Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 26
NAUTGRIPARÆKT Ný meðferð við júgurbólgu gæti orðið valkostur á móti sýklalyfjum Doug Bannerman örverufræðingur (til vinstri) og Max Paape mjólkurfræðingur telja frumur og skoða bakteríuræktun úr kúm sem annaðhvort fengu sýklalyf eða Poly-x í lok mjaltaskeiðsins (í upphafi geldstöðu). Ljósm. Stephen Ausmus. Hugsanlega er komið fram nýtt vopn í baráttunni gegn bakter- íunum sem valda júgurbólgu í mjólkurkúm en árlegur kostnaður í Bandaríkjunum vegna sjúkdómsins, í formi gripadauða og mjólkurtaps, er um tveir milljarðar dala. Við genamengjarannsóknir Rannsókna- stofnunar bandaríska landbúnaðarins (ARS) í nautgriparannsóknasetrinu í Beltsville f Maryland hafa vísindamennirnir Max Paape og Douglas Bannerman sýnt að með því að sprauta sykrunni Poly-x í júgurkirtla kúnna dró úr júgurbólgusýkingum og kostnaður- inn er aðeins einn tólfti af verði sýklalyfja. Um er að ræða fjölsykrur sem finnast í frumuveggjum ákveðinna gersveppa. Þeg- ar þær eru gefnar kúm á geldstöðu verka þær eins og lífefnafræðilegur herlúður sem eykur virkni ónæmiskerfis dýranna, einkum til að framleiða hvít blóðkorn sem drepa bakteríur. „Rannsóknir í Beltsville höfðu þegar gefið til kynna að það að fjölga frumum í mjólk kæmi ( veg fyrir sýkingu," segir Paape. „Poly-x eykur frumufjölda í seyti geldkúa fyrstu fimm daga geldstöðunnar og kemur þannig (veg fyrir bakteríusýkingu." Við júgurbólguvarnir eru oft notuð mörg úrræði, til dæmis sýklarannsóknir, hreinlætis- ráðstafanir, einangrun, slátrun, spenahreins- un og sýklalyfjameðferð. Notkun sýklalyfja getur verið kostnaðarsöm fyrir hefðbundna mjólkurframleiðslu, lyfin kosta um tlu dali á hverja kú eða 45 milljónir dala á landsvísu, samkvæmt áætlun Paape. Meðferðin er einnig umdeild og áhyggjur eru uppi um hugsanlega umhverfismengun og að upp komi bakteríur sem ónæmar eru fyrir sýkla- lyfjum. Paape og Bannerman sjá marga kosti við að nota Poly-x sem náttúrlegan valkost, einn þeirra er að leyfar eru engar. Verðið er annar kostur. Túpa af sýklalyfjum kostar um hálfan þriðja dal en tilraunameðferð með Poly-x aðeins 20 sent. Við rannsóknir sínar sprautuðu vísinda- mennirnir 40 Holstein-mjólkurkýr á geld- stöðu með Poly-x og 40 með sýklalyfjum. Þegar geldstöðutímabili kúnna lauk leituðu vísindamennirnir að júgurbólgusýkingu í skepnunum. „Fimm af kúnum sem fengið höfðu Poly-x fengu nýjar sýkingar ( upphafi næsta mjólkurtímabils en 16 sýklalyfjakýr sýktust," segir Paape. Þeir Bannerman hyggj- ast birta niðurstöður sínar í vísindaritum. Rannsóknastofnun bandaríska landbún- aðarins hefur sótt um einkaleyfisvernd á gersykurmeðferðinni og leitar nú að sam- starfsaðila til frekari útfærslu og markaðs- setningar til hefðbundinna og lífrænna mjólkurbænda. Mörg fyrirtæki íhuga Poly-x með þetta í huga en rannsóknastofnunin á ( samningaviðræðum um einkaleyfi á annarri og eldri tækni við júgurbólguvarnir frá rann- sóknasetrinu í Beltsville, þ.e. samskeytta prótíninu CD14, sem binst og hlutleysir inneitur sem júgurbólgusýklar framleiða. (Sjá „An Udder Solution for Bossie's Woes," Agricultural Research, júní 2002, bls. 18.)— Eftir Jan Suszkiw, starfsmann Agricultural Research Service Information. Þessi rannsókn heyrir undir Animal Health, áætlun Rannsóknastofnun bandaríska land- búnaðarins (#103), sem nánar er lýst á vef- siðunni www.nps.ars.usda.gov. Max J. Paape og Douglas Bannerman starfa hjá genamengjarannsóknasetri nautgripa, Bovine Functional Genomics Laboratory undirstofnun Rannsóknastofnunar banda- ríska landbúnaðarins. „Ný meðferð við júgurbólgu gæti orðið valkostur á móti sýklalyfjum" birtist í febrúarhefti timaritsins Agricultural Rese- arch 2006. 26 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.