Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 34
Handleiðsla fyrir hjúkrunarfræðinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sóttu námskeiðið í handleiðslu hjá þeim Kristínu og Karli Gustaf. Ein þeirra er Björg Guð- mundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítala-háskólasjúkrahúss. Hún var spurð hvernig handleiðslu væri háttað fyrir hjúkrunarfræðinga á LSH. „Handleiðsla vinnur gegn streitu, eykur sjálfstraust í starfi, stuólar að faglegri þróun og bœtir meðferðartengsl. “ Hún segir handleiðslu innan hjúkrunar hafa byrjað á geð- deild Landspítalans. „Handleiðsla á sér lengsta hefð hjá stétt- um sem starfa innan geðheilbrigðisþjónustu. Innan geðdeild- anna hafa félagsráðgjafar og sálíræðingar verið í fararbroddi varðandi uppbyggingu handleiðslu starfstétta sinna. Skipulag handleiðslu meðal hjúkrunarfræðinga byrjaði í kjölfar þess að fjórir hjúkrunarfræðingar útskrifuðust '89 úr þverfaglegu handleiðslunámi sem fór fram á geðdeild Landspítalans. í byrjun komu beiðnir um handleiðslu aðallega frá hjúkrunar- fræðingum innan geðsviðsins. Beiðnir komu til handleiðara frá yfirmönnum umsækjenda. Árið '95 var stofnuð hand- Lokun á skrifstofu í sumar Skxifstofa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. leiðslunefnd hjúkrunarffæðinga. Tilgangurinn var að koma beiðnum um handleiðslu í ákveðnari farveg þannig að betri yfirsýn næðist yfir hve margir væru í handleiðslu á hverjum tíma.“ En hvert er hlutverk handleiðslu og ráðgjafarnefhdar hj úkrunarfræðinga? Björg segir það í fyrsta lagi að meta þörf fyrir handleiðslu og ráðgjöf fyrir hjúkrunarfræðinga. í öðru lagi að hafa skrá yfir þá hjúkrunarfræðinga sem eru sérhæfðir í að veita hand- leiðslu og ráðgjöf. í þriðja lagi að taka við og afgreiða beiðnir um handleiðslu og í fjórða og síðasta lagi vinna að rann- sóknum varðandi handleiðslu og ráðgjöf í hjúkrun. Er mikil eftirspurn eftir handleiðslu? „Eftirspurnin er meiri en við getum annað. Eins og ég sagði áðan voru beiðnir um handleiðslu í fyrstu aðallega frá hjúkrunarfræðingum á geðdeildum en á síðustu árum höfum við fengið sívaxandi fjölda fyrirspurna og beiðna frá hjúkrun- arfræðingum utan geðdeildanna. Við höfum einnig fengið beiðnir um hóphandleiðslu á tilteknum deildum. Við höfum getað sinnt því í litlum mæli. Það er mín skoðun að það þurfi að vera hægt að bjóða upp á hvort tveggja.“ Hefur fjölgað í hópi þeirra hjúkrunarfrœðinga sem veita handleiðslu undanfarin ár? „Það hefur gert það sem betur fer. Bæði hafa hjúkrunar- fræðingar útskrifast úr námi á vegum Endurmenntunarstofn- unar Háskóla íslands og einnig lauk hópur hjúkrunarfræðinga námi í handleiðslu á vegum geðsviðsins vorið 2001.“ Hvað er hver hjúkrunarfrœðingur lengi í handleiðslu og hvernig er skipulagið eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að hann komist að? „Yfirleitt er gerður handleiðslusamningur um 40-50 tíma. Handleiðsla er einu sinni í viku og getur náð yfir 1 til 12 ár að fríum meðtöldum. Við höfum líka verið með handleiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga í 6 - 10 tíma. Hjúkrunarfræðingurinn er þá að vinna að ákveðnum viðfangsefnum sem hann vill hafa vett- vang til að skoða. Það er í raun réttara að kalla það ráðgjöf.“ Hverju finnst þér handleiðslan hafa skilað fyrir starfandi hjúb'unarfræðinga og skjólstœðinga þeirra? „Það eru ekki til margar rannsóknir um árangur hand- leiðslu. Mest af því sem skrifað hefur verið um handleiðslu snýr að kenningum og aðferðum við að veita handleiðslu. I þeim greinum, sem íjallað er um árangur af handleiðslu, er oft nefnt að handleiðsla vinni gegn streitu, auki sjálfstraust i starfi, stuðli að faglegri þróun og síðast en ekki síst bæti meðferðartengsl sjúklinga og stuðli að markvissri þróun.“ 98 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.