Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 31
Vikublað 14.–16. febrúar 2017 Menning 27 É g opna nýjan glugga: skrifa þrisvar sinnum tvöfaltvaff punktur FritzHendrik punktur com skástrik WitchWindow og ýti á enter-hnappinn á lykla- borðinu. Á brúngrænum bakgrunni blasir við yfirlitskort af sýningarrými. Ég er kominn inn á sýninguna Witch Window, eftir listamanninn Fritz Hendrik, sem var opnuð um miðj- an desember. Ég þrýsti á hnapp sem segir „Press release“ og glugginn rennur niður að kynningartexta um sýninguna frá einhverjum sem kallar sig „Fræðimanninn.“ Ég rúlla hjólinu á miðri músinni að mér og textinn flýgur upp og úr augnsýn. Neðst af skjánum rennur upp ljósmynd úr hvítmáluðu galler- íi með flotuðu steypugólfi. Þar hanga uppi tvær tvívíðar myndir eða mál- verk af gluggum. „Witch Window oil on canvas 2016.“ Ég skrolla niður og fæ stærri mynd af einum glugg- anum, skrolla niður og þar birtast fleiri myndir úr raun-galleríi upp- fullu af gluggamyndum – hvort þær séu tölvugerðar eða raunmálaðar er erfitt að segja. Þarna er líka mynd- bandsverk sem hægt er að spila og svo birtast myndir af tölvugerðum skúlptúrum, feneyskir rimlagluggar og gína klædd í einhvers konar staf- rænan leirskúlptúr. Sýnir í fínustu galleríum heims Ég opna annan glugga og hef samband við listamanninn Fritz Hendrik í gegn- um tölvupóst, ég spyr hann um alla þessa glugga og af hverju hann hafi ákveðið að halda sýningu á netinu. „Upphaflega langaði mig bara að halda hefðbundna sýningu með verk- um eftir sjálfan mig, en þar sem ég er staddur í Berlín í starfsnámi hjá Agli Sæbjörnssyni, að hjálpa til við Fen- eyjaverkið hans, þá reyndist mér erfitt að finna rými hér og ég hugsaði að það myndi enginn mæta á sýninguna því hér þekki ég svo fáa. Þá datt mér í hug að halda sýninguna bara á netinu og þá væri hægt að sjá hana hvar sem er í heiminum. Þegar það kom síðan að því að gera verkin sjálf fannst mér réttast að sýningin myndi fjalla um það að horfa í gegnum glugga, sem er jú það sem að við gerum á netinu. Út frá þessu varð ég mjög upptekinn af gluggum og hvernig maður getur ver- ið hlutlaus áhorfandi á öðru rými en því sem maður er staddur í, hvort sem maður er að horfa í gegnum gluggann í tölvunni eða út í garð á efstu hæð í blokk. Það er eitthvað mjög dularfullt við þetta ferðalag sem gluggar bjóða upp á.“ Á sýningarrýmið sér fyrirmynd í efnisheiminum? „Já, myndirnar af rýminu eru allar stolnar af heimasíðum mismunandi stórra og mikilvægra gallería víðs vegar um heiminn. Ég tók síðan upp- runalegu verkin á myndunum út úr rýmunum í Photoshop og setti mín verk inn í staðinn. Mér fannst fyndið að búa í raun til leið til þess að sýna verkin mín í svona fínum rýmum sem ég myndi annars ekki fá að sýna í.“ En hvað með verkin, eru þetta efnislegir skúlptúrar og málverk sem eru máluð á efnislegan striga eða eru þau bara til í stafrænu formi? „Verkin eru öll búin til í tölvu fyrir utan eitt lítið málverk. Það fékk að verða til í alvöru. Annars er þetta allt „fake“.“ Hvað finnst þér sem listamanni meira spennandi við að skapa í staf- rænu rými frekar en efnislegu? Og er eitthvað ákveðið sem þér finnst svona stafrænt sýningarrými ekki geta náð fram? „Það er náttúrlega gríðarlegt frelsi að búa til verk í tölvu og það gefur þér ákveðna stjórn sem þú hefur ekki í raunveruleikanum. Í tölvunni þarf verkið ekki að lúta neinum eðlis- fræðilegum reglum og það hjálpar að maður getur búið þetta allt til án þess að borga efniskostnað. Svo nær þetta líka til stærri hóps fólks en sýn- ing sem haldin er í raunheimi. Hug- myndin að sýningunni spratt líka að hluta til út frá því að ég var farinn að skoða myndlist mikið á netinu, á síð- um eins og Contemporary Art Daily Endalaust sýningarrými á internetinu Internetið er nornagluggi Fritz Hendrik Myndlistarmaður frá Reykjavík. Fritz nam myndlist við Lista- háskóla Íslands og er nú í starfsnámi hjá myndlistarmanninum Agli Sæbjörnssyni í Berlín. Fritz hefur tekið þátt í átta sam- sýningum og haldið tvær einkasýningar. Hann vinnur í hina ýmsu miðla, einna helst innsetningar, málverk, skúlptúr, ljósmyndir og vídeó. Fritz Hendrik IV stendur fyrir Witch Window. þar sem myndir af stórum sýning- um úti í heimi eru birtar stuttu eftir opnun. Svo er þetta líka ágætt þegar að maður er eitthvað á flakki, þá er fartölvan það eina sem maður þarf. Það sem þú missir við þetta er hins vegar nándin við verkið. Þetta er svo- lítið eins og að tala við kærustuna sína á Facebook í staðinn fyrir að hitta hana. Mér finnst allavega miklu betra að hitta kærustuna mína í alvöru.“ Fylgist þú náið með hverjir koma á sýninguna og hvaðan – er einhver búinn að kíkja við? „Ég uppgötvaði Google analytics bara áðan, og þar get ég séð alls kon- ar tölfræði varðandi sýninguna. Ég veit það til dæmis núna að sýningin hefur verið skoðuð af 645 manns og meðaltími þeirra sem að hafa skoð- að hana er þrjár mínútur og 49 sek- úndur.“ Hvað verður sýningin lengi uppi – ákveðinn tíma eða bara að eilífu? „Allavega eins lengi og ég borga lénið! Það væri nú gaman ef hún gæti verið ,,online“ þangað til að ég verð gamall karl. Svo fengi hún kannski bara að hverfa með mér.“n Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali bjarni@fastlind.is Sími 662 6163 Ég kann að meta eignina þína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.