Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 13.–15. desember 201612 Fréttir Þ ingreynsla nýs Alþingis nemur um 241 ári. Munar þar mest um Steingrím J. Sigfússon sem setið hefur í rúm 33 ár á Alþingi og er nú kominn í 14. sæti yfir þá þing­ menn sem lengst hafa setið á Al­ þingi frá upphafi. Af þingflokkum hefur Sjálfstæðisflokkurinn mesta þingreynslu, um 95 ár samanlagt. Framsóknarflokkurinn hefur flesta þingmenn með þingreynslu í sín­ um röðum, aðeins einn þingmaður þeirra hefur ekki áður setið á þingi. Fæstir þingmenn með þingreynslu eru í Viðreisn, aðeins einn. Þrír þingmenn sem áður höfðu setið á þingi komu inn á þing á nýjan leik eftir síðustu kosningar, þau Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Þor­ gerður Katrín Gunnarsdóttir Við­ reisn. Þorgerður Katrín sat áður á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er þar með einn þriggja þingmanna sem setið hafa á þingi fyrir fleiri en einn flokk. Auk Þorgerðar eru það Birgitta Jónsdóttir og fyrrnefndur Steingrímur. Birgitta var kjörin á þing fyrir Borgarahreyfinguna sem síðar varð að Hreyfingunni. Hún var síðan kjörin á þing fyrir Pírata árið 2013 og aftur nú í síðustu kosn­ ingum. Steingrímur er langreynslu­ mesti þingmaðurinn, var kjörinn á þing árið 1982 fyrir Alþýðubanda­ lagið. Steingrímur sagði sig síðan úr Alþýðubandalaginu og sat árið 1998 til 1999 á þingi í þingflokki óháðra. Árið 1999 var Steingrímur svo kjör­ inn á þing fyrir Vinstri græn. Auk þeirra hefur einn þingmaður til viðbótar setið á þingi fyrir fleiri en einn flokk, en þá sem varamaður. Það er Lilja Rafney Magnúsdóttir en árið 1993 kom hún inn á þing sem varamaður, þá í Alþýðubanda­ laginu. Árið 1998 settist Lilja Rafney aftur á þing sem varamaður, í fjar­ veru Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn sat þá á þingi utan flokka og svo var einnig með Lilju Raf­ neyju á meðan hún leysti hann af. Hún var svo kjörin á þing fyrir Vinstri græn árið 2009 fyrir Vinstri græn og hefur setið þar síðan. Þorgerður ein með reynslu Aðeins einn þingmaður Viðreisnar hefur setið áður á þingi. Það er Þor­ gerður Katrín sem kjörin var á þing 8. maí 1999 fyrir Sjálfstæðisflokk­ inn. Hún sat á þingi til vors 2013, í fjórtán ár alls. Aðrir þingmenn Við­ reisnar komu allir nýir inn á þing í síðustu kosningum. Einn þingmaður Samfylkingar­ innar hefur áður setið á þingi og annar hefur tekið sæti sem vara­ maður. Oddný G. Harðardóttir var fyrst kjörin á þing 25. apríl 2009 og hefur því setið á þingi í ríflega sjö og hálft ár. Logi Már Einars­ son hefur fimm sinnum tekið sæti á þingi sem varamaður, fyrst árið 2010. Heildar þingsetutími hans fyrir kosningarnar síðustu voru 92 dagar. Þriðji þingmaður Samfylk­ ingarinnar, Guðjón S. Brjánsson, hefur ekki áður setið á þingi. Tveir af fjórum þingmönnum Bjartrar framtíðar búa yfir þing­ reynslu. Það eru þau Óttarr Proppé og Björt Ólafsdóttir en bæði voru þau kjörin á þing 27. apríl 2013 og hafa því samanlagt setið á þingi í rúm sjö ár. Enginn þingmaður Bjartrar framtíðar hefur setið á þingi sem varamaður. Lilja eini nýliðinn Af átta þingmönnum Framsóknar­ flokksins hafa sjö þingreynslu. Aðeins Lilja Dögg Alfreðsdóttir utan ríkisráðherra kom ný inn í síðustu kosningum. Reyndastur þingmanna Framsóknar er Eygló Harðardóttir sem tók sæti á þingi 17. nóvember 2008 og hefur því setið samfleytt á þingi í rúm átta ár. Eygló hafði þá einu sinni tekið sæti sem varaþingmaður áður en hún var kjörin á þing. Hún sat á þingi í átján daga árið 2006. Þrír þingmenn Framsóknar­ flokksins, þeir Gunnar Bragi Sveins­ son, Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son og Sigurður Ingi Jóhannsson voru kjörnir á þing 25. apríl 2009 og hafa því setið á þingi í ríflega sjö og hálft ár hver. Þær Elsa Lára Arnar­ dóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir voru allar kjörn­ ar á þing 27. apríl 2013 og hafa því setið í þrjú og hálft ár ríflega hver. Heildar þingreynsla Framsóknar­ þingmanna er því ríflega 41 ár. Birgitta setið fyrir þrjá flokka Af tíu þingmönnum Pírata hafa þrír áður setið á Alþingi og auk þess hafa tveir komið inn á þing sem varamenn. Lengsta þingreynslu hefur Birgitta Jónsdóttir sem fyrst var kjörin á þing 25. apríl 2009, þá fyrir Borgarahreyfinguna. Birgitta hefur setið á þingi í rúm sjö og hálft ár. Jón Þór Ólafsson var kjörinn á þing 27. apríl 2013 en vék af þingi eftir tæp tvö og hálft ár, 7. septem­ ber 2015. Ásta Guðrún Helgadóttir tók þá sæti Jóns Þórs og hefur setið síðan, í rúmt ár. Samanlagt hafa þau því setið í rúm þrjú og hálft ár. Ásta hafði áður tekið sæti á Alþingi, sem varamaður á síðasta kjörtímabili, og setið á þingi í sextán daga. Þau Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen settust bæði á þing sem varamenn á síðasta kjör­ tímabili. Björn kom í fjórgang inn á þing og sat samtals í 36 daga á þingi. Halldóra kom fimm sinnum inn á þing og sat samtals í 40 daga. Samtals hafa því þingmenn Pírata setið á þingi í ríflega ellefu ár. Tveir reynslulausir hjá VG Af tíu þingmönnum Vinstri grænna koma fjórir nýir inn, þó tveir sem áður hafa setið sem varamenn. Andrés Ingi Jónsson sat á þingi í fimm daga árið 2015 og Rósa Björk Brynjólfsdóttir í 39 daga á síðasta kjörtímabili. Langsamlega reyndasti þing­ maður Vinstri grænna og þings­ ins alls er Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur var fyrst kjörinn á þing 23. apríl 1983 og hefur því setið á þingi í rúm 33 ár. Katrín Jakobsdóttir var kjörin á þing 12. maí 2007 og þær Lilja Rafney Magnúsdóttir og Svandís Svavars­ dóttir voru kjörnar 25. apríl 2009 en Lilja Rafney hafði áður setið í 47 daga á þingi sem varamaður. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var kjörin á þing 27. apríl 2013 en hafði áður setið sem varamaður í allmörg skipti, fyrst árið 2004, samtals í 156 daga. Steinunn Þóra Árnadóttir tók síðan sæti á þingi 18. ágúst 2014. Áður hafði hún setið á þingi sem varamaður í 117 daga. Þingmenn Vinstri grænna hafa því samtals setið á þingi í um 65 ár. Sigríður setið sem varamaður í 279 daga Sjálfstæðisflokkurinn hlaut kjör­ inn 21 þingmann í síðustu kosn­ ingum. Af þeim komu sjö nýir inn á þing, þó höfðu tveir þeirra áður tekið sæti sem varaþingmenn. Það eru þau Bryndís Haralds­ dóttir, sem sat á þingi í 33 daga á 241 árs reynsla á þingi n Steingrímur í 14. sæti yfir þá sem lengst hafa setið n Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa setið í 95 ár á þingi Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Reynslulausir þingmenn Þeir Björn Leví Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Teitur Björn Einarsson eru allir nýir á þingi. Aðeins Björn Leví hefur reynslu sem varaþingmaður. Mynd SiGTRyGGuR ARi Píratar á Bessastöðum Birgitta Jónsdóttir er reynsluminni kollegum sínum, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy, til halds og trausts. Mynd SiGTRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.