Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 5
Forrmannspistill Vorannír Herdís Sveinsdóttir Síðastliðinn mánuður hefur verið anna- samur hjá Félagi íslenskra hjúkrunar- fræðinga. I byrjun apríl var vorfundur stjómar Samtaka hjúkmnarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) haldinn í Finn- landi. Formaður og 1. varaformaður, Erlín Óskarsdóttir, mættu á fúndinn. Stjómarfundimir em mjög gagnlegir og gefa góða yfirsýn yfir alþjóðleg störf hjúkrunarffæðinga. Jafnframt hafa íslenskir hjúkrunarffæðingar möguleika á að hafa áhrif á þróun mála í alþjóða- samfélaginu í gegnum þessi samtök. Á fundinum var m.a. fjallað um þróun nýrra siðareglna í rannsóknum fyrir SSN, en endurskoðun þeirra hefur verið í gangi um nokkurt skeið. Okkar ráðgjafi í þeirri endurskoðun hefur verið dr. Kristín Bjömsdóttir, dósent. Jafnframt var fjallað um störf SSN innan fastanefndar ESB um hjúkrunarmál (PCN). í vor var ráðinn nýr ffamkvæmdastjóri PCN og er mjög mikilvægt að norrænir hjúkmnar- ffæðingar hafi öflug áhrif á Evrópumálin og gott samstarf við stjóm PCN. Formaður SSN, Katriina Laaksonen, er jafnffamt fúlltrúi SSN í stjóm PCN. Talsverð umræða varð og um stöðu hjúkmnar innan Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar en eins og greint var ffá í síðasta tölublaði tímaritsins hefur staða hjúkrunar þar verið í uppnámi. Síðar í april var svo ráðstefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga HJÚKRUN 2002 - Rannsóknir og nýjungar í hjúkr- un haldin á Akureyri. Greint er frá ráð- stefnunni annars staðar í blaðinu en ég vil geta þess hér, sem ég gerði að umtalsefni í ávarpi mínu á ráðstefnunni, að umfang íslenskra hjúkrunarrann- sókna er umtalsvert. í tengslum við ímyndarátak félags- ins reyndi ég að taka saman umfang þessara rannsókna. Skemmst er frá því að segja að þeirri vinnu er ekki lokið enn og óvíst að henni ljúki vegna umfangs og fjölda verkefna. Félagið hefur styrkt rúmlega áttatíu verkefni og flest þeirra eru unnin af hjúkrunarfræð- ingum sem starfa á mismunandi stofn- unum. Rannsóknirnar, sem kynntar voru á ráðstefnunni á Akureyri, báru enn fremur vitni fjölbreytileika hjúkrunar- rannsókna. I byrjun maí sátu svo 25 hjúkrunar- fræðingar aðalfund Bandalags háskóla- manna, ásamt formanni og starfsfólki skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Auk hefðbundinna aðal- fundarstarfa voru nokkrir vinnuhópar starfandi á aðalfúndinum. Fjölluðu þeir um framtíðarsýn á vinnumarkaði háskólamenntaðra manna; um vinnu- markaðinn almennt; um framtíð háskólamenntunar; tjáningarfrelsi starfsmanna; neytenda- og eínahagsmál og réttinda- og kjaramál. Hjúkr- unarfræðingar voru virkir í öllum þessum hópum og hvet ég félagsmenn til að skoða ályktanir og niðurstöður hópavinnunnar sem er að finna á www.bhm.is. í apríl birti heilbrigðisráðherra yfir- lýsingu vegna heilsugæslunnar og voru hjúkrunarfræðingar ekki ánægðir með yfirlýsinguna. I henni stendur að lokn- um smá-inngangi um gæði heilbrigðis- þjónustunnar hérlendis: „Nú standa yfir víðtækar skipulags- breytingar á sjúkrahúsþjónustunni þar sem uppbygging háskólasjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu og samræming í starfsemi annarra sjúkrahúsa landsins eru stærstu verkeínin. Sömuleiðis er jafii mikilvægt að tryggja að heilsugæsla utan sjúkrahúsa geti gegnt sínu veigamikla hlutverki í heilbrigðisþjónustunni, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Undanfarin ár hefúr grunnheilsugæsla átt undir högg að sækja í samkeppni við ýmsa aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Það er því mikilvægt að gert verði skipulegt átak til þess að styrkja stöðu heilsugæslunnar á næstu misserum. Að mínu áliti er mikilvægt að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Félag íslenskra heimilislækna hafi með sér nána samvinnu um frekari uppbyggingu og eflingu heilsugæsl- unnar á næstunni." Síðan eru í yfirlýsingunni tiltekin nokkur atriði er öll lúta að læknum og í lokin tillaga um stofnun hóps lækna og ráðuneytis sem vinni að þeim atriðum. í kjölfar þeirrar vinnu muni ráðuneytið athuga „hvaða breytingar þurfi að koma til á lögum og reglugerðum til þess að tryggja framkvæmd áætlunarinnar. Varðandi nauðsynlegar lagabreytingar verði stefnt að því að leggja fram frumvörp þess efnis á Alþingi haustið 2002. Haft verður náið samráð við Félag íslenskra heimilislækna um framkvæmd allra meginþátta áætlunarinnar." Hjúkrunarfræðingar eru ekki óánægðir með að leitað sé lausnar á deilu við heilsugæslulækna. Þeir eru hins vegar ekki sáttir við ef breyta á atriðum í grunnrekstri heilsugæslunnar án þess að hafa nokkuð um það að segja. Því hefur verið mótmælt og óskað eftir fúndi með ráðherra. Gleðilegt sumar. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.