalans við Vífilsstaði. Ég tel það mistök að byggja barnaspítalann við Hringbraut. 2Já, ég tel að hún muni hafa áhrif á flestöll störf innan sjúkrahússins. Það kemur við okkur öll ef miklar hrókeringar eiga sér stað. Hvað mig persónulega varðar þá kem ég að stjórnun hjúkrunar tveggja sérgreina, bæklunarlækninga og þvagfæralækninga. Ef þvagfæra- deildin flyst, eins og stefnt er að, mun það hafa áhrif á mitt starf. Það yrði mikil eftirsjá að því góða starfsfólki sem tilheyrir þvagfæraeiningunni. Ég reyni að hafa ánægju af Til hamingju með doktorinn! Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, varði doktorsritgerð sína við Umeáháskóla í Svíþjóð 31. maí sl. Ritgerðin ber heitið „Rremenstrual syndrome: A myth or reality in women's lives? A community study on premenstrual experiences in lcelandic women." Andmælandi við doktorsvörnina var dr. Aila Collins, sálfræðingur við taugavísindastofnun Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Ritgerðin byggist á þremur rannsóknum og fjallar um breytingar á líðan heilbrigðra islenskra kvenna fyrir blæðingar. í fyrstu rannsókninni voru þátttakendur beðnir um að fylla út spurningalista þar sem þær lýstu líðan sinni fyrir blæðingar síðasta hálfa árið. í annarri rannsókninni skráðu þátttakendur heilsudagbók daglega allt upp í sex tíðahringi. Jafnframt var tekið ýtarlegt hálfstaðlað viðtal við konurnar. Þriðja rannsóknin var viðtalsrannsókn þar sem leitað var eftir hugmyndum kvennanna um fyrirbærið fyrirtíðaspennu. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í innlendum og erlendum vísindatímaritum. Helstu niðurstöður eru þær að þátttakendur greina frá miklum breytingum á líðan sinni fyrir blæðingar. Flestum þátttakenda leið betur að einhverju leyti og verr að einhverju leyti fyrir blæðingar í sama tíðahring. Líkamleg líðan breyttist helst fyrir blæðingar. Andleg líðan eða tilfinningar breyttust í litlum mæli. Leiðbeinendur Herdísar við rannsóknina voru dr. Astrid Norberg, prófessor í hjúkrun við háskólann í Umeá, og dr. Torbjörn Báckström, prófessor í fæðingar- og kvensjúkdómafræðum við sama skóla. því starfi sem ég inni af hendi hverju sinni og hef það hugfast að ný reynsla er dýrmæt. 3Ég lít á allar breytingar sem möguleika til aukins þroska, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þannig sé ég fyrir mér að með sameiningunni gefist tækifæri til að fá aukið fjármagn til gæða- og þróunarstarfs. 4Ég efa að fjárhagslegur ávinningur geti orðið að því að sameina sjúkrahúsin. Reynslan af sameiningu sveitar- félaga, fyrirtækja og stofnana á síðustu árum hefur sýnt að slíkt skilar ekki alltaf þeim árangri sem stefnt var að. Bakverkinn burt! rljínnuo^m^AY’oíkAn ^OOO Vinnueftirlit ríkisins stendur fyrir Vinnu- verndarviku 2000 23.-27. október nk. Átak gegn atvinnu- tengdum álagseinkennum í vöðvum og liðum undir slagorðinu „bakverkinn burt“ verður sett í gang þessa viku. Vinnueftirlitið boðaði fulltrúa BHM, ASÍ, BSRB og SA til fundar 15. maí sl. til þess að kynna átakið frekar. f framhaldi af því var útbúinn bækl- ingur um átakið og mikilvægi þess. í vinnuverndar- vikunni verður hrundið af stað upplýsingaátaki sem miðar að því að auka vitund fólks um gildi þess að gera vinnustaðinn heilsusamlegri og öruggari. Vinnuverndarvikan er sameiginlegt átak Evrópuþjóða. Áhersla verður lögð á mikilvægi forvarna gegn atvinnutengdum álagseinkennum og atvinnusjúkdómum. Sérstök áhersla verður lögð á bakverki og forvarnir gegn þeim. Starfsmenn Vinnueftirlits Ríkisins sem sinna þess- um málaflokki eru þær Berglind Helgadóttir (berglind@ver.is) og Inghildur Einarsdóttir (inghildur@ver.is). Þær veita frekari upplýsingar um fagaðila sem hægt er að leita til. Auk þess veitir Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga upplýsingar, en hún er fulltrúi BHM í átakinu. BAKVERKINN Átak gegn atvinnutengdum álagseinkennum í vöðvum og liðum Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 76. árg. 2000 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.