Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 6
NÝJA FJÓSIÐ Allt undir einu þaki Á bænum Káranesi í Kjós var byggt nýtt fjós sem miðast við afkastagetu eins mjaltaþjóns Nýja fjósið í Káranesi er stálgrindarhús með úretaneiningum á þaki og veggjum. Flatarmál þess er 972 m2. Finnur Pétursson og Stella Pétursson búa í Káranesi og sjá um rekstur búsins. Hér eru þau ásamt dóttur sinni henni Alexöndru Finnsdóttur. I Káranesi í Kjós hafa hjónin Pétur Lárusson og Marta Finnsdóttir um árabil rekið kúabú. Fyrir rúmu ári tóku fjórir synir þeirra við búskapn- um og ráðist var í byggingu nýs fjóss sem rúmar um 66 mjólkandi kýr auk geldkúa, kálfa og geld- neyta. í kringum búreksturinn var stofnað fyrirtækið Káranes ehf., en hjónin Finnur Pétursson og Stella Pétursson búa á staðnum og sjá um rekstur búsins. Þau fluttu nýlega inn í nýtt íbúðarhús sem var byggt á sama tíma og nýja fjósið. Gamla fjósið var hefðbundið básafjós sem tekið var í notkun um 1960 og var því komið til ára sinna. Við kynslóðaskiptin var ákveðið að auka mjólkurframleiðsluna tölu- vert en stefnt er að því að framleiða um 400 þúsund lítra á nýbyrjuðu verðlagsári. Það er u.þ.b. fjórföldun þeirrar framleiðslu sem var I eldra fjósinu. Fjölskyldur bræðranna og for- eldrar unnu við byggingu fjóssins og segja má að þekking þeirra bræðra hafi nýst vel til verka. Finnur er vélvirki, Lárus er landbún- aðarverkfræðingur, Kristján vélaverkfræð- ingur og Jón Smári er rafvirki. Fleiri komu að byggingunni, þeirra á meðal Runólfur Bjarnason trésmiður frá Þorláksstöðum og Kristján og Ágúst bræður hans. Nánast allt byggingarefni fjóssins og tæknibúnaður kemur frá fyrirtækinu Landstólpa ehf. sem Lárus starfar fyrir. Mjaltaþjónninn, sem er af gerðinni Lely, kemur frá Vélaborg ehf., sem og mjólkurtankurinn sem er 4.000 lítra af gerðinni Wedholms og hannaður til að vinna með Lely-mjaltaþjóni. Finnur hefur orð fyrir þeim bræðrum enda elstur: „Við bræðurnir byggðum fjósið og tók- um við bústofninum þegar það var tekið í notkun. Forsendan fyrir byggingunni var að kaupa bústofninn af foreldrum okkar og auka við mjólkurframleiðsluna. ( heildina hefur framkvæmdin gengið vel en fyrsta skóflustungan var tekin í maí árið 2004. Skipt var um jarðveg [ grunninum þá um vorið en síðan var hafist handa eftir slátt um sumarið og unnið að sökklum um veturinn. Vorið 2005 var svo gólfplatan steypt og stál- grindarhúsið reist um sumarið." Hvernig var undirbúningi háttað? „Fyrsta ákvörðunin var að við ætluðum að byggja eitt hús yfir allan bústofninn. Spurningin um húsgerðina var næsta skref. Lárus átti bækling frá Weelink þar sem var grunnmynd af fjósi sem við fylgdum í megin- atriðum. Stálgrindin í húsinu er hefðbundin úr l-bitum en er þó með nokkuð nýstárleg- um hætti að því leyti að stoðir í miðju húss- ins eru Y-laga ofan til. Með þessu var hægt að slá tvær flugur í einu höggi. (fyrsta lagi eru færri stoðir sem ná niður í gólf og (öðru lagi var hægt að spara töluvert með efnis- minni stálgrind. ( veggjunum og loftinu eru úretaneiningar. Þakplöturnar eru 1 metri að breidd og 15,4 metra langar." FUÓTLEGT AÐ REISA STÁLGRINDARHÚSIÐ Að sögn Finns gekk hratt og vel að reisa hús- ið. „Það komu hingað fjórir Hollendingar frá framleiðanda hússins og þeir sáu um að reisa stálgrindina og leiðbeina okkur við klæðn- inguna. Verkið gekk mjög fljótt fyrir sig en byrjað var á mánudegi og á miðvikudegi var grindin komin upp, búið að klæða báðar langhliðarnar og setja þak á fjórðung húss- ins. Við kláruðum svo að klæða þakið sjálfir, fimm menn á einum og hálfum degi." 6 FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.