Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 27

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 27
Frá fastanefndum FLE Reikningsskilanefnd FLE Ritnefnd þessa rits óskaði eftir því við reikningsskila- nefnd Félags löggiltra endurskoðenda, að hún gerði á þessum vettvangi stutta grein fyrir hlutverki sínu og störfum. Ástæðan til þess mun vera sú, að fyrirhugað er að dreifa þessu tímariti til annarra en félagsmanna; að- ila, sem hugsanlega hefðu áhuga á efni ritsins. Hér á eftir verður fyrst nokkrum orðum farið um stöðu nefndarinnar, en síðan verður í stuttu máli gerð grein fyrir störfum núverandi og fyrrverandi reikningsskila- nefndar félagsins. í nefndinni eiga þrír félagsmenn sæti hverju sinni, en í henni hafa starfað um 10 félagsmenn síðan hún tók formlega til starfa. í 11. gr. laga um Félag löggiltra endurskoðenda segir, að hlutverk reikningsskilanefndar félagsins skuli vera að gera tillögur að leiðbeinandi reglum um gerð árs- reikninga, sem gefnar yrðu út sem álit félagsins. Tillög- ur nefndarinnar skulu kynntar innan félagsins á ákveð- inn hátt, en þær þurfa að hljóta samþykki 3/4 fundar- manna á aðalfundi félagsins til þess að fá formlega staðfestingu sem álit þess. Fram til þessa hafa engar leiðbeinandi reglur um reikningsskil fyrirtækja verið samþykktar á aðalfundi félagsins. Á hinn bóginn hafa þær reikningsskilanefnd- ir, sem starfað hafa undanfarin ár, gefið út álitsgerðir eða kynnt hugmyndir sínar fyrir félagsmönnum varð- andi tiltekin álitamál á sviði reikningsskila, án þess að óska eftir því við aðalfund félagsins að hann staðfesti þær. Ástæðan til þessa háttar er vafalaust sú, að reglur um reikningagerð hafa verið í mótun á síðustu árum, einkum þær er lúta að frásögn af áhrifum verðbólgunn- ar á mælingar á afkomu og stöðu fyrirtækja. Og af þeim sökum hafa starfandi nefndir, enn sem komið er, ekki óskað eftir formlegri staðfestingu á álitsgerðum sínum; á því kann að verða breyting á næstunni. En jafnvel þótt álitsgerðir reikningsskilanefndarinnar hafi ekki fengið formlega afgreiðslu á félagsfundi, má gera ráð fyrir að þær geti engu að síður haft nokkur áhrif til mótunar góðra reikningsskilavenja hér á landi. Raunar mætti hugsanlega ganga lengra í þessu efni og segja, að þær geti skorið úr um, hvort tiltekin aðferð samrýmist viðurkenndum venjum eða ekki. Óljóst er þó, hvaða þýðingu álitsgerðir nefndarinnar hefðu, ef það kæmi til kasta dómstólanna að meta, hvað teldist vera góð reikningsskilavenja og hvað ekki. Það er brýnt að mati núverandi nefndar að samræma reikningsskil fyrirtækja og stofnana í landinu. Mikið hefur að vísu áunnist í því efni á undanförnum árum, en betur má ef duga skal. Nauðsynlegt er, að formlegar reglur séu til staðar til leiðbeiningar fyrir þá sem semja reikningsskil. Svigrúm til frásagnar á afkomu og efna- hag fyrirtækja er of mikið, sem aðallega má skýra með ófullnægjandi ákvæðum laga, er lúta að reikningagerð. Endurskoðendur hafa þó unnið gott starf í því að betr- umbæta það afkomuhugtak, sem notað er í reiknings- skilum fyrirtækja, og ýmis önnur atriði er varða reikn- ingagerðina almennt. En ljóst er þó, að mikill stuðning- ur væri af skýrari ákvæðum í lögum en þar er nú að finna. Það væri út af fyrir sig einnig mögulegt, í stað þess að setja skýrari reglur í lög, að heimila félagsskap löggiltra endurskoðenda með lögum að setja reglur um hvers konar reikningsskil. Ljóst er, að kunnáttu í þessum fræðum er aðallega að finna hjá endurskoðendum. Þá væri vafalaust skynsamlegt að aðrir aðilar, sem hags- muna eiga að gæta, ættu aðgang eða aðild að slíku starfi. Þessari aðferð er beitt víða erlendis. I þessu sam- bandi má geta þess, að nokkrar þjóðir hafa ákveðið með lögum að stöðlum Alþjóðlegu reikningsskilanefnd- arinnar (IASC) skuli fylgt við ársreikningagerð fyrir- tækja. Nú skal vikið að störfum nefndarinnar á undanförn- um árum, en hún hefur aðallega kynnt efni á félgs- fundum og hafa þá yfirleitt verið lagðar fram álitsgerðir eða annað skrifað efni. Fyrst skal nefnt það álit, sem vafalítið hefur haft mest áhrif á reikningagerð hér á landi. Hér er að sjálfsögðu átt við þær fyrirmyndir að framsetningu reikningsskila, sem lagðar voru fram á fé- lagsfundi í ársbyrjun 1980. Þá höfðu nýlega verið sam- þykkt ný lög um hlutafélög og tekju- og eignarskatt, sem mikla þýðingu höfðu varðandi efni ársreikninga fyrirtækja. Fullyrt skal, að ekkert framlag til framþró- unar reikningsskila hér á landi hafi haft eins mikil áhrif 27

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.