Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 22
Vikublað 14.–16. febrúar 20174 Vélar og tæki - Kynningarblað Fossberg heldur upp á 90 ára afmæli Afmælistilboð og nýjar uppstillingar í verslun F ossberg er eitt af elstu fyrir­ tækjum landsins, stofnað árið 1927, og hefur verið í samfelldum rekstri síðan þá og með sömu kennitölu allt frá því fyrirtæki fengu kenni­ tölu, frá árinu 1969. Fossberg var í eigu stofnanda fyrirtækisins og fjöl­ skyldu hans allt þar til það var selt tveimur starfsmönnum árið 2006. Fleiri höfðu þá áhuga á að kaupa fyrirtækið en fjölskyldan taldi því best borgið í höndum aðila sem höfðu gildi eigendanna í hávegum og leggja ríka áherslu á góða og persónulega þjónustu, liðsanda og fjölskyldustemningu. Fyrstu höfuðstöðvar fyrirtækis­ ins voru í Hafnarstræti, þaðan flutt­ ist það þó fljótt á Vesturgötu 3, þar sem það var starfrækt í tæp 40 ár. Frá árinu 1965 til 1999 var Fossberg til húsa að Skúlagötu 63. Næstu höf­ uðstöðvar voru að Suðurlandsbraut 14 en núverandi staðsetning fyrir­ tækisins er að Dugguvogi 6 og hef­ ur verið það síðan árið 2004. Foss­ berg hefur verið leiðandi í sölu handverkfæra á Íslandi auk marg­ víslegra annarra áhalda. Í tilefni af afmælinu eru nú komnar nýjar uppstillingar í verslun fyrirtækisins að Dugguvogi 6. „Við vorum að stilla upp nýjum rekkum í búðinni okkar í tilefni af­ mælisins. Þannig erum við að stilla fram okkar helstu birgjum á nýjan hátt og leggja aukna áherslu á vörur þeirra og bæta úrvalið frá þeim. Við erum að endurraða og fegra og koma gömlu fyrirtæki í nýjan bún­ ing um leið og haldið er í gamlar hefðir,“ segir Gunnar Örn Bene­ diktsson, markaðsstjóri Fossberg. Hjá Fossberg fást ýmsar vélar og tæki fyrir fjölbreyttan iðnað. „Með­ al helstu merkja hjá Fossberg eru hin öflugu rafmagnsverkfæri frá Metabo, Ruko sem eru með allt í bor­ og snittverkfærum, Stahlwille sem eru rómuð handverkfæri, og Unior sem býður upp á mikla breidd í handverkfærum. Þá er það Flexovit sem er með afar breiða línu í slípi­ og skurðarvörum. Þessu öllu ætlum við að stilla upp á nýjan og spennandi hátt,“ segir Gunnar og er óhætt að hvetja fólk til að kíkja í verslunina að Dugguvogi 6 og skoða nýjar og spennandi uppstill­ ingar. Verslunin er opin virka daga frá kl. 8 til 17. Auk þess eru 90 ára afmælistil­ boð í gangi allt árið, allavega eitt tilboð í hverjum mánuði. Tilboð þessa mánaðar er bandslípivél SR3922075 frá Metalcraft, en hún kostar 119.995 krónur, sem er rúm­ lega 20.000 króna verðlækkun. n Sjá nánar á fossberg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.