Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 39
um saman. Ekki þýðir að gera eitthvert skyndiátak heldur þurfa allir aðilar að vera vakandi yfir þessum málaflokki. Hlúa þarf að fjölskyldum, auka þarf aðgengi að þeirri þjón- ustu sem hún þarf á að halda hveiju sinni. Þar sem syrgjand- inn á erfitt með daglegar athafnir kemur það einnig niður á starfi hans og starfsumhverfið verður oft þrúgað af vanlíðan. Veikindadögum ijölgar, aðrir eru jafnvel á hálfum dampi í vinnu svo mánuðum skiptir. Það að sinna syrgjendum vel er þannig þjóðfélagslega hagkvæmt því með því að veita þeim stuðning kemst syrgandinn fyrr í tengsl við umhverfið og daglegt líf kemst í fastar skorður. Öðrum sem eru í tengslum við syrgjandann líður einnig betur og verða þá um leið virkari þjóðfélagsþegnar. Sjálfshjálparsamtök: Geðhjálp er hagsmunafélag fyrir þá sem hafa geðræn vandamál og ættingja þeirra. Geðhjálp býður upp á mikla þjónustu, s.s. fræðslu, ráðgjöf, hópastarf, síma- þjónustu og afþreyingu. Rauði krossinn rekur athvörf (Vin, Dvöl og Laut) fyrir þá sem eiga í geðrænum eða félagslegum erfiðleikum. Þar er boðið upp á fræðslu, spjall og ýmiss konar afþreyingu. Auk þess starfrækir RK Rauðakrosshúsið sem er athvarf fyrir unglinga í vanda. Þar fer frarn mikil starfsemi í tengslum við að koma ungmennum til aðstoðar. Þar er einnig símaþjónusta allan sólarhringinn. RK er samstarfsaðili Reykjavíkurborgar og Félagsþjónustunnar um rekstur á Fjöl- skyldumiðstöðinni en þangað geta foreldrar leitað með böm í vanda og fengið ókeypis þjónustu hjá sérfræðingum, ýmist í formi viðtala eða hópavinnu. Vinalínan er einnig á þeirra veg- um. Vímulaus æska rekur Foreldrahúsið þar sem foreldrar geta fengið aðstoð við unglinga í vanda. Þar er einnig boðið upp á hópastarf og símaþjónustu. Vernd er áfangastaður fýrir þá sem eru að koma úr fangelsi. Auk þess em áfangaheimili rekin fyrir einstaklinga sem em að koma úr meðferð. Ymiss konar símaþjónusta hefur verið í gangi hjá einkaaðilum fyrir fólk í sjálfsvígshættu. 3. Geðheilbrigðisþjónusta nái árlega til 2% barna og unglinga upp að 18 ára aldri óháð búsetu. Dregið verði úr áfengis- og vímuefnaneyslu fólks undir Iögaldri um 25%. Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hefur aukist á undanfornum áram. Samspil samfélagslegra áhættuþátta nútímans og kröfur foreldra um aðstoð við upp- eldi bama sinna eiga stóran þátt í þessari auknu eftirspum. Einnig er gert of lítið úr þeirri staðreynd að atvinnuþátttaka kvenna á íslandi með böm á ungum aldri er meiri en víðast hvar í löndunum í kringum okkur. Leggja þarf áherslu á að aukning geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga þarf fyrst og frernst að eiga sér stað innan heilsugæslunnar og í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvamir og fræðslu þarf að efla til muna á þessum vettvangi. Slík viðleitni ætti að skila sér í betri geðheilsu bama og unglinga sem þurfa þá síð- ur á dýrri sjúkrahúsþjónustu að halda. Það er mjög jákvætt að setja markmið eins og koma fram í heilbrigðisáætlun stjórnvalda en eins og þegar hefur verið fjallaó um hér að framan verður erfitt að mæla árangurinn nema nákvæmari skilgreiningar og aðferðaffæði liggi að baki markmiðunum. Er t.d. verið að tala um geðheilbrigðisþjón- ustu á öllum stigum þjónustunnar? Er þá markmiðið ekki nægjanlega framsækið? Þetta á vonandi eftir að skýrast eftir því sem framkvæmdaáætlanir verða til í kjölfar markmiðs- setninganna. Við teljum sérstaklega bagalegt ef ekki næst það markmið að draga úr áfengisneyslu barna og unglinga (fólks undir lögaldri) því það er kannski raunhæfasta og til langframa ódýrasta leiðin til að bæta geðheilsu ungs fólks, draga úr neyslu ólöglegra vímuefna og minnka tíðni fíknisjúkdóma. 4. Bætt verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og með- ferðarúrræðum fjölgað. Aðgengi að bráðageðheilbrigðisþjónustu er tiltölulega gott hér á landi. Aðgengi almennings að geðheilbrigðisþjónustu í skól- um og heilsugæslustöðvum er það sem þarf að bæta eins og komið hefur fram hér að framan. Meðferðarúrræðum þarf að fjölga í geðheilbrigðisþjónustu og jafnframt þarf að nota með- ferðarúrræði betur og öðravísi en gert er. Þetta er flókin um- ræða sem krefst enn og aftur samstarfsins á milli margra ráðuneyta og stofnana til að samhæfing náist í geðheilbrigð- isþjónustunni og hún nýtist sem skyldi. Þar sem skórinn kreppir tilfinnanlega að er í geðheil- brigðisþjónustu fyrir ungt fólk. Þörf fyrir framhaldsmeðferð- ardeild fyrir unglinga vex ár frá ári og skapa þarf ákveðin samskipta- og verkferli í tengslum við afeitrun og sjálfsvígs- eftirfylgd unglinga. Þegar verið er að ræða aðgengi að geð- heilbrigðisþjónustu gleymist gjarnan að það er langur vegur að geðsjúkir njóti sama aðgengis og aðrir að heilbrigðisþjón- ustunni. Þetta er mjög viðkvæm umræða og sjaldnast opinber. Þá erum við t.d. að tala um aldraða geðsjúklinga sem eiga erfitt með að fá vistun við hæfi. Með ijölgun hjúkranar- heimila fyrir aldraða á þetta vonandi eftir að breytast. Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, dr. Páll Biering og Salbjörg Bjamadóttir, geðhjúkrunarfræðingar Athugasemd Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði að leiðréttingar á texta við grein um Sóltún náðu ekki fram að ganga. Rétti textinn hefur verið settur inn í tímaritið í rafrænni útgáfu á heimasíðunni. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 78. árg. 2002 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.