Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2002, Blaðsíða 52
Opið bréf tíl hjúkrunarfræðinga Hér er hleypt af stokkunum nýjum pistli þar sem hjúkrunarfræðingar geta miðlað því sem þeim liggur á hjarta til samstarfsfólks. Sendið endilega inn efni! Ágætu hjúkrunarfræðingar. Á síðasta ári heyrði ég frábæra ræðu sem haldin var á hátíðarsamkomu Háskóla íslands. Innihald ræðunnar og sú staðreynd að ég átti 20 ára útskriftarafmæli varð til þess að ég fór að skoða hvernig ég hafði í gegnum árin komið fram við sjúklinga og aðstandendur. Eg vil veg hjúkrunarfræðinga sem mestan og því varð mér hugsað til ykkar og þeirra sem þið hittið í starfi ykkar. Ræðumaður talaði um fordóma gagnvart vissum veikind- um og sagði að samfara greiningu á sjúkdómi fylgdi dómur samfélagsins. Nefndi hann geðsjúkdóma sem dæmi og ég leiddi hugann að öðrum sjúkdómum. Gerði ég upp á milli fólks eftir sjúkdómum? Hvernig var framkoma mín við sjúkl- inga og ættinga þeirra? Á hveiju byggði ég mínar skoðanir? Voru skoðanir mínar fordómar eða dómar? Hvernig augum leit ég annað fólk? Eða með „gleraugum" hverra horfði ég á aðra? Að glíma við eigin fordóma og annarra er daglegt viðfangsefni okkar allra meðan við lifum. Hvernig kemur þú fram við aðra? Með opnum huga eða fyrirframákveðnum skoðunum? Öll viljum við sinna okkar skjólstæðingum með opnurn huga og sinna þörfum viðkomandi. Reynslan er okkar aðal- kennari. Vonandi erum við stöðugt að bæta okkur og náum ekki þeim degi að telja okkur vita allt, alltaf! Reynslan er dýrmæt og finnst mér þeim hjúkrunarfræðingum, sem hana hafa, ekki gert nógu hátt undir höfði. Það er mikill munur á nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingi og þeim sem hafa margra ára starfsreynslu. Öll höfum við verið nýútskrifuð, vitum hvemig það var og hve gott var að geta spurt og fá leiðbeiningar. Þeir hjúkrunarífæðingar, sem kosið hafa að vinna við umönnun sjúklinga, gegna mjög þýðingarmiklu starfi, þ.e.a.s. sinna þeim og þörfum þeirra til sálar og líkama. Að sjálfsögðu þurfum við framþróun í hjúkrun en það er slæmt ef ekki er hugað að þeim sem sinna þeim veiku. Við þurfum hvert á öðru að halda, hvaða stöðu sem hjúkmnarfræð- ingar gegna. Það er búið að segja svo mikið frá ýmsum greinum hjúkrunar en minna fjallað um hinn almenna hjúkmnarfræðing (nema þegar hann er beðinn um að svara spumingum í rannsóknum). Hvemig á hjúkrun að vera aðlaðandi íyrir nýjar kynslóðir ef grunnurinn, þ.e. að hjúkra hinum veiku, er ekki eins spennandi eða fínn eins og að vera í stjómunarstöðu eða fara í doktorsnám? Annað má ekki verða á kostnað hins! í dag getum við hjúkrunarfræðingar státað af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, alþingiskonum, doktorum, meisturum og prófessorum. Þessi upptalning sýnir hve hjúkrunarfræðingar 116 hafa náð langt og hafa breitt áhugasvið. Spurningin er hins vegar hvort hjúkrun sé betri á nýrri öld en þeirri sem liðin er? Þegar sjúklingar og ættingjar eru spurðir hvað sé góð hjúkrun er svarið góð kunnátta í faginu og ekki siður viðmót hjúkrunarfræðinga. Það er erfitt fyrir hvem mann að hætta þátttöku í atvinnulífinu og verða sjúklingur. Sem sjúklingur vil ég að mér sé sinnt af fagmennsku, þ.e. samkvæmt minni líðan en ekki hvaða sjúklingahópi ég tilheyri eða einhverjum ósveigjanlegum reglum. Hugsið ykkur að sjúkdómsgreiningin sé ekki komin eða að um ranga sjúkdómsgreiningu sé að ræða? Á þá að hjúkra samkvæmt henni eða liðan sjúklingsins? Við vitum að viðbrögð fólks við áföllum, s.s. veikindum og slysum, eru mismunandi. Það er ekki okkar að segja til um hvaða viðbrögð séu rétt og hver röng. Spyrjum frekar hvers vegna brugðist sé við á þennan hátt? Má sjúklingur/aðstand- andi bara láta í ljós viðbrögð sem okkur heilbrigðisstarfsfólki líður vel með? Fólk vill ekki þurfa að uppfylla einhverjar „þægindakröfur“, s.s. að vera ungt, fallegt og skemmtilegt, til þess að því verði sýndur skilningur. Getur mat á því sem mannveru verið háð slysi eða veikindum sem það lendir í? Fólk velur sér ekki að veikjast eða slasast. Hlusta þarf á sjúkling þegar hann lýsir líðan sinni og trúa þvi sem sagt er. Hvers vegna ætti hann að segja ósatt? Það þarf að sýna mildi í stað hörku, skilning í stað dóms. Síðan ef aðgerð/meðferð er búin er gert ráð fyrir bata eftir x tíma. Ef hann kemur ekki ættum við að spyija hvað standi í vegi fyrir því. Getur verið að viðhorf okkar heilbrigðisstarfs- manna til þeirra sem ná skjómm bata sé betra og jákvæðara en til þeirra þar sem batinn lætur á sér standa? Reynið að setja ykkur í fótspor þeirra sem búið er að kippa út úr hringiðu lífsins! Þegar tíminn líður og heilsan kemur ekki aftur finna þessir sjúklingar ekki einungis að vöðvar rýrna heldur manngildið lika! Ef þeir heilsunnar vegna geta ekki verið á stöðum sem annað fólk sækir, detta þeir út af skrá, ekki bara launaskrá! Við hjúkrunarffæðingar vitum e.t.v. meira um sjúkdóma og áverka en aðstandendur þekkja sjúklinginn best! Það er nauð- synlegt að hlusta á aðstandendur og getur leitt til þess að endur- skoðað sé hvað sjúklingnum sé fyrir bestu og er það gott. Við þurfum að muna að við „eigum“ ekki sjúklinginn og við erum að hjúkra einstaklingi á erfiðu tímabili í lífi hans og aðstand- endanna. Þetta tímabil er tími erfiðra tilfinninga: reiði, van- máttar, sársauka, sorgar, vonar og ótta. Hver getur á sama tíma verið í andlegu jafnvægi? Á þessum tima þarfnast allir hlýju og umhyggju hvort sem fólk telst til „hvítra eða svartra sauða“. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 78. árg. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.