Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 28
það oft á tilfinninguna að ég hefði ekki nógu mikinn tíma fyrir sjúklinginn. Fyrir hvert hjúkrunarverkefni hafði ég bara ákveðnar mínútur og varð að ljúka því af til að vinnutími minn samræmdist því sem sjúkrasamlagið borgaði fyrir viðkomandi sjúklinga. Og þegar þrengir að íjárhagnum, verða hjúkrunar- fræðingar að ljúka fleiri verkefnum á jafnlöngum tíma án þess að fá fólk sér ti! aðstoðar. Hér hef ég tíma, þökk sé aðstoðar- fólkinu. Nú get ég sinnt einstökum og sértækum hjúkrunar- verkefnum þannig að gæði hjúkrunarinnar aukist. Eg er ánægð með alla þá samvinnu, hjálp og stuðning sem ég hef fengið frá starfsfélögum mínum og er þeim afskaplega þakklát. Nú veit ég miklu meira um það hvað felst í orðinu „hjúkrunarfræðingur“ og framburður minn verður betri með hverjum degi. Núna í haust hóf ég sérskipulagt B.S. nám við hjúkrunardeildina í H.í. og var þýska hjúkrunarnámið mitt metið þar inn en áður liafði ég fengið starfsleyfi sem hjúkr- unarfræðingur á Islandi. En með því að taka þátt í slíku námi við Háskóla íslands vonast ég til þess að læra meira um hjúkr- un á Islandi. Því að hjúkrun er og verður alltaf hluti af menn- ingu hverrar þjóðar. reginath@landspitali.is Sigþrúður Ingimundardóttir /'RjúfuM þAAlíAYMÚrim From Silence to Voice Fyrir hálfum öðrum áratug, er ég gegndi formennsku í Hjúkr- unarfélagi Islands, var ég stödd uppi í sjónvarpi. Eg hafði verið beðin að koma í þátt þar sem ræða átti um dauðann og aðhlynningu dauðvona fólks. Líknarhugmyndafræðin (hospis) var að sá sínum íyrstu fræjum hér á landi og hjúkrunarfræð- ingar voru mjög áhugasamir um að kynna sér þau mál. Á meðan við sem áttum að koma fram í þættinum, en auk mín voru þarna tveir aðrir hjúkrunarfræðingar og læknar sem biðum, ræddi ég við fréttastjórann. Margt bar á góma og eitt af því var hve lítið bæri á hjúkrunarfræðingum og þeirra starfi í fjölmiðlum. Fréttastjórinn var menntaður prestur en hafði frá fyrstu dögum sjónvarpsins stýrt fréttastofunni. Svar hans við því liversu lítt sjáanlegir hjúkrunarfræðingar væru í fjöl- miðlum einkenndist af hans bakgrunni. „Það er nú svo með okkur prestana og ykkur hjúkrunarfræðingana, stéttirnar sem vinna eldhússtörfin, við vinnum þau oftast í hljóði.“ Það fólst í raun mikið sannleiksgildi í þessum orðum, mannúðar- og þjónustustörf fara sjaldnast hátt og þykja lítið fréttnæm. Á þeim tíma voru fáir kvenprestar við störf, starfið var karlastarf en hjúkrunarstarfið rétt eins og í dag kvenna- starf. Það var því einkar ánægjulegt að sitja alþjóðaþing hjúkr- unarfræðinga (ICN) í Kaupmannahöfn í sumar og hlýða á fyrirlesturinn „From Silence to Voice“. Fyrirlesturinn fluttu blaðamennirnir Bernice Buresh og Suzanne Gordon, byggðu hann á bók sinni From Silence to Voice. What Nurses Know and Must Communicate to the Public. Stór fundarsalur var þéttsetinn hjúkrunarfræðingum alls staðar að úr heiminum og mikil stemmning ríkti. Það virtist vera það sama upp á teningnum hvort heldur var norðan, sunnan, austan eða vestan af hnettinum, hjúkrunarfræðingar og þeirra störf töldust ekki fréttnæm. Stéttin sjálf var einnig þögul og virtist lítið fyrir að baða sig í sviðsljósinu. Kanadíska hjúkrunarfélagið hafði bókina til sölu á þinginu. Ég var fljót að næla mér í eintak, hef lesið hana mér til gamans og vonandi einnig til gagns. Bókin er aðgengileg og vel skrifuð. Höfundarnir hafa síðustu tíu ár kynnt sér og rannsakað samskipti hjúkrunarfræðinga og fjöl- miðla og er útgáfa bókarinnar afrakstur þess. Prófessor Patricia Benner ritar inngangsorð og hælir bókinni. Hún telur höfunda með henni gefa hjúkrunarfræðingum gjöf þar sem þeir geti skref fyrir skref lært að láta rödd sína hljóma þannig að eftir verði tekið. Bókin skiptist í tvo hluta. í þeirn fyrri, Silent No More, rökstyðja þær hvernig hjúkrunarfræðingar eigi að koma sér út úr þögninni er hafi umlukt rödd þeirra og störf. Seinni hlutinn, Communicating with the Media and the Public, fjallar um það hvernig eigi að ná sem best eyrum fjölmiðla og almennings. Við lesturinn vaknaði hjá mér sú hugmynd að félagið okkar ætti að standa fyrir eða koma því á framfæri við Endurmenntunarstofnun að halda námskeið er fjallaði um þennan þátt í starfi hjúkrunarfræðinga. Ymislegt hefur verið gert í áranna rás en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Slíkt skilar sér ávallt í betri þjónustu við þá sem á henni þurfa að halda, ásamt því að imynd stéttarinnar styrkist og á hana verður hlustað. sigtrud@solvangur.is 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.