Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2017, Blaðsíða 16
Vikublað 14.–16. febrúar 201716 Fréttir Erlent É g á bágt með að trúa þessu. Mér finnst þetta of snemmt; ef þeir vilja virkilega gera sjón- varpsþátt finnst mér að þeir ættu að leyfa lengri tíma að líða,“ segir Giorgia Galassi, ein þeirra sem komust lífs af þegar snjóflóð jafnaði Hotel Rigopiano í Abruzzo- héraði á Ítalíu við jörðu þann 18. janúar síðastliðinn. Tuttugu og níu manns létust í snjóflóðinu. Leiknir þættir í fjórum hlutum Óánægja ríkir meðal þeirra sem komust lífs af og aðstandenda þeirra sem létust eftir að út spurð- ist að til stæði að framleiða sjón- varpsþátt um slysið. Framleiðslu- fyrirtækið Taodue, sem er hluti af Mediaset-fjölmiðlaveldi Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ítalíu, vinnur nú að ver- kefninu. Til stendur að gera leikna sjónvarpsþætti í fjórum hlutum um slysið og afleiðingar þess. Verja sig með kjafti og klóm Forsvarsmenn fyrirtækis- ins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni vegna ákvörðunar- innar, ekki síst í ljósi þess hve skammur tími er liðinn frá snjóflóðinu. En forsvarsmenn Taoudue hafa varið ákvörðun- ina með kjafti og klóm. „Þetta er mikilvægt verk efni. Við skrifum handritið með að- stoð og liðsinni þeirra sem urðu vitni að harmleiknum frá fyrstu hendi, þar á meðal þeim sem komust lífs af, aðstand- endum þeirra sem létust í slysinu og viðbragðsaðilum,“ segir Pietro Valsecchi, framkvæmdastjóri Taou- due, í samtali við Telegraph. Hefja tökur í haust „Við fylgdumst öll með þessum harm- leik og það ríkti mikill ótti um þá sem sátu fastir í húsarústunum,“ bætti Pietro við en Giorgia Galassi sat föst í rústum hótelsins í 58 klukkustundir áður en henni var bjargað ásamt kærasta sín- um. Hún hefur lýst sig andsnúna verk- efninu, að sinni að minnsta kosti, en til stendur að hefja tökur í haust, um leið og handritið liggur fyrir. Skortur á virðingu Annar sem gagnrýnt hefur verkefnið er Giampiero Parete sem skaust út í bíl sinn til að sækja lyf fyrir eigin- konu sína þegar snjóflóðið reið yfir. Hann þurfti að bíða milli von- ar og ótta í tvo sólarhringa áður en hann fékk að vita hver afdrif eigin- konu hans og tveggja barna urðu. Sem betur fer voru þau í hópi níu manns sem dregnir voru út úr húsa- rústunum. „Geta þau virkilega gert þetta? Er engin leið til að koma í veg fyrir þetta? Í svona aðstæðum þarf að sýna virðingu og skilning,“ segir hann. Parete var sá sem lét yfirvöld vita af snjóflóðinu, allir aðrir á svæð- inu höfðu lent undir því. Skoða hvað fór úrskeiðis Meðal þess sem aðstandendur þeirra sem lentu í snjóflóðinu bíða eftir er niðurstaða nefndar sem fékk það hlutverk að skoða hvort eitthvað hefði mátt betur fara við björgunaraðgerð- ir. Gagnrýnt hefur verið að viðbragðs- aðilar hafi verið lengi á staðinn og of langur tími hafi liðið þar til aðgerðir hófust við að bjarga þeim sem grófust undir. Í yfirlýsingu sem aðstandend- ur Stefanos Feniello, sem var einn þeirra sem létust í snjóflóðinu, er ákvörðun Taoudue gagnrýnd harð- lega. „Við viljum benda á að aldrei hefur verið leitað til okkar vegna verk efnisins. Sannleikurinn um hvað miður fór mun koma fram í skýrsl- um rannsóknarnefndar – sannarlega ekki í hraðsoðnum sjónvarpsþætti svo skömmu eftir slysið.“ n Framleiða dramaþátt mánuði eftir hryllinginn n 29 létust í snjóflóðinu í janúar n Forsvarsmenn Taoudue gagnrýndir Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Komust lífs af Parete þurfti að bíða í tvo sólarhringa eftir fregnum af afdrifum fjölskyldu sinnar. Sem betur fer komust þau öll lífs af. Rústir einar Tutt- ugu og níu manns létust í snjóflóðinu. Nú stendur til að gera leikinn drama- þátt um slysið. Púttarinn bjargaði lífi hans Eins og væntanlega allir golfarar vita er bráðnauðsynlegt að hafa góðan púttara með í för. Banda- ríkjamaðurinn Tony Aarts komst að raun um það á dögunum þegar hann fór hring á golfvelli einum á Flórída í Bandaríkjun- um. Aarts var að ljúka leik á fjórðu braut þegar óvæntur gestur gerði vart við sig á flötinni. Rúmlega þriggja metra krókó- díll hafði fikrað sig upp úr vatni í grenndinni og gerði sig lík- legan til að ráðast á Aarts. Svo fór að krókódílnum tókst að læsa tönnunum í hægri ökkla hans og dró hann út í vatnið. „Ég man að ég var með kylfu í höndinni. Um leið og ég átt- aði mig á því sló ég frá mér og barði hann í hausinn,“ segir Aarts. Krókódíllinn gafst ekki svo auðveldlega upp en til allr- ar hamingju er Aarts einnig þver og hann hélt áfram að berja á skepnunni. „Ég ákvað að einblína á augun og þá sleppti hann loks- ins takinu,“ segir hann við banda- ríska fjölmiðla. Aarts, sem hefur síðastliðin 35 ár búið á Flórída og spilað golf reglulega, hefur oft séð krókó- díl í nágrenni golfvalla en aldrei í jafn miklu návígi og nú. Hann slapp með skrámur en ljóst er að illa hefði getað farið hefði hann ekki verið púttarann í höndinni. Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.