Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2002, Blaðsíða 58
Nœrmynd af fundargestum með Sigrúnu Gunnarsdóttur fremst en liún var iforustu undirbúningsnefndar fyrir stofnfundinn. Myndirnar tók Sanuiel J. Samúelsson, heilsiigœslulœknir. Stjórn félagsins skipuleggur og ber ábyrgð á framkvæmd aðal- fundar. Lýðheilsuþing skal halda að minnsta kosti annað hvert ár. Á lýðheilsuþingi skal íjalla um málefni á sviði lýðheilsu, hérlendis sem erlendis. Öllum er heimil seta á lýðheilsuþingi og skal til þess boðað með almennri auglýsingu með a.m.k. tveggja vikna fýrirvara. Stjórn ber ábyrgð á framkvæmd lýðheilsuþings og sér um skipulagningu þess eða felur hana öðrum félagsmönnum eða starfsmönnum. Auk aðalfundar skal halda félagsfund árlega og hvenær sem stjóm félagsins álítur það nauðsynlegt. Stjóm ber að boða til félagsfundar ef tíu eða fleiri félagsmenn óska þess formlega. Til félagsfundar skal boðað með almennri auglýsingu með a.m.k. sjö daga fyrirvara. Halda skal gerðarbók um það sem fjallað er um á félagsfundum og skal hún vera aðgengileg félagsmönnum. En hvað hefur félagið fengist við frá því það var stofnað? Að sögn Sigrúnar Gunnarsdóttur hefúr tímanum aðallega verið varið í að kynna félagið, safna félögum og skrá þá. „Kapp er lagt á að ná til breiðs hóps hvað varðar menntun, búsetu og starfsvettvang. Kynningin mun ná til m.a. einstaklinga, hópa, stofnana og 58 heilbrigðisyfirvalda. Áhersla er lögð á að styrkja samvinnu þeirra sem koma að lýðheilsu á ýmsum sviðum þjóðfélags- ins,“ sagði Sigrún. Hún sagði enn fremur að samstarf væri hafið við samtök evrópskra félaga um lýðheilsu og unnið væri að því að vera í samstarfi við fleiri sambærileg samtök og félög. „Þá er unnið að stefhumótun fýrir félagið innan ramma stofnskrárinnar. Jafnframt er í smíðum verkefnaskrá félagsins. Fram undan er námskeið hjá Endurmenntunarstofnun HÍ um lýðheilsu í samstarfi við félagið þar sem aðalfyrirlesari er próf. Gordon McDonald sem hefur unnið á vettvangi lýð- heilsu undanfama áratugi og er ritstjóri Health Promotion íntemational. Þá er stefnt að lýðheilsuþingi næsta haust, í samræmi við lög félagsins.“ Sigrún var spurð að því hvemig markmið félagsins sam- ræmdust heilbrigðisáætlun ráðuneytisins og sagði hún tilganginn með stofnun félags af þessu tagi að styðja við þær ffamkvæmdir og hvetja til frekari ffamkvæmda til að ná þeim markmiðum. „Verkefni félagsins er fyrst og fremst að auka umræðu um þessi málefni, hvetja til samstarfs, samræðu og þróunar til þess að unnið sé að því að styrkja og bæta lýðheilsu á íslandi," sagði Sigrún. „Eitt af því sem er ofarlega á lista hjá okkur er að benda á og auka umræðu um hversu víðtækir áhrifaþættir heilsu okkar eru. Þessir þættir ná langt út fyrir heilbrigðisþjónustuna og eru strangt til tekið ekki hvað síst utan hennar, svo sem á sviði ýmissa félagslegra málefna, umhverfismála, menntamála, fjármála, landbúnaðarmála og svo framvegis. I alþjóðlegri umræðu um lýðheilsu um þessar mundir er mikið rætt um mikilvægi þess að lagt sé svokallað heilbrigðis- mat á hvers konar aðgerðir í samfélaginu, t.d. umhverfismál og vegagerð, hvaða áhrif tilteknar framkvæmdir hafi í því sambandi á heilsu og líðan borgaranna, öryggi þeirra og mögleika til að lifa heilsusamlegu lífi. Sama má segja um menntamál og til dæmis verðlag á matvöru, t.d. hvaða áhrif breytingar á tollum á grænmeti hafa á heilsufar okkar.“ Sigrún sagði að lokum stjóm félagsins vinna að því að auka umræðu um þessi mál og auka áhuga stjórnvalda og almennings á þvi að taka tillit til heilsufarslegra þátta í hvítvetna. Til leigu - raðhús í Torrevieja á Spáni Alveg nýtt hús með sundlaug í bakgarði, tveimur svefn- herbergjum, stofu, eldhúsi og baði. Afgirtur garður og sól- þak. I aðeins 15 mínútna gönguijarlægð frá strönd og miðbæ, 5 mínútna gangur í vatnagarð og stutt í markað. Allt miðað við að vera ekki bundin af bilaleigubíl. Verð 400 evrur á viku í sumar. Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu í síma 895- 7100 eða 568-7946. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.