Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 13.–15. desember 20166 Fréttir Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónus ta einstakar skreytingar við öll tækifæri Silicor Materials vildi ekki að samningar tækju gildi Samþykkt að fresta gildistöku samninga um lóð undir sólarkísilverksmiðju á Grundartanga S tjórn Faxaflóahafna ákvað á föstudag að seinka gildis töku samninga við Silicor Mater­ ials um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga undir sólar­ kísilverksmiðju bandaríska fyrir­ tækisins. Forsvarsmenn Silicor fóru fram á lengri frest og hafa nú til 20. janúar en samningarnir áttu að taka gildi á fimmtudag. Þann 20. janúar fer fyrsta greiðsla lóðargjalda fyrir­ tækisins á gjalddaga en 100 milljarða króna verksmiðja þess er ekki full­ fjármögnuð. „Það var samþykkt að veita lengri frest og það sem tekur við er bið eftir frekari upplýsingum frá þeim. Forsvarsmenn Silicor komu á fund­ inn og gerðu grein fyrir stöðunni og niðurstaðan varð sú að fresta þessu til 20. janúar. Málið er ekki fullklárað en nú hafa þeir liðlega mánuð í við­ bót til að koma með frekari fréttir hvernig sem svo stjórnin höndlar það þegar að því kemur,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við DV. Bíða eftir Silicor Samningar Faxaflóahafna og Silicor Materials um úthlutun lóðar, lóðar­ leigu og afnot af höfninni á Grundar­ tanga áttu upphaflega að taka gildi 1. apríl síðastliðinn. Þeir voru undirrit­ aðir í apríl 2015 en bandaríska fyrir­ tækið hóf viðræður um lóðina árið 2013. Þá stóð til að framkvæmdir við 121 þúsund fermetra verksmiðjuna hæfust haustið 2015. Fjármögnun­ in hefur aftur á móti dregist og síð­ ustu tilkynningar Silicor um þann hluta verkefnisins birtust í septem­ ber í fyrra þegar fyrri hluta hluta­ fjáröflunar fyrirtækisins lauk. Var þá gert ráð fyrir að seinni hlutanum lyki um mitt þetta ár með lánsfjármögn­ un Þróunarbanka Þýskalands KfW og annarri umferð hlutafjársöfnunar. „Þetta er mjög stórt verkefni og því ekki óeðlilegt að það taki sinn meðgöngutíma. Hins vegar vega menn og meta núna í framhaldinu þær upplýsingar sem koma fram en ég reikna nú ekki með miklu fyrir jól, en að upp úr áramótum fari að glitta í eitthvað sem skiptir máli í þessu. Við höfum ítrekað að á meðan þessi staða er uppi, að samningarnir hafi ekki formlega tekið gildi, að þá erum við búnir að undirbúa okkur en för­ um ekki af stað með neitt fyrr en allt er klárt,“ segir Gísli. Dómsmál í gangi Hafnarstjórinn sagði í samtali við DV í apríl að seinkun á gildistöku samn­ inganna hafi lítil áhrif á Faxaflóa­ hafnir þar sem ekki verði farið í nein­ ar framkvæmdir eða fjárútlát vegna lóðarinnar fyrr en allir samningar verða fyrirvaralausir. Terry Jest­ er, forstjóri Silicor Materials, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. mars síðastliðinn að helstu samn­ ingar um fjármögnun verksmiðjunn­ ar væru á lokastigi. Síðan þá hefur komið fram að Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en Héraðs­ dómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli sem Kjósarhreppur og bændur í Hvalfjarðarsveit höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Í því dómsmáli er reynt að fá hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í um­ hverfismat. Ekki náðist í Davíð Stef­ ánsson, talsmann og stjórnarmann í Silicor Materials Iceland Holding hf., við vinnslu fréttarinnar. Davíð sagði í viðtali við Fréttablaðið í mars síðast­ liðnum að viðræður við Landsvirkj­ un um þau 20 til 25 megavött (MW) sem fyrirtækinu vantar gengju illa. Silicor hefur samið við Orku náttúr­ unnar um 40MW. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Forstjórinn Terry Jester sagði í mars síðastliðnum að samningar um fjármögnun verk- smiðjunnar væru á lokastigi. MynD 2015©PreSSPHotoS.Biz/Geirix Hafnarstjóri Faxaflóahafna Gísli Gíslason Lóðin Verksmiðja Silicor Materials á Grundar- tanga á að framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð og fullkláruð að kosta um 900 milljónir Bandaríkja- dala eða 100 milljarða króna. S tjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur komist að niður­ stöðu um hver verði ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra sam­ takanna. Samkvæmt heimildum DV verður ákvörðunin kynnt síðar í vik­ unni en starfið var auglýst þann 5. september. Um sextán vikur eru liðnar síð­ an Þorsteinn Víglundsson, nú þing­ maður Viðreisnar, hætti sem fram­ kvæmdastjóri SA eftir rétt tæp þrjú og hálft ár í starfi. Í auglýsingu sam­ takanna nú í haust var óskað eftir öflugum einstaklingi með háskóla­ menntun til krefjandi stjórnunar­ og leiðtogastarfa þar sem reynir á frum­ kvæði, samskiptahæfni, forystu­ hæfileika og skipulögð vinnubrögð. Umsóknarfresturinn rann út 7. sept­ ember og var ráðningarferlið í hönd­ um Hagvangs. n haraldur@dv.is SA búin að velja framkvæmdastjóra Ráðningarferlið tók um fjórtán vikur Stjórnarformaðurinn Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Grunaður um nauðgun Hæstirétt ur staðfesti á mánudag úr sk urð Héraðsdóms Reykja vík ur um að er lend ur karl maður skuli sæta far banni vegna gruns um kyn ferðis brot. Maður inn er hælis leitandi og hef ur verið ákærður af héraðssak sókn ara fyr ir nauðgun. Samkvæmt ákæru á hann að hafa beitt konu ólög­ mætri nauðung að kvöldi föstu­ dags ins 11. mars síðastliðinn, lagst ofan á hana og haft við hana sam ræði. Hún hafi reynt að sporna við verknaðinum. Slökktu eld í kirkju Allt slökkvilið á Ak ur eyri var kallað út eftir að eldur kviknaði í Lauf ás kirkju í Eyjafirði. Reykræstu slökkviliðsmenn kirkj­ una eftir að Bolli Pétur Bollason prestur hafði náð að slökkva eldinn með aðstoð nágranna­ konu. Allar líkur eru á að eldur­ inn hafi kviknað út frá spennu­ breyti og urðu skemmdir á öftustu bekkjum kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.