Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 13.–15. desember 201610 Fréttir A llmörg sjónvarpstæki snar­ lækkuðu í verði í kjölfar fyrir­ spurnar DV til íslenskra söluaðila. Lækkunin nam í sumum tilvikum á bilinu 50 til 110 þúsund krónum. Föstudaginn 2. desember var verðmunurinn á Íslandi og hinum Norðurlöndunum að jafn­ aði rúmlega 40 prósent. Þá var miðað við fullt verð. Sléttri viku síðar var hann kominn niður í 30 prósent, stundum með afsláttum og tilboðum. Þessi við­ brögð gefa til kynna að íslenskir smá­ salar hafi margir hverjir mikið svigrúm til að lækka hjá sér verð. Til að allrar sanngirni sé gætt má taka fram að vera má að einhverjar nýjar sendingar hafi borist til lands­ ins á þeirri viku sem leið á milli verða­ thugana og að vegna styrkingar krón­ unnar hafi fyrirtæki fengið sjónvörp á hagstæðara verði. Það skýrir þó ekki nema í besta falli hluta verðlækk­ unarinnar sem varð á einni viku. DV birtir í dag umfangsmikinn samanburð á verði á sjónvarpstækj­ um. Á heildina litið stenst verð á Ís­ landi ekki verði í nágrannalöndun­ um snúning. Algengasta stærð á sjónvarpstækjum um þessar mund­ ir er 55 tommur. Á Íslandi fást um það bil fjörutíu týpur sjónvarpstækja sem eru af þessari stærð. Nánast öll tækin eru svokölluð 4k tæki og nefn­ ast ýmist UHD og SUHD. Öll tækin eru snjöll og þau eru ýmist bogin eða bein. Sum tækjanna geta varpað myndinni í þrívídd. Allir stærstu söluaðilarnir Þegar DV kannaði verð á 20 vörum í jafn mörgum verslunum, í stórri út­ tekt á dögunum, höfðu verslunar­ eigendur stundum þá skoðun að DV – sem valdi vörurnar af handahófi – hefði valið óheppilega týpu með til­ liti til verðsamanburðar. Blaðið hefði fyrir tilviljun hitt á undirgerð sem kom illa út í verðsamanburði. Úttekt­ inni í dag er ætlað að útiloka slíkar skýringar. Að þessu sinni er verð á Ís­ landi í ELKO, Sjónvarpsmiðstöðinni, Heimilistækjum, Ormsson, Nýherja og Árvirkjanum Selfossi undir. Hér eru nálega öll 55 tommu tæki sem fást á Íslandi. Frá því að DV fór að punkta niður verð, fyrir nokkrum dögum, hafa einhver ný tæki komið á markað. Fáeinir smærri seljendur eru á mark­ aði en ólíklegt verður að þykja að þeir hafi aðrar gerðir 55 tommu sjónvarpa en þær sem hér eru. Hér birtist því allt að því tæmandi samanburður á vöru­ verði á 55 tommu sjónvarpstækjum á milli landa. Valdar samanburðarverslanir DV ákvað að takmarka erlendar samanburðarverslanir mjög, til að mæta gagnrýni verslunarinnar en í stórri úttekt á vöruverði, sem DV birti á dögunum, vildu íslenskir verslunareigendur meina að ótækt væri að bera saman verð í raunversl­ un og netverslun. Eins og áður segir er verð­ munurinn á Íslandi og meðaltali annarra Norðurlanda að jafnaði 30 prósent. Mörg dæmi voru um að hægt væri að finna sömu vöru á mun hagstæðara verði en í þeim fjórtán erlendu verslunum sem DV hefur til hliðsjónar. Þannig seldu sextán sænskir verslunarmenn Sony KD55XD8599 tæki á lægra verði en í viðmiðunarverslununum, þegar DV kannaði málið á föstu­ dag. Tækið kostaði um 232 þúsund í viðmiðunarverslun en yfirleitt 171 þúsund í hinum verslunum sextán. Verðmunurinn er því í mörgum til­ vikum enn meiri. „Risarnir í Evrópu“ Þegar horft er til samanburðar einstakra íslenskra verslana við hin Norðurlöndin sést að ELKO kemur best út. Tuttugu og þrjú sjónvarpstæki voru á föstudaginn að jafnaði 15,3 prósentum dýrari í ELKO en á hinum Norðurlöndunum. Munurinn var 23,5 prósent viku áður. Eitt tæki var á föstudaginn ódýrara en að Sjónvörp þriðjungi dýrari á ÍSlandi n Verð hefur snarlækkað á sumum tækjum í kjölfar þess að DV fór að leita skýringa n Verðmunur á 55 tommu tækjum um 30 prósent Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 Baldur Guðmundsson baldur@dv.is -25% -27% -37% Ís la n d d a n m ö r k n o r eg u r s v Íþ jó ð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.