Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 2
Vikublað 14.–16. febrúar 20172 Fréttir Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun Hafa áhyggjur af þróuninni Rúmlega sex af hverjum tíu ökumönnum segjast aka hraðar en 90 kílómetra á klukkustund á svæðum þar sem leyfður há- markshraði er 90 kílómetrar. Svo virðist vera sem ábyrgð ökumanna og virðing fyrir leyfðum hámarks- hraða aukist með aldrinum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir Samgöngustofu í lok síðasta árs. Í könnuninni var gerð athugun á viðhorfi og hegð- un vegfarenda til ýmissa þátta er varða umferðaröryggi. Samgöngustofa og áður Um- ferðarstofa hafa látið gera slíkar kannanir árlega frá árinu 2005 en í nýjustu könnuninni koma fram niðurstöður sem benda til þess að ökumenn ástundi meiri hraðakstur en áður, að því er segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Sérstakar áhyggjur vekur að aukning í hraða virðist eiga sér stað á svæðum þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar. Meðalhraði þátttakenda er 95,9 kílómetrar á klukkustund, en árið 2014 sögðust 54 prósent aka hraðar en 90. Þetta hlutfall er nú 62 prósent. Árið 2014 sögðust þrjú prósent aka á 101 kílómetra hraða eða meira, en í fyrra var það hlutfall komið upp í sjö pró- sent sem er það hæsta sem mælst hefur. Hlutfall þeirra sem fara að lögum og halda sig við 90 kíló- metra á klukkustund eða minna fer úr 46 prósentum árið 2014 niður í 37 prósent í fyrra. Þá veldur það áhyggjum að 77 prósent þeirra ökumanna sem hafa minnstu reynsluna, aldurs- hópurinn 18–24 ára, segjast aka hraðar en 90 þar sem það er leyfður hámarkshraði. 25 prósent einstaklinga í þessum aldurs- hópi segjast aka hraðar en 101 kílómetra á klukkustund og er það áberandi hæsta gildið borið saman við aðra aldurshópa. Þ rjár ungar konur á aldrin- um 19 til 24 ára, Inga Björk Bjarnadóttir, Ingi gerður Bjarndís Ágústsdóttir og María Hjarðar fengu styrk að upphæð 300 þúsund króna frá Reykjavíkurborg þann 24. janúar en þær vilja vitundarvakningu á öllu sem sem viðkemur píkunni. Verkefni þeirra heitir Völvan, vit- undarvakning um málefni píkunn- ar. Þeim finnst vanta opinskáa um- ræðu um píkuna og telja að fræðsla í skólum sé takmörkuð. Verkefnið snýr líka að líkamsvirðingu, kyn- ferðisofbeldi, getnaðarvörnum, kynlífi, sjálfsfróun og barneignum. Umsækjendurnir Þær Inga Björk og María Hjarðar hafa verið áberandi fyrir sín bar- áttumál en Ingigerður var for- maður Keðjunnar, nemendafé- lags Kvennaskólans í Reykjavík. Inga Björk Bjarnadóttir hefur vak- ið athygli fyrir réttindabaráttu fatl- aðra. Hennar helsta baráttumál hefur verið að benda á það ofbeldi sem fatlaðar konur verða fyrir. Inga Björk hefur einnig talað um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól og hvernig komið er fram við hana þegar hún fer út á skemmtanalífið: „Ef ég segi nei þá hef ég verið kölluð tussa, ég hef verið kölluð tík og mér hefur verið hótað nauðgun fyrir að segja nei,“ sagði Inga Björk í samtali við Ísland í dag fyrir ári. María Hjarðar steig fram í við- tali við Vísi en hún var þá nemi í menntaskólanum á Egilsstöðum og formaður femínistafélags skól- ans. Þá hefur María verið á lista fyrir Vinstri græn. Sagði María við Vísi að hún hefði gengið í gegnum erfiða tíma sjálfshaturs. „Mér finnst alls ekki nógu mikið um það að konur kunni að meta lík- ama sína og finnist þær sjálfar flott- ar og æðislegar. Glansmyndir af líkömum og andlitum kvenna gefa upp ranga mynd af raunveruleikan- um sem mér finnst sorglegt.“ Sagði María að það hefði hjálpað henni að mynda sig fáklædda. „Það er kominn tími til þess að við, í samfélagi sem að segir okkur að hata okkur sjálf, mótmælum og elskum okkur. Það er stór partur af því að læra að elska sjálfan sig að stíga út fyrir þægindarammann. Það að taka af sér myndir reglulega gæti verið partur af því.“ Í umsókninni segja konurnar: „Nafn átaksins er tilkomið vegna vangaveltna okkar um enska orðið „vagina“, sem þýðir leggöng, en hið rétt orð yfir píku er „vulva“. Þetta er lýsandi fyrir ríkjandi viðhorf til píkunnar; að hún sé smættuð niður í leggöng sem móttak fyrir getn- aðarlim og sem fæðingarveg. Eitt helsta markmið okkar er að breyta þessu viðhorfi svo við sem samfé- lag gerum okkur grein fyrir því að píkan, völvan, er svo miklu meira en bara leggöng. Völva, sem hefur sama hljóm og enska orðið vulva, er svo eitt fallegasta orð íslenskrar tungu að okkar mati, auk þess að vera valdeflandi.“ Í tengslum við átakið verður sett á fót Facebook-síða með mynd- böndum, greinum og viðtölum um málefni píkunnar. Nú þegar hefur fjöldi þekktra Íslendinga ákveðið að koma að vitundarvakningu um málefni píkunnar. „Viðmælendur okkar allir eiga það sameiginlegt að vilja breyta viðhorfi fólks til píkunnar og trúa því að með fræðslu og vitundarvakn- ingu vinnist baráttan um jafnrétti.“ Í þessum hópi eru m.a. Óttarr Proppé, Ólafur Stefánsson, Hrefna Sætran, Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Hildur Lilliendahl og Edda Björgvinsdóttir. Ávinningur Konurnar sóttu um 500 þúsund króna styrk en fengu eins og áður segir 300 þúsund en áætlaður kostnaður við verkefnið í heild er 2,5 milljónir. Fimmtudaginn 9. mars mun fyrsta myndbandið líta dagsins ljós og 10. mars verður haldin veisla í tengslum við fyrsta myndskeiðið þar sem almennir borgarar og þjóð- þekktir einstaklingar tala um það sem þeim er hugleikið í tengslum við píkuna eins og það er orðað í um- sókninni. Þá munu greinar og blogg um píkuna birtast reglulega á sam- skiptamiðlum. Í umsókninni segir: Væntanlegur ávinningur vit- undarvakningarinnar er að sam- félagið verði víðsýnna og ham- ingjusamara eftir að hafa kynnst píkunni betur, þar sem hún er nú uppspretta kynferðislegrar ánægju helmings þjóðarinnar. Einnig er væntanlegur ávinningur sá að fólk komist nær því að kyn aftri sér ekki, hvort sem er fjárhagslega, félags- lega eða persónulega. Þá er von okkar að átakið verði þáttur í barátt- unni gegn kynbundnu ofbeldi, sem er helsta dánarorsök kvenna á aldr- inum 16–44 ára í Evrópu og heimin- um öllum. n Völvan fær 300 þúsund fyrir píkuna n Vitundarvakning um málefni píkunnar n Vilja breyta viðhorfi fólks Átak Margir þekktir Íslendingar leggja átakinu lið. Má þar nefna Óttarr Proppé, Hildi Lilliendahl, Eddu Björgvinsdóttur, Ólaf Stefánsson, Sigríði Ingibjörgu og Ólaf Darra. María Hjarðar „Mér finnst alls ekki nógu mikið um það að konur kunni að meta líkama sína og finnist þær sjálfar flottar og æðislegar.“ Inga Björk Bjarnadóttir Inga Björk Bjarnadóttir hefur vakið athygli fyrir réttindabaráttu fatlaðra. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Völva, sem hefur sama hljóm og enska orðið vulva, er svo eitt fallegasta orð ís- lenskrar tungu að okkar mati, auk þess að vera valdeflandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.