Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 22

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 22
lega umhverfi sem fyrirtæki hér á landi starfa í og þær breytingar sem mér sýnist að gera þurfi á þessu um- hverfi. Við gerum okkur öll grein fyrir að íslenskt þjóðfélag hefur sérstöðu að því leyti að hér eru það einungis 250 þúsund sálir sem eru að basla við að gera út sjálfstæða þjóðarskútu og halda uppi sjálfstæðu réttarríki. Fá- mennið og hið persónulega návígi sem því fylgir hefur margvísleg áhrif á afstöðu okkar til manna og málefna, þar á meðal afstöðu okkar til þess hvaða reglur skuli gilda um atvinnurekstur í landinu. Paö efnahagslega atriði sem tvímælalaust hefur haft hvað afdrifarfkust áhrif á rekstur og stöðu atvinnufyrir- tækja hérlendis er veik eiginfjárstaða atvinnurekstrarins sem bæði stafar af litlum eiginfjárframlögum við stofn- un fyrirtækja, tæpri rekstrarafkomu og getuleysi eða tregðu eigenda til að bæta eiginfjárstöðuna með nýjum áhættuframlögum síðar. Lítið eigið fé kallar á mikið lánsfé og í helstu atvinnugreinum okkar hefur fyrirtækj- um verið tryggður aðgangur að stofnlánum hjá opinber- um fjárfestingarlánasjóðum og rekstrarlánum í formi afurða- og framleiðslulána en rekstarlánakerfinu var til skamms tíma stjórnað af Seðlabankanum. Margir þeir sem atvinnurekstur stunda hafa sem sagt verið haldnir mikilli lántökugleði en hafa sýnt takmarkaða getu eða vilja til að leggja fram eigið áhættufé. Auðvitað má með fullum rökum segja að það ástand sem ég nú lýsti megi að mestu skýra með hinu pólitíska baksviði í landinu. Til skamms tíma héldum við dauða- haldi í vaxtakerfi sem löngu var gengið sér til húðar og tryggði lántakendum ef ekki neikvæða þá að minnsta kosti það lága raunvexti að eftirsókn eftir lánsfé var gegndarlaus. Furðu margir íslendingar virðast hafa litið á það sem nánast þjóðhættulega starfsemi að leggja fram eigið fé til fyrirtækjarekstrar og sú afstaða hefur endurspeglast í máli margra þingmanna þegar reglur um skattlagningu hlutabréfaeignar og arðs af hlutafé hafa verið til umræðu á Alþingi. Raunvextir hafa hækkað mjög mikið upp á síðkastið en það hefur ekki enn læknað þessa ásókn í lánsfé sem svo lengi hefur einkennt fjármálalíf okkar. Reglur um skattalega meðferð hlutabréfaeignar og arðs hafa verið lagfærðar nokkuð en enn vantar mikið á að þær séu komnar í það horf sem vera þarf. Enn virðist stór hluti þjóðarinnar líta á þá sem kaupa hlutabréf í atvinnufyr- irtækjum sem þjóðhættulega kapitalista. Enn heyrist hæst í þeim sem telja að gera þurfi lántakendum lífið sem léttast en þær raddir eru fáar sem minna á rétt- mæta hagsmuni sparifjáreigenda, hagsmuni þess þögla hóps sem sýnir ráðdeild og sparsemi og leggur fé til hliðar í stað þess að taka þátt í eyðslukapphlaupinu. Ef litið er til hins réttarfarslega umhverfis má einnig sjá ýmis merki þess bæði í löggjöf og réttarframkvæmd að sá sem skuldum er hlaðinn og getur ekki staðið í skilum nýtur biðlundar og endalausrar samúðar. Varðandi löggjöfina vil ég nefna þau ákvæði gjald- þrotalaga sem beina fyrirtæki inn í gjaldþrotaskipti ef ljóst má vera að það á ekki fyrir skuldum. Mér var lengi búið að finnast að ákvæði eldri gjaldþrotalaga um skyldu stjórnenda félaga til að gefa þau upp til gjald- þrotaskipta við slíkar aðstæður væru ekki nægilega skýr og það olli mér undrun þegar núgildandi lög voru sett á árinu 1978 að ekki var gerð marktæk tilraun til að lag- færa þetta atriði. Þá má ljóst vera að lagaskylda um þetta efni er lítils virði ef ekki fylgja hæfileg viðurlög ef út af er brugðið. Fleiri atriði mætti nefna varðandi hugsanlegar breytingar á gjaldþrotalögunum sem stefndu í þá átt að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem í reynd er gjaldþrota geti haldið áfram starfsemi sinni nema fjárhagur þess sé endurskipulagður án tafar. Ekki þarf að leita lengra en til Danmerkur eða Noregs um fyrirmyndir að lagaákvæðum sem geta orðið til bóta á þessu sviði. Varðandi almenna réttarframkvæmd skal nefnt að ég hef í starfi mínu oft undrast það hve seint getur gengið að fá framkvæmd uppboð á eignum sem veðsettar eru til tryggingar lánum. Þessu skylt, en þó annars eðlis, er það fyrirbrigði að skuldari sem er í langvinnum vanskil- um á veðskuldum getur tafið að uppboð nái fram að ganga með því að bera fram endurtekin sýndarmót- mæli, og beita áfrýjunum til Hæstaréttar, á öllum stig- um uppboðsmeðferðarinnar. Til viðbótar því sem ég nú hef sagt um réttarum- hverfið í rekstri atvinnufyrirtækja vil ég minnast stutt- lega á ástand almennrar félagalöggjafar í landinu. Ég tel að mikið vanti á að þessi löggjöf sé í því horfi sem vera þarf. Mig hefur undrað hve langan tíma hefur tek- ið að undirbúa ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögum um hlutafélög og það olli vissulega vonbrigðum að það frumvarp sem loks var lagt fram um þetta efni skyldi ekki vera afgreitt á síðasta þingi. Gildandi löggjöf um samvinnufélög er frá árinu 1937 og engin löggjöf er til um sameignarfélög enda þótt það sé annað algengasta félagsform hér á landi. Ljóst er því að mjög þarf að taka til hendinni á þessu sviði hið snarasta. Heilbrigðari leikreglur í fjármálum fyrirtækja ásamt markvissari lagaákvæðum og lagaframkvæmd á þessu sviði mundu auðvelda endurskoðendum það starf að fjalla af hlutleysi og áreiðanleika um rekstur og efnahag þeirra viðskiptafyrirtækja sinna sem komin eru í um- talsverðan rekstrarvanda. En þótt umbætur verði gerð- ar á þessum sviðum mun alltaf verða mjög vandasamt fyrir endurskoðendur að vinna störf fyrir fyrirtæki sem liggja á sjúkrabeði og eru ef til vill komin á gjörgæslu- deild. Ég tel því að það hafi verið mjög tímabært að fjalla um ýmsar hliðar á málefnum slíkra fyrirtækja á þessari ráðstefnu og tel nauðsynlegt að umræðu um þau sé haldið áfram í okkar hópi með hliðsjón af framvindu á þessu sviði á næstu misserum. 22

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.