Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 36

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 36
s Aritanir á endurskoðuð og óendurskoðuð reikningsskil Inngangur endurskoðunarnefndar: Fá mál hafa hlotið jafnmikla umfjöllun innan Félags löggiltra endurskoðena og áritanir á endurskoðuð reikningsskil. Á ráðstefnu félagsins, sem haldin var að Bifröst dagana 7.-9. ágúst 1964, fjallaði þáverandi for- maður F.L.E. Svavar Pálsson, m.a. um áritanir á end- urskoðuð reikningsskil. Á sumarráðstefnu félagsins 9 árum síðar, 1973, var þetta enn til umræðu og var þá sameiginleg niðurstaða umræðuhópa eftirfarandi: Ráðsiefnan telur rétt að settar verði fram leiðbeinandi reglur um áritanir á vegum Félags löggiltra endur- skoðenda ásamt upplýsingum um þýðingu þeirra. Þær verði síðan kynntar þeim, sem málið einkum varðar, svo sem lánastofnunum og skattyfirvöldum. Það var skoðun ráðstefnunnar að árita beri öll reikn- ingsskil sem löggiltur endurskoðandi vinnur að. Óá- rituð reikningsskil, sem tengd eru nafni löggilts end- urskoðanda með einhverjum hœtti, eru til þess fallin að valda misskilningi meðal þeirra sem um reikn- ingsskilin fjalla. Áhersla var lögð á það að áritanir vœru skýrar og af- dráttarlausar og þœr bœru það greinilega með sér, sem hinn löggilti endurskoðandi hefur framkvœmt. í upphafi þessa áratugar, sem nú er að líða, lagði endurskoðunarnefnd F.L.E. fram tillögu um leiðbein- andi reglur um áritanir á endurskoðuð reikningsskil. Á árinu 1987 var síðan lögð fram ný tillaga, sem meðal annars tók mið af þeirri fyrri ásamt þeim norrænu stöðlum sem fyrir liggja um þetta efni. Var sú tillaga samþykkt á framhaldsaðalfundi F.L.E. í janúar 1988 ásamt tillögu um leiðbeinandi reglur um gerð óendur- skoðaðra reikningsskila og áritanir endurskoðenda á þau. Algengt er að vinna endurskoðenda hér á landi felist að verulegu leyti í gerð óendurskoðaðra reikningsskila eða aðstoða við gerð þeirra. Pó viðskiptavinirnir séu oft fyrirtæki af verulegri stærð er skylda félaga hérlendis til að hafa löggiltan endurskoðanda í þjónustu sinni að mestu leyti bundin við hlutafélög en hvílir ekki almennt á öðrum félagsformum. Pó tilgangur með löggildingu endurskoðenda sé beinlínis tengdur því að endurskoða og gefa álit á reikningsskilum þýðir það ekki að endur- skoðendur geti unnið öll önnur verk án þess að gerðar séu til þeirra kröfur um vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum. Því er nauðsynlegt að til séu reglur um þá lágmarkskröfu, sem gera þarf til óendurskoðaðra reikningsskila og hvað áritanir á slík reikningsskil þýða. Eins og áður hefur verið nefnt fjallaði Svavar Páls- son, þáverandi formaður félagsins, um þetta mál á ráð- stefnu félagsins á árinu 1964. Þó hartnær aldarfjórðung- ur sé liðinn frá því hann flutti ávarp sitt heldur það enn fyllilega gildi sínu, eins og lesendur geta dæmt um: Um alllangan tíma eða um árabil höfum við endur- skoðendur rœtt um að nauðsyn vœri á að settar yrðu reglur um áritanir endurskoðenda á reikninga, sem þeir hafa endurskoðað. Lítið hefur þó enn orðið úr framkvœmdum sem ekki er nema von því vandasamt er allt þetta vandamál og erfitt úrlausnar. Svo erfitt er það og vandasamt eins og raun ber vitni að fyrst þurfum við í raun og veru að gera okkur grein fyrir stöðu okkar og starfi í þjóðfélaginu. í fyrsta lagi þurfum við að gera okkur og þá jafnframt öðrum það Ijóst, að vinna við samningu framtala til skatts, bókhald og bókhaldsaðstoð og samningu ársreikn- inga er ekki endurskoðun. Þó verulegur hluti allra starfa endurskoðandans sé sá. Endurskoðun „revis- jon“ verður ekki skilgreind betur, en þau markmið starfa sem byggjast á því að skapa eða eiga þátt í að skapa traust aðila í milli, sem eiga saman flókin og samsett viðskipti. Með fullri og afdráttarlausri yfir- lýsingu óháðs hlutlauss kunnáttumanns, hins löggilta endurskoðanda um réttmœti reikningsskila, á að vera hœgt að skapa nauðsynlegt traust milli þessara aðila sem með fjárreiður fara og reikningsskilagreinar gefa og hinna sem lesa reikningana og byggja á þeim ákvörðunum hvort heldur það eru eigendur fjárins, aðalfundur félags, lánveitendur eða opinverir aðilar. Ef endurskoðandinn áritar reikningana með þeim hœtti að hann segir í raun og veru að hann beri enga ábyrgð á að reikningarnir séu réttir, þá getur hann ekki átt nokkurn þátt í því að skapa traust milli þess- ara aðila. Hann sinnir því ekki í raun og veru sínu eiginlega endurskoðendastarfi, sinni eiginlegu „funk- 36

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.