Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2007, Síða 30
Hjúkrunarfræðingar þurfa að skapa traust þannig að allir í fjölskyldunni geti tjáð sig opinskátt um veikindin. Traust er grundvallað á sameiginlegu áformi, gagnvirkni og væntingum. Tilgangur hópviðtalanna er að draga fram úrræði fjölskyldunnar til að vinna úr núverandi viðfangsefnum (Wright og Leahey, 2005). Með Calgary-fjölskylduviðtölum er lögð áhersla á að efla, bæta og viðhalda virku fjölskyldulífi á þremur sviðum: vitsmunalegu, tilfinningalegu og því sem lýtur að hegðun einstaklinganna í fjölskyldunni (mynd 3). Mynd 3 Calgary-fjölskylduviðtaJ Hrósaö fyrir styrklcika, gefnar upplýsingar, fræösla og álit, vandamál aögreint Viöbrögð metin eðlileg, skoðaöur stuðningur aöstandenda, sagt frá reynslu af veikindunum Hvött til að styðja hvert annaö, hjálpaö viö að finna sínar aöferöir, hvött til aö taka sér hié frá umönnun Vitsmunalega Tilfinningalega Hegðunarlega í meðferðinni eru notaðar meðferðarspurníngar sem skiptast í línulaga (linear) og hringlaga (circular) spurningar. Með línulaga spurningum er aflað upplýsinga og hjúkrunarfræðingurinn gefur bein svör. Með hringlaga spurningum er hvatt til breytinga. mínútur. Mótaðilinn hlustaði án þess að koma með ráð en sýndi skilning og samhygð. Þátttakendur fengu þrjú heimaverkefni í tíma eitt: „Reynslan af að vera aðstandandi einstaklings með átröskun”: verkefni 3, „Hver þjáist mest í fjölskyldunni út af átröskuninni?”: verkefni 4 og „Hver er mikilvægasta spurningin sem þú vildir spyrja?": verkefni 5 / öðrum tima var fræðsluefni sýnt með skjávarpa um einkenni og orsakir átröskunar, meðferð og horfur sjúklinganna og hlutverk aðstandenda. Fræðsluefnið var byggt á rannsóknum. Gefinn var tími til spurninga og umræðna. Þátttakendur fengu heimaverkefni, „Hvað breyttist í samskiptum og hefðum við að fjölskyldumeðlimur fékk átröskun?”: verkefni 6. / þriðja tima var sagt frá mikilvægi þess að segja frá erfiðri reynslu, um endurgjöf (reflection), Iffsgildi (beliefs) og samskipti. Farið var í verkefni 3-5. Notaðar voru hringlaga spurningar í hjúkrunarmeðferðinni. Þátttakendur fengu heimaverkefni: „Að gera eitthvað sem var dæmigert áður en átröskunin byrjaði”: verkefni 7 (fylgiskjal S). í fjórða og síðasta tíma var farið í verkefni 6 og 7. Veitt var hjúkrunarmeðferð og notaðar spurningar eins og í hóptíma 3 og boðið upp á umræður. Fræðslu- og stuðningsmeðferð fyrir aðstandendur einstaklinga með átröskun til að styðja þá til bata í fræðslu- og stuðningsmeðferðinni, sem þróuð var, var boðið upp á hóptíma í fjögur skipti þar sem unnin voru verkefni, veitt stuðningsmeðferð og boðið upp á umræður. Heimaverkefni voru lögð fyrir í tímum og á milli meðferðartíma. Calgary- fjölskylduviðtöl skiptast í fjögur stig: tengingu, greiningu, meðferð og meðferðarlok. Markmiðið með stuðningi við aðstandendur er að veita þeim sérstakan stuðning og til að koma á samvinnu í þeirri von að það muni skila sér til sjúklingsins og fjölskyldunnar í heild. Meðferðarhóptímarnir eitt til fjögur / fyrsta tíma var kynnt innihald og fyrirkomulag hóptímanna. Farið var í tvö verkefni í tímanum. Hið fyrra var „Að sjá mun á vilja til breytinga hjá átröskunarsjúklingnum og aðstandendum hans”: verkefni 1 og hið síðara var „Virk hlustun”: verkefni 2. í verkefni 1 fylltu þátttakendur út spurningablað þar sem þau gáfu sér og sjúklingnum einkunn á skalanum 1-10. Rætt var hvernig fólk svaraði og skoðaður munurinn á sjúklingi og aðstandendum. í verkefni 2 var hópnum skipt þannig að tveir og tveir voru saman og hvor um sig talaði við hinn í tvær Ánægja aðstandenda með fræðslu- og stuðningsmeðferðina í lok fræðslu- og stuðningsmeðferðarinnar voru aðstandendur spurðir um álit sitt á fræðslu- og stuðningsmeðferðinni. Þegar teknir voru saman besti og næstbesti kostur í svörum við mati á stuðningi og umræðum í tímum reyndust 95% aðstandenda ánægðir með stuðning og umræður í tímum. 80-90% fannst fræðslan skiljanleg, gagnleg og hjálpleg eða frekar skiljanleg, gagnleg og hjálpleg. Besta verkefnið töldu aðstandendur vera að skrifa og ræða um reynslu sína eða 95% og 81%, þar á eftir verkefnið virk hlustun og að skrifa og ræða breytingar í samskiptum og hefðum eða 81%. Lokaorð Átröskun er alvarlegur sjúkdómur og fólk er oft nokkurn tíma að ná sér. Sjúkdómurinn hefur víðtækar afleiðingar á sjúklinginn og aðstandendur hans. Viðurkennt er að fræðsla og stuðningur við aðstandendur eru mikilvæg til að þeir geti stutt sjúklinginn í bataferlinu. Fræðslu- og stuðningsmeðferðin var byggð á Calgary- fjölskyldumeðferðarlíkaninu. í fræðslu- og stuðningsmeðferðinni var fræðsla um sjúkdóminn og hlutverk aðstandenda. í stuðningsmeðferðinni var unnið með styrk, tilfinningar, lífsgiidi og reynslu aðstandenda og veitt ráðgjöf í samskiptum. 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 83. árg. 2007

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.