Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.2006, Blaðsíða 7
NÝJA FJÓSIÐ Uppeldisstíur eru rúmgóðar og stórar. ( sumar hafa kvígurnar haft möguleika á að ganga út og inn úr fjósinu að vild. KÁLFAELDIÐ Kálfastían í fjósinu í Káranesi er stór og rúm- góð. Þar er kálfafóstra sem Finnur segist ekki vilja vera án og telur slíka fjárfestingu vera fljóta að borga sig. Kálfafóstra með öllum útbúnaði kostar um 550 þúsund auk virðisaukaskatts. „Við gefum kálfunum alla mjólk sem til fellur og fer ekki í sölu en að öðru leyti notum við mjólkurduft. Duftið er ódýrara en mjólk sem er söluhæf. Kálfafóstr- an blandar sjálf og skammtar ofan í hvern kálf hæfilegt magn, hæfilega oft, og með réttu hitastigi. Þetta felur í sér mikinn vinnu- sparnað fyrir bóndann og mun nákvæmari vinnubrögð." Finnur segir að allt að 24 smákálfar hafi verið í einu í stíunni í fyrravet- ur og þar af nokkrir sem hafi verið teknir I fóstur af nágrannabæ. „Ég sé það fyrir mér sem möguleika fyrir þændur að taka að sér kálfa í eldi. Þá gæti t.d. einn bóndi séð um uppeldi fyrir 2-3 bú af stærri gerðinni. Með kálfafóstrunum er þetta mun auðveldara en áður var." í upphafi var ákveðið að nota sjálfvirkan kjarnfóðurbás fyrir kálfa á aldrinum 3-9 mánaða. Finnur segir það nýlundu og hafi það heppnast vel hjé þeim. Með því móti er hægt að stilla mjög nákvæmlega kjarn- fóðurmagnið sem kálfarnir fá á þessu ald- ursskeiði. „Ég tel að menn fái þetta allt til baka og að kálfurinn launi ofeldið sem góð mjólkurkýr!" segir Finnur. KVÍGURNAR MEÐ GOTT RÝMI Eftir að mjólkurskeiði lýkur fara kvígurnar á legubása sem eru í framhaldi af hálmstí- unni. Fyrst er hólfið með kjarnfóðurbásnum fyrir kvígur 3-9 mánaða og í næsta hólfi eru svo 24 básar fyrir kvígur þar sem þær eru fram að sæðingu. Eftir að þær festa fang fara þær í næsta hólf þar sem eru 18 básar og þar eru þær fram að burði sem er um tveggja ára aldur. í sumar hafa kvígurnar haft möguleika á að ganga út og inn úr fjós- inu að vild en hafa ekki aðgang að vatni úti við. Þannig er tryggt að þær koma alltaf inn til þess að drekka. Þær hafa einnig aðgang að heyi inni. Finnur segir að þetta fyrirkomu- lag hafi reynst vel. ( mikilli sól og vondu veðri komi þær inn í skjólið. TÆKNILAUSNIR Sem fyrr segir er mjaltaþjónn í fjósinu í Kára- nesi. Að sögn þeirra bræðra miðaðist bygg- ingin við að fullnýta afkastagetu hans. Eitt sem gestir finna strax fyrir í fjósinu er að loftræstingin er með afbrigðum góð. Birtan er mikil en í mæni og veggjum eru opnanlegir gluggar og er opnuninni stjórn- að sjálfvirkt eftir upplýsingum frá veðurstöð á þakinu og hitaskynjara inni í fjósinu. „Hjá okkur er hitastjórnunin fólgin í því að hitastigið er ekki látið fara niður fyrir 3,7 gráður. í miklum veðrum lokast gluggarnir sjálfkrafa," segir Finnur. Lýsingin er, að sögn Finns, byggð á hol- lenskum rannsóknum sem gerðarvoru á lýs- ingu í fjósum. „Samkvæmt þeim er alls ekki sama hvernig lýsingu í fjósum er háttað. Ljósmagnið var útreiknað á hvern fermetra og Ijósafjöldinn ákveðinn eftir þvf. Það er birtuskynjari úti, svokölluð fótósella, sem stjórnar því hvenær kviknar á Ijósunum. I öllum lömpum eru natríumperur og sérstök klukka sér um að slökkva á þeim yfir blánótt- Stálgrindin í húsinu er hefðbundin úr l-bitum en er þó með nokkuð nýstárlegum haetti að því leyti að stoðir í miðju hússins eru Y-laga ofan til. ina. Á nóttunni er næturlýsing hjá mjalta- þjóninum. Einnig eru ratljós á göflum." I fjósinu í Káranesi er myndavélakerfi sem bændurnir geta notað til að fylgjast með starfseminni í fjósinu. Hægt er að tengjast vélunum í gegnum Netið með auðveldum hætti. Alls eru fjórar vélar i fjósinu en þær eru allar stilltar á upptöku. Þannig getur bóndinn skoðað myndir ef eitthvað kemur upp á að nóttu til og séð ástæðurnar. Brynningin er með hefðbundnu sniði. Drykkjarkör eru í öllu fjósinu en í sjúkrastí- um eru hefðbundnar skálar. Kjarnfóðursíló stendur fyrir utan fjósið en inni eru tveir kjarnfóðurbásar, einn fyrir smá- kálfana og einn fyrir kýrnar, auk þess sem mjaltaþjónninn gefur kjarnfóður. FLÓRSKÖFUR OG HAUGPOKI Flórsköfur skafa mykjuna niður í haugkjall- ara sem er um 120 rúmmetrar undir enda fjóssins. Þar er rafknúin hræra (nk. skrúfa) með sjálfvirka tímastillingu sem hringdælir daglega í kjallaranum og heldur þannig mykjunni upphrærðri sem lágmarkar gas- myndun. Úr haugkjallaranum er mykjunni dælt með rafknúinni mykjudælu út í stóran mykjupoka. Þetta fyrirkomulag er að ryðja sér til rúms hérlendis og hefur gengið Ijóm- andi vel að sögn Finns. Við fjósið er rör sem hægt er að nota til þess að dæla mykjunni beint í dreifara en auk þess er stútur á pokanum sjálfum sem hægt er að tengja við haugsugu til að tæma pokann. Pokinn sjálfur tekur 1.800 rúmmetra af mykju og er alveg lokaður. FREYR 09 2006

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.