Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 13.–15. desember 20162 Fréttir HVAR ER SÓSAN? Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan. Kannski pítubrauðið líka. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. O kkur bar skylda til þess að koma til hjálpar. Aðrir farþegar stóðu eins og þvörur og horfðu á mann- inn lemja konuna. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins,“ segir Jens Viktor Kristjánsson, starfsmað- ur Inter Medica ehf., sem ásamt ferðafélögum sínum varð vitni að alvarlegu heimilisofbeldismáli á El Prat-flugvelli í Barcelona í vikunni sem leið. Um var að ræða starfs- mannaferð fyrirtækisins. Fjórir starfsmenn stigu fram og gripu inn í atburðarásina og stöðvuðu gerand- ann. Sá tók afskiptunum ekki vel og hótaði meðal annars að sprengja upp höfuðborg landsins áður en hann var dreginn burt af þarlend- um lögreglumönnum. Lúbarði samferðakonu sína Atvikið átti sér stað þann 4. desem- ber síðastliðinn. Það barst til eyrna ritstjórnar DV sem sló á þráðinn til Jens. „Maður á svo sem ekki að hreykja sér af slíku en ég get stað- fest að þessi uppákoma átti sér stað. Þetta var í meira lagi óhugnanlegt,“ segir Jens. Að hans sögn voru starfsmenn félagsins í innskráningarröð í flug WOW air til Keflavíkur á El Prat- flugvelli þegar þeir urðu varir við læti úr samliggjandi röð: „Við erum í röðinni hjá WOW en við hliðina á okkur er verið að skrá inn í flug Royal Air Maroc til Casablanca. Þegar við lítum þangað yfir sjáum við mann vera að lúberja konu, sem er að öllum líkindum eiginkona hans. Ofbeldið var greinilega búið að standa yfir í smá tíma en það sem við sáum var að maðurinn rak vesk- ið sitt af miklu afli í háls konunnar og sló hana þéttingsfast með flöt- um lófa,“ segir Jens. Að hans sögn gátu starfsmenn fyrirtækisins ekki horft upp á þetta og því þegar í stað gengið á milli fólksins og slitið þau nokkuð hranalega í sundur. „Það er hópur vaskra karla og kvenna sem vinnur hjá fyrirtækinu. BMI-stuð- ullinn á vinnustaðnum er í lægri kantinum,“ segir hann. Hótaði sprengjuárás á Reykjavík Að sögn Jens varð ofbeldismaður- inn æfur þegar afskipti Íslending- anna hófust. „Hann reyndi að beita ofbeldi gegn samstarfsmönnum mínum. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu og var stöðvaður. Aðrir farþegar gengu þá á milli en fram að því höfðu þeir horft á, hálfrænu- lausir,“ segir Jens. Meðal annars reyndi ofbeldismaðurinn að hrækja á Íslendingana auk þess sem hann jós yfir þá hótunum og fúkyrðum. „Hann talaði ensku við okkur og lögreglumennina. Áður en hann var dreginn í burtu þá tók hann mynd- ir af okkur og hótaði að koma til Ís- lands og jafna um okkur. Þá hótaði hann sprengjuárás á Reykjavík,“ segir Jens. Talsverð rekistefna varð vegna atviksins en aðrir farþegar í röðinni til Casablanca rönkuðu við sér og aðstoðuðu Íslendingana. Fljótlega voru vopnaðir öryggisverðir og lög- reglumenn mættir á vettvang. „Það hafa örugglega verið um 20 slíkir verðir á vettvangi þegar mest var. Þeir tóku við manninum, ræddu við hann og loks var hann leiddur í burtu í járnum,“ segir Jens. Að hans sögn voru lögreglumennirnir aug- ljóslega ánægðir með framtak Ís- lendinganna. „Ofbeldi sem þetta á ekki að líðast“ Hann leggur áherslu á að fólk eigi ekki að horfa á slíkar uppákomur án þess að bregðast við. „Ofbeldi sem þetta á ekki að líðast og þegar maður sér einhvern níðast með þessum hætti á minni máttar þá ber manni skylda til þess að láta sig málið varða. Allir aðrir sem stóðu hjá voru sem frosnir og það voru bara vitlausir og forskrúfaðir Ís- lendingar sem tóku af skarið,“ segir Jens og er augljóslega stoltur af samstarfsmönnum sínum. n „Hann Hótaði sprengjuárás á reykjavík“ n Íslendingar stöðvuðu ofbeldisverk á flugvelli n Atvikið átti sér stað á El Prat-flugvelli í Barcelona Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Áður en hann var dreginn í burtu þá tók hann myndir af okkur og hótaði að koma til Íslands og jafna um okkur Lét sig málið varða Jens Viktor Krist- jánsson kom konunni til aðstoðar, ásamt félögum sínum. El Prat flugvöllur Starfsmenn Inter Medica ehf. voru að skrá sig inn í flug WOW til Keflavíkur þegar þeir urðu varir við háreysti úr samliggj- andi röð. Þeir létu sig málið varða. Í dæmahefti PISA sem Námsmats- stofnun gaf út 2008 eru gefin dæmi um PISA spurningar. Þar má finna brot úr sögunni Gjöfin sem var not- uð í PISA 2000. Textabrotið sem birt- ist þar og hefur farið víða um á sam- félagsmiðlum er ekki sá texti sem notaður var í sjálfu prófinu.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menntamálastofnun. Stofnun- inni hefur verið legið á hálsi fyrir að leggja próf með stafsetningarvillum og öðrum ambögum fyrir nemend- ur árið 2015. Þá hafi þýðingu verið ábótavant. Til að bregðast við þessu hefur Menntamálastofnun ákveðið að ís- lenskufræðingur lesi yfir lokaútgáfur prófa áður en þær verða notaðar í prófi. Fram kemur að um þýðinguna á PISA 2015 hafi fjórir þýðendur séð, þýðendur sem hafa jafnframt reynslu af kennslu á grunn- og framhalds- skólastigi. „Þrír þeirra voru ráðnir af Námsmatsstofnun en sá fjórði var óháður aðili sem OECD valdi. Allir fjórir aðilarnir eru íslenskir. Í ljósi ábendinga sem komu varðandi PISA 2015 mun Menntamálastofnun fá ís- lenskufræðing til að lesa yfir loka- útgáfur áður en þær verða notaðar í prófi.“n baldur@dv.is BrOtið AldrEi nOtAð Í Prófi Hyggjast láta íslenskufræðing lesa yfir prófin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.