Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 5
 Framleiðsla á kjúklingakjöti hefur vaxið um 9% á ári síðan Finnland gekk í Evrópu- sambandið. Árið 2005 nam framleiðslan 87 þúsund tonnum, sem er tvöföldun frá árinu 1994. Framleiðsla á kalkúnakjöti hef- ur fjórfaldast á undanförnum fjórum árum. Framleiðsla eggja féll hins vegar um 20% á síðustu tfu árum. MIKIL FÆKKUN í BÆNDASTÉTT OG STÆKKUN BÚA Finnskur landbúnaður hefur tekið hröðum breytingum á undanförnum árum. Fyrir inngönguna í Evrópusambandið voru meira en 100.000 bú í Finnlandi. Árið 2005 voru 69.000 eftir. Fækkun búa hefur numið 3% á ári. Fækkunin hefur orðið meiri í sumum búgreinum en öðrum. Sem dæmi hefur kúabúum fækkað um nærri 7% á ári, sem samsvarar helmingsfækkun á tímabilinu, frá um 30.000 í um 15.000. Samhliða þessu hafa búin stækkað. Meðalkúabúið hefur t.d. stækkað úr 12 kúm í 20. Búum hefur fækkað hraðast í Austur-Finnlandi en hægast í Norður-Finnlandi. Framleiðni hefur aukist í framleiðslu kjöts og mjólkur á tímabilinu en staðið í stað í -kornframleiðslu. Sama notkun aðfanga gaf 21% meiri mjólk af sér árið 2004 en árið 1995 og 17,5% meira svínakjöt. Ljósmynd: Raisio FRAMTÍÐARHORFUR í FINNSKUM LANDBÚNAÐI FRAM TIL 2020 Ekkert bendir til þess að dragi úr fækkun búa þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti hvetur markaðurinn til enn meiri sam- þjöppunar og aukinnar framleiðni. Haldi fram sem horfir um fækkun búa munu um 40.000 bú verða eftir árið 2020 í Finn- landi. Af þeim munu einungis 6.000 stunda mjólkurframleiðslu. Einnig má gera ráð fyrir að landfræðileg samþjöppun haldi áfram. Meðan ræktað land mun haldast nær óbreytt í Vestur- og Suður-Finnlandi munu breytingarnar verða meiri í Norður- og Austur-Finnlandi. Samkeppnisstaða finnsks landbúnaðar kallar á umtalsverðar breytingar og fækkun búa sem erfitt er að hafa áhrif á með breytingum á landbúnaðarkerfinu. Tækni- framfarir einar og sér stuðla að stöðugri stækkun búa. Ný tækni eykur framleiðni, lækkar framleiðslukostnað, eykur skilvirkni og bætir nýtingu vinnuafls. Stækkun framleiðslueininga að þeim mörkum sem tæknin leyfir leiðir jafnframt til vandamála. Breytingarnar valda búseturösk- un og hafa áhrif á vinnumarkað, sérstaklega í dreifbýli. Samþjöppun landbúnaðarfram- leiðslunnar gerir framleiðsluna viðkvæmari fyrir ófyrirséðum áföllum og getur leitt til staðbundinna umhverfisvandamála. Samt sem áður er líklegt að aðgerðir sem draga úr þessari þróun séu kostnað- arsamar og á endanum hættulegar fyrir landbúnaðinn sjálfan, þar sem þær draga úr samkeppnishæfni hans. Vegna félags- legs mikilvægis landbúnaðar er nauðsyn- legt að tryggja samkeppnishæfni hans svo tilvist hans og þar með félagslegt hlutverk sé tryggt. 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.